Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.03.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Tuttugu ár eru liðin síðan þýska loftskipið „HINDENBURG“ fórst í lendingu á Lakehurst-vellinum í New Jersey. Það kostaði 36 manns lífið og gerði út af við loftskipin sem samgöngutæki. Síðan hefir aldrei verið seldur farmiði með loftskipi, yfir Atlantshaf. voru stjórnborðsmeginn drógu þar. Preuss og Lebmann stóðu á stjórn- pallinum og voru ánægðir með lend- inguna. Skammt fyrir aftan þá sat Speck loftskeytamaður og var að segja „Graf Zeppelin" frá, að „Hind- enburg“ hefði lent vel. „Graf Zeppi- lin“ var staddur yfir sunnanverðu Atlantshafi. Útvarpsfréttamaðurinn talar í hljóð- nemann: — Farþegarnir gægjast gegnum gluggana og veifa ... Nú er loftfarið orðið kyrrt ... Sextán tollmenn fara að klifra upp mastrið, og á eftir þeim innflutnings- eftirlitið og lieilbrigðisfulltrúinn. EINS OG ELD-SVEPPUR! Meðal þeirra sem var að flýta sér út af loftskipinu var Einar Thulin, New York-fréttaritari Stockholms- tidningen. Hann kom á bil upp sand- inn. Hann hafði pantað flugvél handa landa sínum, sem var með „Hinden- burg“, Birger Brink, og átti að skrifa um 100 ára minningu sænska land- námsins í Ameriku. Það var einkennileg kyrrð þarna á flugvellinum. Hreyflarnir i „Hind- enburg“ murruðu lágt og jafnt. Skip- ið lá rólega í loftinu, 25 metra yfir jörðu. Útvarpsfréttamaðurinn þylur: — Hreyflarnir lialda loftfarinu í jafnvægi ... Allt í einu þagnar liann. Klukkan er nákvæmlega 19.25. Þá blossar eldhnöttur upp úr loft- farinu ofanverðu, rétt framan við bakuggann á bolnum. Morrison stam- ar skelfingu lostinn: — Það brenn- ur. „Hindénburg" brennur! Logarnir ... þetta er hræðilegt! Frú Joseph Spah hélt fyrst að þetta væru flugeldar. Hún hafði aldrei séð lendingu fyrr, og kélt að þetta væri gert til hátíðabrigðis. Skannnt frá lienni stóð sextán ára frú, Matilda Smeling Randolpli. Hún sá ekki loft- farið á stundinni, en maðurinn henn- ar hrópaði: Það brennur! Þá leit liún við og sá logana og fór að æpa af skelfingu. Maðurinn hennar rak henni löðrung. Uppi á stjórnpallinum fann Preuss að loftfarið tók kipp. Fyrst hélt liann að ein tjóðurlínan hefði slitnað, svo heyrði hann veika sprengingu og óp- in í vallarmönnunum. — Hvað er að, spurði hann út um gluggann. Hann gat ekki séð neitt óvanalegt. — Loftfarið er að brenna! hiópaði loftskeytamaðurinn. UPPNÁM UM BORÐ. Vallarmennirnir voru á hlaupum fyrir neðan loftskipið. Morrison út- varpsfréttamaður hélt, að allir um borð hefðu farist strax. Allir hlupu frá. Harry Bruno aug- lýsingastjóri American Zeppelin Transport Co. stóð hjá Rosendahl. Þeir sneru sér undan og hlupu eins og fætur toguðu upp í vindinn. Það bjargaði lífi þeirra, þvi að loftskipið lirapaði einmitt niður þar sem þeir höfðu staðið. En Alan Ilagaman verkamaður lirasaði uni brautarteininn. Hvitgló- andi flakið datt beint ofan á hann. Hugaður félagi gat dregið hann burt, en Hagaman dó af brunasárum eftir nokkra klukkutima. Margir urðu lamaðir af hræðslu. Kvikmyndarinn frá Paramount hafði verið að talca mynd af vallarmönnun- um að verki. Hann miðaði myndavél- inni niður á völlinn og sneri henni eins og dáleiddur. — í guðs bænum, snúið þér vélinni upp! lirópaði að- stoðarmaðurinn. Þá rankaði hann við sér og fór að kvikmynda brunann. Frá því eldurinn braust út og þang- að til loftfarið snerti völlinn liðu réttar 34 sekúndur. Nú var loftfarið alelda. Vallarmennirnir voru svo skelkaðir að þeir höfðu ekki liugsun á öðru en forða sér. En blaðamenn- irnir bak við mastrið og fólk, sem liafði komið til að taka á móti vin- um og ættingjum og stóð við flugskýl- ið, gat ekki látið sér detta i hug að nokkur kæmist lífs af. Frú Joseph Spah æpti og veinaði. Marilyn hennar stóð með opinn munninn. Gilbert, 5 ára, féll á hné og bað: — Góði Guð, láttu ekki hann p.ibba deyja. Flestir farþegarnir voru í stóra salnum á stjórnborða. Því miður blés vindurinn þeim megin, svo Jivasst að brak úr skipinu flaug nokkra kíló- metra. Þegar loftskipið rakst á teina- hringinn kringum lendingarstaðinn köstuðust rithöfundurinn Leonard Adelt og kona hans frá glugganum og að stiganum niður á B-þilfarið. Aluminíumspíanóið, borð og stólar brotnaði í smátt og fylltu stigagatið, svo þau komust ekki niður. — Út um gluggann! hrópaði hann. Og þau komust út og björguðust. Joseph Spah gat ekki opnað nokk- urn glugga á bakborða. Hann mölv- aði glerið með Ijósmyndavélinni sinni. Loftfarið seig niður að aftan. Og Spali kastaði sér út — það var tólf metra fall. Hann mundi ekki hvernig hann kom niður, en rankaði við sér skriðandi i sandinum. Eng- inn þeirra sem voru i stjórnklefanum lioppuðu út meðan „Hindenburg" var á lofti. Kapteininum Preuss og Leli- mann datt ekki i hug að yfirgefa skip- ið fyrr en það snerti sandinn. Þá hoppuðu sjö út. Gondóllinn hoppaði upp aftur. Enn voru 5 menn í honum: þ. á. m. Preuss og Lehmann og Spcch loftskeytamaður. Hann varð fyrir glóandi málmstykki cr hann kastaði sér út. Framhald á bls. 14. MAÐIJItlNN, SEM sá tré éta mann. v. 1. Þegar þýski grasafræðingurinn Carl Licher heimsótti Mkodos ættbálkinn á Mad- agaskar, skýrði höfðinginn Ranavalo honum frá því, að fyrir dyrum stæði hin árlega fórnarathöfn, er ungri stúlku skyhli varpað í Iieilagt tré, sem liýsti illan anda. 2. Forvitni Lichers var vakin, og hann fékk leyfi til að vera viðstaddur athöfnina. Um tunglskinsbjarta nótt fór vísindamaðurinn með höfðingjanum og ættbálki lians út i frumskóginn, þar sem liið heilaga tré óx. 3. Stofn trésins minnti á ananas, og út úr honum uxu átta stór blöð með þyrnum. Krónan var geysimikið hvitt blóm, og upp úr þvi stóðu tólf stönglar, sem voru á sí- felldri hreyfingu, þótt logn væri. 4. Unga stúlkan, sem fórna átti, sat nakin og skjálfandi til hliðar við tréð. Hún hafði lendaskýlu og mikil djásn höfðu verið hengd um háls liennar og handleggi. Þegar höfð- inginn gaf merki, báru fjórir hermenn hana að trénu. 5. Skyndilega þögnuðu angistaróp hennar, og luin klifraði sjálfviljug upp eftir þyrni- blöðunum, eins og hún gengi i svefni. Hún laut niður að hvítri krónunni og drakk eitur- safa jurtarinnar, sem deyfði meðvitund liennar, en þyrniblöðin liéldu henni fastri eins og i skrúfstykki. 6. Stönglar krónunnar læstu sig nú einnig um likama stúlkunnar og smátt og smátt hvarf hún milli hvitra krónublaðanna og sást ekki meira. Þá laust höfðinginn upp fagn- aðarhrópi, sem aðrir tólui undir. Eldur var borinn að trjástofninum, sem brann til ösku ásamt fórnardýrinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.