Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Síða 3

Fálkinn - 13.03.1959, Síða 3
FÁLKINN 3 FRIÐRIK IX. DANAKONUNGUR SEXTUGUR 11. þ. m. átti konungur Dana og fyrr- verandi krónprins íslands sextugs- mæli. Fjiildi íslendinga minnist þessa afmælis konungs með hlýhug, þvi að Friðrik IX. er sá konungur Dana, sem kunnugastur hefir orðið þjóð vorri og landi af sjón og reynd. Hann hefir komið hingað margsinnis, ýmist í för með föður sinum eða Ingrid drottn- ingu og ávallt verið vel fagnað, þvi að flest í fari hans er aðlaðandi, laust við hátiðlega og úrelta hirðsiði. Hann er látlaus og hispurslaus hvar sem liann sést, broshýr og vingjarnlegur, orðheppinn i tilsvörum, svo sem faðir lians og alþýðlegur í besta lagi, svo scm móðir hans var. Eftir stofnun íslenska lýðveldisins 1944 og slit konungssambandsins við Dani, gætti allmikils kala til íslands i Danmörku, og er það að vísu skilj- anlegt eftir aldagamla hefð. En það verður sagt með sanni, að konungur og flestar ríkisstjórnir þær, sem set- ið hafa að völdum síðan, hafa unnið drengilega að þvi að eyða þeim kala. Það vakti athygli um öll NorðurlÖnd er Friðrik konungur bauð forseta Is- lands heim i opinbera heimsókn og þáði lieimboð forsetans hingað. Þess- ir atburðir urðu til þess að gerbreyta skoðun hinna norrænu þjóðanna á samskiptum íslendinga og Dana, og orð þau, sem konungur talaði um ís- land i einni ræðu sinni hér í Reykja- vík, hlýjuðu öllum góðum íslending- um um hjartaræturnar. Undanfarin 15 ár hafa íslendingar og Danir aðeins deilt um eitt mál, handritamálið, sem enn er óleyst. En íslendingar treysta Friðrik Danakonungur og Ingrid drottning. svo vel danskri sanngirni, að þeir eru fullvissir um að óskir þeirra verði að fullu virtar áður en lýkur. Það var einhvern tima haft eftir Kristjáni X. að hann hefði sagt, að „det er en daarlig branche vi (þ. e. konungarnir) gör i.“ Það var í þá daga er kórónurnar voru sem óðast að hrynja af konungunum og keisurun- um í Evrópu. En ekkert hefir haggast í þessu tilliti i Norðurlandaríkjunum þremur. í Danmörku eru vinsældir konungsins traustari og almennari en nokkurn tima áður, einmitt vegna þess að afstaða konungsins til þjóðar sinnar er orðin önnur. í stað lotn- ingarinnar er komin virðing og vin- átta. Danska konungsfjölskyldan er elskuð af þjóð sinni, drottningin og prinsessurnar eru elskaðar af háum og lágum. Og elsta konungsdóttirin, Margrét, á að taka við konungdómi eftir föður sinn og verða eftirmaður liinnar aðsójismiklu nöfnu sinnar frá 14. öld. Hugheilar óskir allra íslenskra vina Dana berast Friðrik konungi og fjöl- skyldu lians i tilefni af afmælinu. Loftleíðir fimmtán ára Hinn 10. mars 1944 komu nokkrir menn saman i Reykjavík til þess að stofna formlega nýtt hlutafélag, sem þeir nefndu Loftleiðir og er félagið þvi fimmtán ára. Að stofnun félagsins unnu Sigurður Ólafsson, Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen og ýmsir áhugamenn um flug- mál. Einn helsti forystumaður félags- ins á fyrstu árum þess og formaður stjórnarinnar um langt árabil var Kristján Jóhann Kristjánsson, en auk hans átti Alfreð Eliasson, núverandi framkvæmdastjóri félagsins, sæti í stjórninni frá öndverðu. Stjórn fé- lagsins skipa nú: Kristján Guðlaugs- son, formaður, Alfreð Elíasson, E. K. Olsen, Ólafur Bjarnason og Sigurður Helgason. Upphaflega var stefnt til þess að koma á föstum áætlunarferðum milli Reykjavíkur og þeirra byggðarlaga, sem örðugt áttu um samgöngur við höfuðborgina, t. d. þorpanna á Vestfjörðum, en þaðan hafði verið lagt fram nokkurt hlutafé til félags- stofnunarinnar. Stinson sjóflugvél, sem flugmenn- irnir þrir höfðu haft með sér út liing- að frá Kanada varð fyrsti — ög til að byrja með — eini vélakostur hins nýja flugfélags, en henni var flogið í fyrstu áætlunarferð félagsins frá Vatnagörðum i Reykjavík til Vest- fjarða 7. apríl 1944. Nokkru siðar festi félagið kaup á annarri Stinson-sjó- flugvél. Konungshjónin og prinsessurnar þrjár. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.