Fálkinn - 13.03.1959, Side 13
FÁLKINN
13
\
Það liggur dauðahegning við landráðum. Þeir
höfðu engu að tapa.
— Þú átt við að Julian muni hafa óttast
að þeir mundu drepa þig, ef þeir hefðu orðið
varir við hermenn í grendinni?
— Það er sennilegt. Þeir höfðu sem betur
fór ekki skotvopn, en þegar Julian kom urðu
handalögmál og þeir notuðu kutana. Við snör-
uðum okkur á hestbak og náðum höfuðpaurn-
um með okkur. Annað gátum við ekki gert,
því að enginn hafði vopn nema Julian.
Það fór hrollur um Amy en augu hennar
ljómuðu af gleði og aðdáun. — Julian er
undraverður, sagði hún. — Ég hefi alltaf vit-
að að hann var hugaður maður.
Elisabeth fann að hún skalf af æsingi.
Julian hafði verið djarfur, ofurhugi og at-
hugull . . . hún gat notað ýms lýsingarorð en
ekkert þeirra hæfði fyllilega.
En svo mundi hún hvað hann hafði sagt
við hana í bílnum. Þá hafði hann vitað að
landstjórinn mundi segja þeim alla söguna,
og hann hafði gert henni ljóst, að hann kærði
sig ekkert um að taka við stjórninni, og Julian
hafði meira en nóg að gera.
Dagurinn leið rólega og án stórtíðinda, en
það var eins óg andrúmsloftið í húsinu hefði
breyst. Og daginn eftir varð breytingin enn
augljósari, því að þá flutti Peter í íbúðina
við endann á ganginum á annarri hæð.
HVAÐ HYGGST JULIAN FYRIR?
Nú lögðust allar smáheimsóknir niður.
Vinum Amy var ekki um að fara heim í land-
stjórahúsið — jafnvel ekki þó að þeir væri
hátíðlega boðnir. Landstjórinn var vinsæll
maður, en fæstir vildu eyða frístundunum
undir handarjaðrinum á honum samt. Ungu
mennirnir höfðu dregið sig meir og meir í
hlé eftir að þeir urðu þess vísari að unga
fjöruga stúlkan var dóttir landstjórans.
Amy fann vel að hún þurfti að læra margt
í hinni nýju stöðu sinni í mannfélaginu. Fólk
ætlaðist til að hún sýndi ýmis konar félags-
starfsemi þar í eyjunum fullan áhuga, og
það var siður að landstjóradæturnar sæktu
innfædda fólkið heim. Sir Henry útskýrði
þetta fyrir henni, en Amy svaraði ekki öðru
en því að hún skyldi reyna.
Einu sinni þegar skylduræknin vaknaði í
henni fór hún með Elisabeth að skoða sjúkra-
húsið, og síðar sama daginn tók hún við gjöf-
um til landstjórans frá eyjaskeggjum og var
viðstödd hátíð, sem stóð marga klukkutíma.
Hún lét sem hún vissi ekki að Peter væri
til. Hann hafði sína eigin Stofu og át þar
allan mat og hélt sig lengstum þar inni. Ef
þau mættust af tilviljun í stiganum eða for-
stofunni muldruðu þau hvort um sig „góðan
daginn“ og héldu svo áfram. Hún gaf sér
Jelnmijncl
Teiknaranum hafa orðið á mistöii, 8 skekkj-
ur eru á myndinni. Hverjar eru þær?
engan tíma til að sinna Peter og hann fyrir
sitt leyti hafði nóg annað að hugsa.
Ef einhver hefði sagt Elisabeth, áður en
hún fór frá London, að hún mundi sakna fé-
laga sinna á skrifstofunni, mundi hún hafa
skellihlegið. í þá daga hafði hún gert sér hug-
myndir um Bolani, sem voru mjög fjarri
veruleikanum. Hún hafði í anda séð sig lifa
í hamingju og annríki á sólríkri eyju, með
Amy. Peter hafði ekki verið til í meðvitund
hennar þá, og Julian ekki heldur. Nú gat
Elisabeth ekki hugsað sér veröldina án
Julians.
Hann hafði gert sér það að reglu að koma
við í landstjórahúsinu á hverjum degi þegar
hann fór heim af skrifstofunni í hádegisverð-
inn. Sir Henry fór að ráðum hans og fór sér
hægt og hélt sig heima, og Julian hafði með
sér öll þau skjöl, sem þörf var á að athuga
og rökræða um. Elisabeth hitti hann undir
eins í fyrsta skiptið sem hann kom.
Hún var að ganga frá blómum í stofunni
þegar hann kom inn. Hann heilsaði stutt, tók
einn blómavasann og spurði: — Hvar á þessi
að standa?
— Þarna á kommóðunni, þakka yður fyrir.
— Eruð þér vön að sjá um blómin hérna
í húsinu?
— Já. Það er eitt af þvi fáa ,sem ég get
gert til gagns hérna. Ég er ekki vön að sitja
auðum höndum og kann best við að hafa eitt-
hvað fyrir stafni.
— Nú hefir mér loksins tekist að útvega.
Gilmering leyfi til að fara og sjá perluveið-
arnar. Það var ekki hægt þegar hann bað
um það, af því að ég hafði áhyggjur út af
landstjóranum og vildi ógjarnan að við vær-
um ekki heima við. Ég skal sjá um að leyfið
gildi fyrir tvo.
Hún leit undan til að leyna roðanum sem
kom fram í kinnarnar á henni. Perluveiðarn-
ar voru á Manai og Julian hafði lofað henni,
að þegar sir Henry kæmi aftur skyldi hann
bjóða henni þangað. Hún mundi að hann
hafði sagt að þau skyldu veiða og kveikja
bál í fjörunni og tala betur saman en þau
hefðu nokkurn tíma gert áður.
Hún andvarpaði djúpt. — Ég skal segja
Peter það, sagði hún.
— Það er gott. Yður finnst liklega gaman
að hafa hann hérna í húsinu. Landstjórinn
segir að hann sé mjög duglegur, svo að lík-
lega verður ekki langt þangað til þið fáið að
giftast.
— Giftast? át hún eftir. — Hvernig dett-
ur yður það í hug?
— Var ég of fljótur á mér? Fyrirgefið þér!
Nú opnuðust dyrnar og landstjórinn og
Amy komu inn. Það hýrnaði yfir henni þegar
hún sá Julian. Hún stóð grafkyr eitt augna-
blik — svo hljóp hún til hans, tók í axlirnar
á honum og þrýsti honum að sér. Svo teygði
hún sig og smellti rembingskossi á kinnina á
honum.
— Herra minn trúr! sagði Julian brosandi.
— Ég vissi ekki að yður væri svona mikið
niðri fyrir.
— Það er vegna þess að yður tókst að
bjarga honum pabba heim. Mér finnst þér
vera gull af manni, Julian.
— Það er gaman að heyra það. Honum
varð litið til Elisabeth. — Ég vildi óska að
ég hefði vitað fyrirfram að ég mundi fá svona
góðar viðtökur. Þá hefði ég komið miklu fyrr.
— Elsku vinur, muldraði Amy. — Það
liggur við að þér hafið mannlegar tilfinning-
ar. Eg held að ég verði að reyna að kynnast
yður betur.
— Já, því ekki það?
— Hann brosti til hennar en þegar hann
leit upp og sá framan í Elisabeth, sá hún
greinilega að varirnar hreyfðust og brosið
varð að glotti.
Hún vissi hvað hann var að hugsa um.
Bæði hún og Amy höfðu gert sitt ítrasta
til þess að valda honum erfiðleikum, en samt
hafði hann allt í hendi sér án þess að hann
þyrfti að hreyfa litla fingurinn. Hér var Amy
— landstjóradóttirin — að reyna að gefa hon-
um undir fótinn og koma honum til við sig.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNÐUM. — Af-
greiösla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12
og 1!4—0. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.:
Svavar Iljaltested. — Sími 12210.
HERBERTSprent.
ADAMSON
Adamson á
tistsýningu.
(