Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.03.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA *^*^*^*^ Á$TIR í feluleifc 17. Íi:^*^*^*^* FRAMHALDSSAGA «--------------* -- - ---- ------- ^ — Það er skrítið hvernig allt verður öðru vísi þegar kvenfólk er á heimilinu, sagði sir Henry brosandi. — Þér ættuð að reyna hvernig það er, Julian. — Já, kannske, svaraði Julian og klappaði Amy á kinnina. Svo fóru karlmennirnir inn í bókastofuna að vinna, og Elisabeth forð- aðist af ásettu ráði að hitta Julian áður en hann fór heim að borða. Sir Henry kvartaði yfir að hann vildi aldrei borða með þeim. Hann hafði boðið honum í miðdegisverð hvað eftir annaðj en ailtaf voru einhver vandkvæði á að Julian gæti þegið það. Hitinn varð meiri dag frá degi og fór að verða kveljandi. Og nú mátti fara að búast við fyrstu fárviðrunum hvað úr hverju. Eyjaskeggjar voru önnum kafnir við að gera við kofaþökin sín og gluggaumgerðirnar. Bambuskofarnir voru styrktir með fléttum úr pálmalaufi, og mæniásarnir festir með strengjum vdð staura, sem voru reknir niður í jörðina. Malayarnir gengu í skrúðgöngum í musterin sín og á kvöldin mátti sjá þá ganga í röðum upp ása með blys í hendi. Fólk fór seint að hátta á kvöldin vegna hit- anna. Hvíta fólkið á Kalaba Hill gekk niðri í fjöru í tunglskininu. Þar var ofurlítið meiri svali og notalegt að heyra tónana úr hljóð- færum innfædda fólksins. Eitt kvöldið hafði það einkennilega samkomu. Það réri út á sjó í eintrjáningunum, sem voru með blys í báða enda, og þegar Elisabeth kom niður í fjör- una með Amy og Peter var lónið eitt Ijóshaf, alla leið út að kórallarifinu. Fólkið fleygði blómum í sjóinn — ógrynnum af blómum, sem nutu sín vel í birtunni frá blysunum. — Ef rauðu blómin rekur í land fyrst verða margir fellibyljir í ár, sagði einn Malayinn. — Ef þau hvítu koma fyrst í land verður ró- legt ár. — Kemur það venjulega fram? spurði Elisabeth. — Ekki alltaf. En þeir leggja mikið upp úr þessari hátíð. Talsverður tími hlaut að líða þangað til blómin kæmi að landi, svo að Elisabeth sneri frá og fór á burt með samferðafólkinu. Þarna í fjörunni var urmull af fólki, sem var upp- vægt af eftirvæntingu, svo að erfitt var að komast áfram. Og þarna í þyrpingunni kom Eiisabeth allt í einu auga á Celiu Cartney. Hún var ein og svipaðist kringum sig, kvíð- in á svipinn. Elisabeth hnippti í Peter. — Þarna er Celia Cartney, benti hún. — Hún hefir líklega kom- ið með bróður sínum og nú hefir hún misst af honum. Viltu fara til hennar, Peter? — Það þýðir ekki að reyna það, í þessum troðningi, sagði hann. — En ég skal reyna að hafa auga á henni. Hver veit nema við náum í hana þegar við komum upp á Strand- götu. Þegar þau komu upp á breiðan veginn sá Elisabeth Celiu aftur, og bað Peter um að reyna að ná í hana. Það var ekki eins þröngt þarna, því að fólkið var að dreifast inn í göt- urnar. Þau voru kringum tuttugu metra frá Celiu þegar grái bíllinn kom akandi. Hann nam staðar og Julian kom út og fór að troð- ast þangað sem Celia stóð og þvældist fram og aftur eins og hvítt blóm innan um allt inn- fædda fólkið dökka. Julian náði í hana og dró hana með sér að bílnum og ýtti henni inn í framsætið á honum. Elisabeth sá glöggt andlitið á Celiu í bíln- um, því að ljós var í honum. Stóru augun voru full af tárum og munnurinn titraði af geðshræringu og létti. Julian sat við hliðina á henni og var að hughreysta hana. Svo setti hann vélina í gang og ók burt. — Það var nú það, sagði Peter brosandi. — Julian sem bjargræðisengill í annað sinn. Hvenær skyldi hann verða það næst? Þetta litla atvik hafði gefið Elisabeth svar við ýmsum spurningum. Nú skildi hún hvers vegna Julian var hættur að koma i landstjóra- húsið nema í erindum við landstjórann. Hann hafði tekið ákvörðun áður en hann fór til Villune, og hún var enn í gildi. Hann hafði tækifæri til að giftast Celiu ef hann langaði til þess. Hann hafði beðið hana um að taka saman dót sitt af því að hann vildi hafa hana á öruggum stað í gistihúsinu — kannske var hún komin þangað núna? Og þá mundi ekki líða á löngu þangað til það kæmist á almanna vitorð að þau ætluðu að giftast. Julian og Celia Cartney. Elisabeth varð að leggja að sér til þess að vera róleg og blátt áfram það sem eftir var kvöldsins. Hún þorði ekki að lofa tárun- um að brjótast fbam fyrr en hún var komin upp í herbergið sitt. SVÖRT PERLA. Elisabeth fór með Peter til að sjá perlu- veiðarnar á Manai. Hann hafði komið til hennar á stéttinni daginn áður, hneigt sig hæversklega fyrir Amy og snúið sér að Elisa- beth. — Nú hefi ég fengið þetta leyfi, Elisabeth. Ég skil að það ert þú, sem hefir mælt með því — viltu koma með mér? Hún tók eftir að Amy gaf henni gætur, en hirti ekki um það. Það var hvíld að vera með Peter, og það gat verið tilbreyting að vera að heiman heilan dag. — Þakka þér innilega fyrir, það langar mig, sagði hún. — Það er laugardagur á morgun og við getum haldið snemma af stað. Hvernig væri að fara klukkan níu? — Það er ágætur tími. — Gott. Þá kemu ég hérna á stéttina stundvíslega klukkan níu. Eftir nokkra stund frá því að Peter var far- inn, kom þessi svíðandi athugasemd frá Amy: — Ekki skil ég hvað gengur að nýja aðjútant- inum okkar. Hann er orðinn svo öruggur og karlmannlegur. Heldurðu að hann hafi smit- ast af Julian? . — Nei, ég held hann sé svona þegar hann hefir nóg að starfa. Hann var í fríi þegar þú kynntist honum heima í Englandi, og hann fór ekki að vinna hérna fyrr en pabbi þinn var kominn heim. Nú sérðu hann alveg eins og hann á að sér. — Þú ert ekki sein til að verja hann. Elisabeth svaraði lágt: — Ég mundi vera jafn fljót á mér að verja þig, ef einhver sýndi þér ranglæti. Er þér ver við að ég fari með honum á morgun? — Hvers vegna ætti ég að amast við því? sagði Amy hvasst. — Það er þinn kross en ekki minn. Hún gekk snúðugt inn i húsið. Elisabeth Makkaði til ferðarinnar þegar hún steig um borð i bátinn morguninn eftir. Hún sat undir sólþaki úr pálmablöðum og horfði á Malayana, sem voru að stjaka bát- unum sínum á lóninu og út um sundið til hafs, og eftir nokkra stund komu þau auga á Manai og þorpið á ströndinni og pálmana, sem bærð- ust fyrir landgolunni. Báturinn rann rólega áfram í ládeyðunni. Alltaf var hægt að sjá í botn, þar sem kross- fiskarnir þöndu úr sér og fiskarnir leituðu að æti. Hásetarnir stefndu bátnum að bryggjunni innan við perlusvæðið, sem var afmerkt með mismunandi litum duflum. Fyrir ofan fjöru- sandinn stóð lágt steinhús, og fyrir framan það voru eintrjáningarnir í langri röð. Verkstjórinn á staðnum lét sér umhugað um að sýna þeim stöðina, sem perlurnar voru verkaðar á. Elisabeth fékk að þukla á sumum stærstu og fallegustu perlunum, sem áttu að fara til London, París og New York, til skrauts glæsilegum konum, sem ekki höfðu hugmynd um hvaðan perlurnar komu. Svo fór verkstjórinn út á sjó með þau á eintrjáningi og sýndi þeim litlu búrin með eprluostrunum, sem voru rétt undir sjávar- borði. Þau voru öll með númerum og ekkert þeirra mátti hreyfa nema með hans leyfi. Áður en hann kvaddi tók hann böggul og sagði: — Þið þekkið umboðsmanninn, Julian Stanville, er ekki svo? Elisabeth svaraði samstundis: — Já, við þekkjum hann vel. Eigum við að taka við einhverju til hans? — Mig langar til að biðja ykkur um að af- henda honum þennan böggul. f honum er stór, svört perla, sem ég lofaði honum í safn- ið hans. Við fundum hana í gríðarstóri’i skel. — Er hún ekki afar verðmæt? Er vert að þér sendið hana með okkur? Maðurinn yppti öxlum. — Hún er öruggari hjá ykkur en hjá nokkrum af vinnumönnun- um mínum. Herra Stanville getur borgað Perlufélaginu andvirðið, eins og hann hefir gert áður. Elisabeth tók við bögglinum og stakk hon- um i kjólvasa sinn. Hún einsetti sér að skila Julian honum undir eins í kvöld. Þau fóru um borð í bátinn aftur til að fá sér hádegisverð. Þau höfðu lofað hásetunum í land og létu bátinn reka á lóninu, en sátu sjálf undir pálmaþakinu og reyktu og röbb- uðu. — Heyrðu, sagði Peter upp úr eins manns

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.