Fálkinn - 09.10.1959, Blaðsíða 7
FALKINN
7
að þarna hefði verið um dýnamít-
sprengingu að ræða.
Heima hjá Graham fannst byssan
og skotfærin, sem Graham hafði
sagt, að móðir hans hefði haft með
sér. Frú Graham játaði einslega, að
Graham hefði beðið hana um að
minnast ekki á gjöfina, sem hann
.ætlaði að gefa móður sinni. Og í
jakkavasa Grahams fannst bútur af
tundurþræði, sem venja er að nota
við dýnamítsprengingar.
Eitt af því, sem lögreglan athug-
aði fyrst, var hverjir farþeganjia
hefðu keypt sér slysatryggingu fyr-
ir ferðina. Þeir voru óvenjulega
margir, sem það höfðu gert — það
var líkast og þá hefði grunað ófarir.
Mikið af þessum tryggingum hafði
verið keypt í sjálfum biðsölunum,
sem eru á flestum flugvöllum
Bandaríkjanna.
Svo óheppilega vildi til, að upp-
lýsingarnar, sem fengust hjá vá-
tryggingarfélaginu um tryggingu
frú King, voru ófullkomnar. Það
var upplýst, að 37.500 dollara trygg-
ing hafði verið keypt handa henni
á flugvellinum, en ekki að til voru
fyrir tvær jafnháar tryggingar, sem
renna skyldu til sonar hennar að
henni látinni. Ennfremur tvær lægri
tryggingar, sem renna skyldu til
hálfsystur frú King í Alaska og
frænku í Missouri.
Og lögreglan hafði kynnt sér ævi-
feril Grahams. Hann hafði í æsku
komizt sviksamlega yfir peninga frá
firmanu, sem hann vann við. Síðar
hafði hann verið í fangelsi í 60 daga
fyrir bannlagabrot. Ennfremur hafði
leikið grunur á tryggingarsvikum
viðvíkjandi kaffihúsi, sem hann
hafði rekið. Þetta þótti bendi á ann-
að en að Graham væri saklaust
barn. En eftir að hann giftist, hafði
hann tekið sig á.
Við húsrannsóknina fannst ýmis-
legt smádót hjá Graham, sem móð-
ir hans hafði ætlað að gefa ætt-
ingjum sínum. Graham gaf þá skýr-
ingu á þessu, að hún hefði skilið
það eftir af því að hún hefið verið
hrædd um að farangurinn yrði of
þungur. En allt í einu yfirbugað-
ist hann og játaði að hafa komið
sprengju fyrir í vélinni til þess að
bana móður sinni og fá tryggingar-
féð fyrir hana. Og verða 43 öðr-
um að bana um leið!
FBI byrjaði rannsóknina á rétt-
um enda og færðist smátt og smátt
nær ráðningu gátunnar. Fyrst var
að kanna, hvernig slysið hefði af-
vikast, og það var í rauninni erfið-
asta rannsóknin. Ef ekki hefði ver-
ið beitt ströngustu vísindalegri ná-
kvæmni, hefði aldrei uppgötvast um
sprenginguna í geymsluhólfi nr. 4
” og hvernig á henni stóð. Þegar það
var sannað, að sprengiefni var fal-
ið í geymsluhólfinu, var tiltölulega
auðveldara að finna manninn, sem
stóð bak við ódæðið mikla. Gra-
ham varð tvísaga í yfirheyrslunni
og hinar margföldu tryggingar frú
King hlutu að vekja grun.
Grahamsmálið er eitt af mörgum,
sem sýna hvernig FBI starfar. Þar
er nóg af æfðu liði og valinn mað-
ur í hverju rúmi, enda eru Ameríku-
menn jafnmontnir af FBI og Bret-
ar af Scotland Yard.
í næsta blaði:
Eltingaleikurinn við Dillingar.
☆
°Z/r annáíum
lliskujmin sieínt iilan
Anno 1954 boðaði kóng Christián
þriðji biskupana báða fram fyrir
sig; á því sama sumri kom út svo
látandi bréf:
„Christian með guðs náð Dan-
merkur, Noregs, Vendlands og Gott-
lands kóngur. Vor gunst tilforna.
Vita skuluð þér, að vér höfum að
höndla og tala með yður um and-
lega stjórnanina, og hugsum að láta
undirvísa yður um eina kristilega
reformeran og skikkan, sem vér höf-
um með voru elskulega Danmerkur
og Noregs ríkis ráði, eftir lærðra
manna vilja og samþykki, hver
skikkun vér viljum yfir öll vor lönd
og ríki fast og óbirgðanlega haldist
af öllum og sérhverjum við magt,
og höfum nú uppá það sama skrif-
að oss elskulega verðuga biskupi
Jóni, Hólabiskupi, að hann skuli
koma hér til vor á einu af þessum
vorum skipum til vors staðar Kaup-
inhafn, og vita vorn vilja; því biðj-
um vér yður og viljum, að þér
skikkið öllum yðar erindum þar eft-
ir, og komið á einu þessu voru skipi
hingað til vor til Kaupinhafn, þar
að forheyra vorn vilja, sem vér þá
öktum að láta yður kunngjöra; vér
þekjum þá aptur að vorinu á voru
einu skipi að skikka yður heim til
íslands tilbaka ígjen. Hér vitið öld-
ungis að rétta yður eptir, og bregð-
ið því í engan máta. Bífalandi yð-
ur guði. Skrifað á voru sloti Gott-
orp, laugardaginn eptir Lætare (25.
mars). Anno 1542. — Oss elskulega
Herra Gizuri Einarssyni, S.S.s., yfir
og uppá vort land ísland.“
Samstundis bjó herra Gizur sig
til siglingar og þótti þetta engin
harmasaga.
Senjor biskup Jón sneiddi sig frá
þeirri utanferð, og sendi út það
sama sumar sinn son, síra Sigurð
Jónsson, sem hélt Grenjaðarstað
norður, og sinn dótturmann, sem
hét ísleifur, og hélt fyrir höfuðból
Grund í Eyjafirði, einn nafnfræg-
an mann af persónulegri prýði,
frama og fræknleik; þessir báru
fyrir kóng afbötun þessa gamla
biskups, og það hann vildi alla þá
hlýðni halda, sem þeir sinna vegna
játuðu, hverja hlýðni og hollustu
þeir sóru kónginum uppá biskups
Jóns vegna. Vorið eptir sigldu þeir
aptur til íslands og fóru hvoru-
tveggju til sinna heimkynna.
í Sovjet-Rússlandi Ijúka um 30
þúsund konur verkfrœðiprófi á
hverju ári.
-AL
ve(£
HISSA
Feisal, krónprins Saudi-Arabíu,
dvaldi í jyrrasumar í New York til
þess að leita sér lœkninga, og var
vestra í fimm mánuði og fór heim-
leiðis með „Christopher Columbus“
nokkru fyrir jólin. í för með honum
voru 26 lifverðir og ennfremur skrif-
arar og þjónar, og farangurinn var
169 kistur. Þegar hann var í New
York bjó hann í Waldorf Astoria
Hotel, og gistihúsreikningurinn var
52 þúsund dollarar og þjórfé að
auki..
★
Nú hafa Kínverjar eignazt bíla-
smiðju. Hún framleiðir að svo
stöddu aðeins vöruflutningabíla.
★
Pezurskirkjan í Páfagarði í Róm
er stœrsta kirkja veraldar. Hún er
611 feta löng og flatarmálið 18.110
fer-yards. Þvermál hvelfingarinnar
í kirkjunni er 137 fet, og hæðin frá
gólfi upp í miðja hvelfinguna 390
fet. En að utan er hœð kirkjunnar
45 7 fet yfir götubrún. Hæsti dóm-
kirkjuturninn í heimi er í Ulm í
Þýzkalandi. Hann er 528 fet. Byrj-
að var á smíði þessarar kirkju ár-
ið 1377, en turninn var ekki full-
gerður fyrr en 1890.
★
í Bandaríkjunum hafa menn
smíðað sjálfvirka vél til að rann-
saka mannsblóðið. Hálfri þriðju
mínútu eftir að blóðið er látið í vél-
ina, skilar hún öllum þeim upplýs-
ingum um eiginleika blóðsins, sem
læknirinn þarf á að halda.
ÞAÐ SÓPAR AÐ ÞESSUM. — Múhamed V. konungur í Marokkó liefur nýlega verið í París til
skrafs og ráðagerða við de Gaulle. Hér sést hann ásamt fylgdarliði sínu á brautarstöðinni í
Montreux í Sviss, að bíða eftir lestinni til Parísar. —