Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Page 11

Fálkinn - 09.10.1959, Page 11
FÁLKINN 11 ☆☆☆ litla sagan ☆☆☆ RUZICKA: Organdi krakki ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Johnsenshjónin áttu barn í vöggu. Og mikii Guðs blessun var það, þeg- ar króinn svaf! Þá var hann svo fallegur og friðarengilslegur þarna á bláa koddanum, kinnarnar rjóðar og bústnar, bros um litla munninn, og fyrstu mjólkurtennurnar mjallhvít- ar bak við rjóðar varirnar. Já, sann- arlega eru börnin mikil blessun — þegar þau sofa. En því var nú ver — ef Johnsen rak sig óviljandi á stól þegar hann kom heim, eða setti kaffibollann ógætilega á undirskálina — eða reyndi hvíslandi að útskýra fyrir konunni sinni eitthvað sem hún ekki skildi . . . þá. •— Þá glaðvakn- aði barnið og fór að grenja. Það grenjaði svo hátt, að glamraði í rúð- unum. Öll börn orga, það er hollt fyrir börnin að orga. Orgið er einskonar leikfimi fyrir lungun, orgið stórbæt- ir meltinguna, styrkir hjartað og stælir lifrina — og hvað það nú er fleira sem mömmurnar segja. Feð- urnir hafa líka fullan skilning á orgi afkvæmanna sinna. Fyrstu mínút- una lætur það í eyrum þeirra sem englasöngur og hallelúja, aðra mín- útuna eins og barnsgrátur, þriðju mínútuna eins og óþægilegur háv- aði og þá fjórðu er það orðið að óumræðilegu kvalræði. Og þá fara feðurnir að orga líka og reyna að hafa hærra en barnið. Mörgum feðr- um tekst það. En Johnsen tókst það ekki. Hann hafði ekki roð við barn- inu. Það sigraði alltaf. Johnsen gafst upp. „Hvernig getur nokkur maður þolað þetta?“ öskraði hann. „Þessi krakki linnir aldrei látum, hann er síöskrandi. Þetta er ekki venjulegt barn —• þetta er Wagnersöngvari — öskurapi, þetta er ekki andskota- laust — það er ónáttúrlegt eða yfir- náttúrlegt, það er verra en nokkur landplága! ,,Æ, hvernig geturðu sagt þetta, góði minn . ... “ „Ég skal veðja um að ekki nokk- urt barn í heimi getur orgað á við krakkann þinn . . . . “ Þetta sagði Johnsen og svo fór hann í frakkann og setti upp hatt- inn og rigsaði út. Aumingja frú Johnsen sat hnípin eftir. Barnið hélt áfram að grenja. Það grenjaði eins og það hefði brennt sig, og engin leið að hugga það. Móðirin vaggaði því í sífellu, ýmist í vöggunni, á höndunum eða á hnjánum. Barnið lét vagga sér og herti orgið sí og æ. „Láttu það í vagninn,11 sagði móð- irin við barnfóstruna,“ og farðu með það suður í skemmtigarð. Það er ekki nokkur manneskja þar á þess- um tíma dags. Kannske barnið róist þegar það er komið þangað.“ Fóstran gerði eins og fyrir hana var lagt. Setti barnið í kerruna og ók því suður í skemmtigarðinn og settist hjá honum Thorvaldsen. Hálftíma síðar var dyrabjöllunni hringt. Það var Johnsen, sem kom. Hann var hálfkindarlegur á svipinn og rétti fram ljómandi fallegan blómvönd. „Fyrirgefðu mér, elskan mín,“ sagði hann. „Ég gerði þér rangt til.“ „Ég skil ekki hvað þú átt við?“ „Ég sagði við þig í dag, að ekkert barn í heimi gæti orgað á við krakk- ann þinn.“ „Nú, og hvað um það?“ „Áðan heyrði ég krakka, sem org- aði tífalt hærra og hundraðfalt meir skerandi en okkar barn. Ég heyrði orgið langar leiðir. „Og hvar var nú það?“ „í skemmtigarðinum. Rétt hjá honum Thorvaldsen.“ ★ 140 KOSSAR — 70,000 DOLLARAR! Ýmsar filmdísir buðu aðstoð sína við fjársöfnun, sem höfð var vest- ur í Ameríku til ágóða fyrir líknarstarfsemi. Þœr voru alls sjö, hinar fögru dísir, sem tóku að sér að kyssa menn fyrir 500 dollara koss- inn, og tók hver þeirra að sér að gefa 20 kossa, svo að alls voru 140 kossar til sölu. Salan gekk greiðlega og innan skamms var allt uppselt og varir filmdísanna höfðu gefið af sér 70,0000 dollara. Fljótast varð „upp- selt“ hjá Janes Russel og Marilyn Monroe. Það fylgir ekki sögunni hvað Arthur MiUer, maður Marilyn hafi sagt um þetta tiltœki. Vitið þér ...? vo a t að framleiðsla blaðapappírs fer sívaxandi? Pappírsframleiðslan setur nýtt met á hverju ári. Á árinu 1957 varð hún 12.000.00 lestir. Hið mikla skógarland Canada framleiddi 47% af öllum þessum pappír! í Asíulöndum fer blaðapappírs- framleiðsla mjög vaxandi, og er 6-falt meiri nú en hún var fyrir tíu árum. Það er einkum í Indlandi, sem hún hefur aukist. að í Bandaríkjunum er einkaflugið umfangsmeira en áætlunarflugið. Þar eru skráðar meiri en 66.000 einkaflugvélar, aðallega fjögurra farþega. Eru þetta fleiri vélar en í flugher tveggja mestu stórvelda heimsins samanlagt. Með þessum flugvélum, sem aðal- lega eru eign kaupsýslumanna eru flognir fleiri persónu-kílómetrar og fleiri flugtímar en með þeim 1500 áætlunarflugvélum, sem rekn- ar eru í landinu. BÁGAR GIFTINGARHORFUR. Amerískar hagskýrslur sýna, að einkennileg breyting er að verða á hlutfallinu milli fœddra drengja og stúlkna i Bandaríkjunum. Fœðast nú aðeins 98 drengir á móti hverjum 100 stúlkum. Vísindamennimir halda að framhald verði á því að halli á kvenkynið, og af því leiðir að erfiðara verður fyrir gjafvaxta meyjar að ná sér í mann. Mæð- ur undir tuttugu ára aldrei eignast oftar drengi en stúlkur. En þegar móðirin er milli tvítugs og þrítugs er frumburðurinn oftar stúlka, en hjá móður yfir þrítugt er það oft- ar drengur sem fœðist fyrst. Einnig er talið að aldur föðursins skifti máli í þessu sambandi. En foreldr- arnir eru um það bil jafngömul er líklegra að barnið verði stúlka. En ef faðirinn er mun eldri en móðirin, eru meiri líkindi að drengur fœðist. * Sitt knefju * Galileo Galilei Það er sagt, að þegar trúvill- ingadómurinn í Róm hafi látið Galilei afneita því á gamals aldri, að jörðin væri hreyfanleg, en ekki fastur miðdepill alheimsins, hafi hann tautað: „E pur si mu- ove“ — en samt hreyfist hún. Setningin er orðin heimsfræg, en það er mikið vafamál hvort Ga- lilei hefur nokkurn tíma sagt þessi orð — nema í hljóði. En hann hu g s að i þau. Galileo Galilei var af tignum œttum frá Firenze. Faðir hans var kaupmaður, en fátœkur, því að hann var meiri listamaður en kaupmaður. Galileo sonur hans fœddist 18. febr. 1564, þremur dögum áður en annar frœgur Fir- enze-sonur, Michelangelo, dó. í œsku varð Galilei einkum frœgur fyrir stœrðfrœðikunnáttu sína. Hann var orðinn prófessor í Písa 25 ára, og notaði þá halla turninn þar til að gera tilraunir á fallhraðanum. En eftir 4 ár fékk hann betra embætti í Pa- dua. Þar starfaði hann 18 ár og hélt fyrirlestra sem þúsundir manna sóttu og kannaði ýms lög- mál aflfrœðinnar. Hann byggði allar sínar eðlisfrœðikenningar á tilraunum í stað tilgátna, og varð brautryðjandi þeirrar stefnu, sem Torricelli og fleiri lœrisvein- ar hans héldu áfram eftir hans dag. Árið 1610 fluttist hann til Fir- eze, en þar hafði hinn ríki höfð- ingi Cosimo II. de Medici, sem lœrt hafði hjá honum, skipað hann yfirstœrðfrœðing. Og nú fór hann að leggja stund á stjarn- fræði. Hann hafði búið sér til sæmilegan kíki og gat nú séð ým- islegt í himingeimnum, sem ekk- ert mannlegt auga hafði áður séð. T. d. það, að Vetrarbrautin var sægur af stjörnum. Hann sá líka fyrstur, að Júpiter hafði fjögur tungl, og brot úr hring Satúrnusar sá hann líka. Galilei aðhylltist skoðanir Ko- pernikusar á heimsmyndinni, en þœr voru bannfœrðar í kaþólsk- um sið, sérstaklega hjá Jesúít- um, vegna þess að þær fóru í bága við Gámla Testamentið. Á- hrifamiklir klerkar töldu því Ga- U lilei villutrúarmann og páfinn X sendi kardínála til Padúa til þess að áminna Galilei og hótaði hann C honum fangelsi, ef hann léti ekki :•: skipast. Enda þagði Galilei nú í v mörg ár. Loks taldi hann sér óhœtt að fara að láta skoðanir :•: sínar í Ijós, og árið 1632 gaf hann v út bókina „Samtals um helztu heimsmyndir“. Var hún mikið X lesin og þótti merkileg. En höf- x undinum var skipað að mœta |:j fyrir trúvillingadómi í Róm. X Galilei var þá kominn nær sjö- tugu. Var hann settur í fangelsi v og hótað pyntingum eða jafnvel pyntaður. Ef hann hefði haldið x skoðunum sínum til streytu hefði •:• hann lent á galdrabálinu, eins og X Giordano Bruno 33 árum áður. x Og nú glúpnaði hann. Hann af- •:• neitaði Kopernikusi og var lát- X inn lofa að kœra hvern þann x mann, sem hœgt vœri að gruna •:• um slika villutrú. Þannig slapp X hann hjá fangelsi eða lífláti. En v trúvillingadómurinn hafði jafnan X gát á honum. Hann fékk ekki að •:• búa í Firenze, heldur var hann U látinn vera utan bœjar og bann- X að tala við nokkurn mann um hina „bölvuðu“ Kopernikus- arkenningu. Svo mjög hrœddist X kirkjan þennan mann, jafnvel x eftir að hann var orðinn blind- !;• ur, en það varð hann 73 ára. X En samt tókst ekki að buga X Galilei. Hann hélt áfram rann- x sóknum sínum eftir að hann hafði v misst sjónina. En sjónlaus sá X hann lengra út í himingeiminn x en nokkur samtiðarmaður hans, v og hann las lœrisveinum sínum U fyrir niðurstööurnar, sem hann X komst að. Hann var orðinn blind- •:• ur, er hann gaf út merkasta rit X sitt um aflfræðina, og hann hélt X áfram vísindastörfum sínum til x dauðadags. Hann dó 8. janúar x 1642 og var þá orðinn nær 78 X ára. Hann var, eins og áður segir, v fœddur sama árið og Michelan- U gelo dó, og líka er vert að minn- :j: ast þess, að áður en dánarár hans var liðið, var Isaac Newton hinn mikli fœddur. Því að á jóladag- X in 1642 fœddist sá maður er fann x það lögmál aflsins, sem hreyfing- |:| ar allra himirítungla eru háðar. X

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.