Fálkinn - 09.10.1959, Síða 13
FALKINN
13
ingar, barnaleikvelli, barnaheimili,
skrúðgarða, bœði opinbera og í ein-
staklingseigu. Yzt á nesinu er ein
öruggasta höfn á suðurlandi, og þar
hjá og nokkru norðar verksmiðju-
byggingar og geymsluhús fyrir út-
gerðina.
Til austurs er svipaða sjón að sjá,
nema þar er ekkert haf. Þar er að-
eins Kópavogur, — svo langt, sem
augað eygir. Lengst í fjarska gnœf-
ir Vífilsfell yfir Sandskeiðið, þar
sem svifflugur leika sér í loftinu.
Einnig þar er Kópavogur.
Við Lögberg renna unglingar sér
c. skíðum niður hlíðar, — og eru
enn í Kópavogi.
★
Þetta eru engir fjarstæðukenndir
draumórar. Þetta er dálítil augna-
bliksmynd af því, sem forráðamenn
Kópavogsbæjar — og vissulega fleiri
■-—- sjá í huganum, þegar þeir líta
10—20 ár fram í tímann, og máske
er heldur ekki svo langt að bíða
þess, að draumurinn rætist.
Finnbogi Rútur Valdemarsson al-
þingismaður og kona hans, Hulda
Jakobsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs-
bæjar, kalla þetta ekki draum. í
þeirra skjölum heitir það áætlun.
Fastákveðin og framkvæmanleg.
Kirkjan er þegar komin af stað
efst á svokölluðu Borgarholti.
Samkomuhúsið er orðið að veru-
leika að nokkru leyti, og byggingu
þess er haldið áfram af fullum
krafti. Líkan af samkomuhúsinu er
á skrifstofu bæjarstjórans. Þar eru
einnig teikningar af framtíðarskipu-
lagi bæjarins.
„Kópavogur er líklega yngsti
bær landsins, frú Hulda?“
„Bæði yngsti og stærsti,“ segir
frúin og brosir við.
„Stærsti?"
„Já. Þótt ótrúlegt megi virðast,
er Kópavogur töluvert stærri að
flatarmáli heldur en Reykjavík.
Lögsagnarumdæmi okkar er í það
minnsta 100 ferkílómetrar.“
„Ótrúlegt.“
„Já. Við eigum landssvæði hér
langt austur. Vífilsfell, Sandskeið
og Lögberg er allt í okkar umdæmi
og mest af því í okkar eigu.“
„Hvernig stendur á þessu, að þið
hafið svona stórt land, og hver er
saga Kópavogs í stuttu máli?“
„Sagan verður allavega stutt,
vegna þess að Kópavogur er svo
ótrúlega ungur bær. Hann fæddist
raunverulega fyrir tæpum 12 árum
síðan, eða nánar tiltekið 1. janúar
1948. Þá varð hann sjálfstætt sveit-
arfélag. Upphafið var það, að fram-
farafélagið hérna í Kópavogi náði
meirihluta í hreppsnefndarkosning-
um í Seltjarnarneshreppi árið 1946.
Á næsta ári var ákveðið að stofna
hér sjálfstætt sveitarfélag, sem gert
var í ársbyrjun 1948 eins og áður
er sagt. Seltjarnarneshreppur var
áður stór og mikill hreppur. Reykja-
vík er hluti af honum, alveg eins
og Kópavogur er nú. Við höfum frá
öndverðu leitazt við eftir fremsta
megni, en af lítilli getu fjárhags-
lega, að gera íbúum Kópavogs eins
hægt um hönd og mögulegt er, að
koma sér upp eigin húsi og hreiðra
um sig eftir beztu getu, og ekki
lagt stein í neins manns götu. Við
höfum haft mikla ánægju af að sjá
alþýðufólk koma hingað suður eftir
með tvær hendur tómar og byggja
sér borgir með viljan einan og reku
að verki. Hér má ganga um byggð-
ina að kvöldi eða um helgar og sjá
húsbónda og húsfreyju í vinnuföt-
um og smíða hús, en börnin þeirra
leggja sínar litlu hendur í sama
leikinn. Þetta' er yfirleitt ungt fólk
fullt af viljaþreki og framtíðar-
draumum. Slíkt fólk er gull í kistu
sérhvers bæjarfélags — og það er
okkar eina gull.
Þess vegna finnst okkur líka erf-
itt að þurfa að neita nokkrum
Framh. á bls. 17.
... og þar sér maður húsbónda og húsfreyju í vinnufötum, og smíða hús . . . Barnaskólar eru tveir, og verið að bæta við báða