Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Síða 16

Fálkinn - 09.10.1959, Síða 16
16 FÁLKINN FYRSTA ÚTIVERAN. — Þessi hreykna birna er nýkomin úr hýð- inu með húnana sína og er að sýna þeim heiminn. Ef nokkur gerir króunum mein þá er henni að mæta, og birnur bykja illar við- skiptis ef komið er of nærri af- kvæmum þeirra. ♦ ALGERNON BONHAM-CARTER enskur ofursti og eigandi 500 ára gamals húss í Petersfield, hefur fengið 10% lœkkun á eignaskattin- um vegna draugagangsins í húsinu. Draugar ganga um öll fjögur svefn- herbergin á hverri nóttu, og skatt- stjórinn hefur fallist á lœkkunina. ♦ Sjúklingur á einu sjúkrahúsinu í London, Albert Steele, 57 ára, vann lýlega 27.000 sterlingspund í get- raunum. Þegar hann var spuröur ivað hann œtlaði að gera við pen- mgana svaraði hann: „Ég er að hugsa um að kaupa mér nýja sokka.“ ♦ ítalski fornfrœðingurinn Luigi Spinelli þykist hafa öruggar heimildir fyrir því, að það hafi verið kven- fólk en ckki karlmenn, sem fann upp buxurnar. Hann hefur verið að róta í rústum austur í Irak og fann þar brot úr œvagömlum leirkerum með myndum á, þar á meðal mynd af báblónsku prinsessunni Samm- umerat, sem síðar giftist Ramann- iraris Assríukonungi, en hann var uppi kring um 800 árum f. Kr. — Á myndinni er Sammumerat liggjandi á bekk og í buxum! Myndin er gerð um ár 700 f. Kr. og er elsta buxna- myndin, sem vitað er um í veröld- inni. ♦ WILLIAM MOON í Sunderland, Englandi, varð að gera grein fyrir því fyrir rétti, hvaða ástœðu hann og kona hans hefðu til að lifa á atvinnuleysisstyrk, því að vitað var að konan hafði fastavinnu. Moon svaraði að hjónin hefðu ekki talað eitt orð saman í heilt ár, og hann hefði ekki hugmynd um að hún hefði nokkra vinnu. ♦ Húsmóðir ein í Wien hefur látið taka erftirfarandi bœn á grammó- fónplötu, og spilar ha.na fyrir mann- inn sinn á hverjum morgni: „Settu ekki kaffíblett á dúkinn! Hálsbindið á þér ?.r skakkt! Leggðu morgun- blaðið frá þér dálitla stund. Hafðu gát á maganum í þér og éttu ekki svona fljótt. Komdu ekki of seint heim í miðdegismatinn. Þú verður að láta mig fá meiri peninga.“ ♦ Issac Getty, 78 ára, vaknaði hin hressasti til lífsins aftur eftir að hafa legið hraðfrystur eins og karfa- flak í átta klukkutíma meðan lœkn- ar voru að krukka í hann. Og þetta var ekkert smávegis krukk, því að lœknarnir tóku stóra flcekju af skemmdum blóðœðum úr Issac og settu blóðœðar úr dauðum manni í hann í staðinn. Þetta var átta tíma verk, og það var Charles Kirby pró- fessor í Pennsylvanía háskóla, sem gerði það. NIGERIU-KVEÐJA. — Þessi svarti stertimaður er ekki að naga á sér neglurnar. Hann er særinga- maður og er að bjóða hertogahjón- in af Gloucester velkomin í byggð- ina sína í Norður-Nigeriu. En það er vandi að sjá hvort hann er held- ur að blístra í fingurna eða senda hertogahjónunum koss. HrcMcjáta JálkaHA LÁRÉTT BKÝRING: 1. Þjóta, 5. Hræðslu, 10. Letra, 12. Sprottna, 14. Flokk, 15. Hall- andi, 17. Karlmannsnafn (ef.), 19. Kaupfélag, 20. Hnífs, 23. Verkur, 24. Samtals, 26. Smágerðara, 27. Sel, 28. Blekkja, 30. Álpast, 31. Karlmannsnafn (þf.), 32. Ríki í Ameríku, 34. Sálgaði, 35. Feitmet- ið, 36. Hættuleg, 38. Líkar, 40. Karlmannsnafn, 42. Hreif, 44. Dýri, 46. Ála, 48. Glas, 49. Svipaða, 51. Óhljóð, 52. Hljóðst., 53. Karlmanns- nafn (ef.), 55. Djásn, 56. Skemdin, 58. Ríkidæmi, 59. Ófyrirleitna, 61. Fiangs, 63. Rengla, 64. Sjaldgæfur, 65. Húð. LÓÐRÉTT SKÝRING: 1. Útgerð, 2. Málmur, 3. Menn, 4. Átt, 6. Samhlj., 7. Guð, 8. Fugl, 9. íþróttamenn, 10. Hróp, 11. Háa, 13. Bæjarnafn (þf.), 14. Fönn, 15. Bás, 16. Húsdýranna, 18. Karl- mannsnafn. 21. Ólíkir, 22. Fanga- mark, 25. Skrámur, 27. Stjarna, 29. Röltið, 31. Hreppur, 33. Morar, 34. Tímabil (þf.), 37. Sonur, 39. Angar, 41. Gleðjast, 43. Utanríkis- ráðherra, 44. Hrönn, 45. Ferðast, 47. Stjóri, 49. Fangamark, 50. For- setning, 53. Keppur, 54. Krafti, 57. Straumur, 60. Haf, 62. Fanga- mark, 63. Samhlj. ^Cauin á Iroii^átu. í ií&aita lla&i LÁRÉTT RÁÐNING: 1. Dröfn, 5. Taska, 10. Hróka, 12. Skafl, 14. Nýáll, 15. Æra, 17. Amman, 19. Amt, 20. Auðugur, 23. Æpa, 24. Bits, 26. Munar, 27. Blik, 28. Braks, 30. Rut, 31. Hrist, 32. Rita, 34. Hrís, 35. Óblítt, 36. Drekka, 38. Rifa, 40. Æsir, 42. Ef- ast, 44. Fró, 46. Snípa, 48. Laut, 49. Keipa, 51. Anar, 52. Ást, 53. Als- laus, 55. Gum, 56. Stinn, 58. Til, 59. Kálfi, 61. Annir, 63. Genua, 64. Ansar, 65. Ögrar. LÚÐRÉTT RÁÐNING : 1. Dráttarbrautina, 2. Ról, 3. Ökla, 4. Fa, 6. As, 7. Skar, 8. Kam, 9. Afmæliskringlur, 10. Hýmir 11. Grunur, 13. Lapis, 14. Nabbi, 15. Æður, 16. Agat, 18. Nakta, 21. Um, 22. AR, 25. Skilist, 27. Bríkina, 29. Stíft, 31. Hress, 33. Ata, 34. Hræ, 37. Selás, 39. Prílir, 41. Garmi, 43. Fasta, 44. Fest, 45. Ópal, 47. Paufa, 49. Kl., 50. Au, 53. Anís, 54. Sker, 57. Ann, 60. Ána, 62. RA, 63. GG.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.