Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 4
4 FALKINN LJÓSdfYNDARIMN — Mtn Há$i í 6. þ.m. giftist Margret Bretapnnsessa og þá gerðist það við bresku hirðina, sem ekki hefur skeð mörg ár, að kóngsdóttir giftist manni af borgarlegri ætt. Að vísu hefur einhver fróður maður fært líkur að því að ,,Jones Boy“, sem Englendingar kalla þenna nýjasta meðlim konungs- fjölskyldunnar, sé kominn af enskum konungi, en þessi ættfaðir hans var uppi fynr mörgum öldum. EF allt það sem skrifað hefur verið um ástamál Margrét Englaprinsessu væri komið saman í eina bók, mundi hún verða á stærð við margar biblíur. Og ástasaga hennar og Peter Townsend mundi fylla meirihlutann af þeirri bók. Aðeins ein ástarsaga frá þessari öld mundi geta keppt við Margrétar- söguna, en það er saga Edwards föðurbróður hennar, nú hertoga af Windsor, og frú Simpson konu hans. Blöðin sögðu, þegar Margrét gaf yfirlýsinguna um að hún væri hætt að hugsa um Peter Townsend, — eftir að erkibiskupinn af Kantara- borg hafði talað um fyrir henni — að hún væri svo beygð og vonsvik- in, að hún væri að hugsa um að fara í klaustur og verða aldrei við karlmenn kennd. En 27. febr. síð- astliðinn var sú fregn birt frá hirð- inni að Margrét væri trúlofuð og mundi giftast í vor. Og þessi fregn vakti nærri því eins mikla athygli og fregnin um að Edward VIII. sagði af sér forðum. Og allir spurðu HVER ER MAÐURINN? Sá útvaldi er ótiginn — ekki svo mikið sem sir. Það gerði fregn- ina enn nýstárlegri. Því að það hef- ur ekki komið fyrir í ensku kon- ungsfjölskyldunni í 457 ár, að kóngsdóttir hafi gifst ótignum manni. En árið 1503 giftist Cecilie dóttir Edwards IV. manni sem hét Thomas Kymbe. Eiginmaður Margréttar heitir Tony Armstrong-Jones og er ljós- myndari, sem hefur náð sambandi við heldra fólk, þ. á. m. konungs- fjölskvlduna. Hann hefur tekið myndir af börnum Eiizabeth drottn- ingar og hún vísaði Margrét systur sinni á hann, til að láta taka mynd af sér. llann varð þrítugur 7. apríl (Margrét verður þrítug í ágúst). Þau hcd'a þekkst síðan hann tók fyrst af henni mynd fyrir tveimur árum. Armstrong Jones er óvenjulegur maður á marga lund. í fyrstu eign- ast Margrét þrjár tengdamæður (þar af tvær tengda-stjúpur) við að giftast honum. Því að faðir hans, Ronald Armstrong-Jones er þrí- giftur (giftist seinast fáeinum dög- um fyrir sextugsafmælið sitt, í febrúar). Móðir Tonys var talin fegursta stúlkan í Bretlandi um 1920. Hún hét þá Anna Messel. Bróðir hennar var tískuteiknari hjá leikhúskóng- inum Cochran og á dansleik sem hann hélt í ,,miðnætursólar-um- hverfi“, birtist Anna sem Jökul- drottningin! Bróðir hennar hafði teiknað á hana búninginn en hún saumaði hann sjláf. Ronald Arm- strong-Jones, sem þá var ungur lög- fræðingur, varð hrifin af Onnu og giftist henni rétt fyrir 1930. Þau eignuðust tvö börn, Tony og Susan. En svo fór hjónabandið í hundana og þau skildu og 1935 giftist Anna Messel í annað sinn, jarlinum af Rosse. Með honum á hún tvo syni, Oxmanton lávarð, sem er 23 ára, og Desmond, 21 árs. Afi Tony var frægur læknir, sir Robert Armstrong-Jones, og Ronald lögfræðir.gur stundaði nám í Oxford og tók þátt í báðum heimsstyrj- öldunum. Ronald lögfræðingur kvæntist aftur 1936 — leikkonunni Carol Combe og þau voru gift þangað til í fyrra. Þá yngdi Ron- ald upp konuna síi^a með því að giftast Jennifer Unite, sem var flug- freyja en ýmislegt fleira til lista lagt, t.d. að sjá um dagskrár fyrir Radio Luxembourg. Þessi stjúpa Tonys er aðeins 4 mánuðum eldri en Margrét. Kunningjar Tony segja hann einstaklega heillandi mann. í fyrra var hann tilnefndur sem „maðurinn, sem kemst langt i heiminum“. Það var eftir að hann hafði tekið fyrstu myndirnar af Margrct. En engan grunaði þá — nema kannske hana sjálfa — að hann mundi komast svona langt, því að aldrei heyrðist ávæningur af að nokkuð væri á milli þeirra. — Frændi Tonys heitir Oliver, og Tony telur sig hafa honum meira að þakka en jafnvel föður sínum. Oliver kenndi honum bæði ljós- myndagerð og tízkuteikningu. Stúlkurnar, sem þekkja Tony bezt, segja, að hann hafi alltaf ver- ið fremur mannafælinn og fálátur. Þær furðuðu sig á að hann skyldi verða kunnur sem tízkuljósmyndari, því að hann hefði verið hræddur við fólk, sérstaklega heldra fólkið. Félagarnir segja, að hann hafi alltaf verið vandur að virðingu sinni og mjög háttvís. Rólegur og þægi- legur og blátt áfram, — eins og hertoginn af Edinburgh, sem nú er orðinn prins. í fyrra var Tony á sjónleikavik- unni í Edinburgh. En þar lá við að hann vekti hneyksli fyrir að fara úr jakkanum meðan hann var að taka myndirnar í samkvæmissölunum. Þjónn einn kom til hans og benti honum á að hann mætti ekki vera snöggklæddur á svona stað, en Tony umlaði eitthvað og hélt áfram að ljósmynda. Sama daginn borðaði hann hádegisverð í gildaskála og fór úr jakkanum á meðan, því að heitt var. Þegar brytinn kom til hans og bað hann um að fara í jakkann, svaraði Tony rólega: — Ég vil láta mér líða vel, þegar ég er að borða. Og ég sé hvergi auglýst hérna inni, að maður megi ekki vera snögg- klæddur. Eftir dálitla stund var fjöldi ungra manna þarna inni kominn úr jakk- anum, en brytinn stóð löðrandi í svita í svarta jakkanum sínum. Tony er illa við að vera kallaður hirðljósmyndari. En það er hann þó. Áður en hann fór að taka myndir reyndi hann að verða léikari, en komst að raun um, að meira gaman væri að taka myndir, og það hefur hann gert síðan. Hann .á heima í Pimlico-hverfinu í London, en það er „obhéme-hverfi“. Hann er til- haldslaus í klæðaburði, en vill nota þröngar buxur. Hann hefur gaman af jazz, eins og Margrét. Og hann vill helzt brasa matinn sinn sjálfur og steikt lifur með lauk er uppá- haldsmaturinn hans. Tony komst fyrst í blöðin, þegar hann var 22 ára. Þá höfðu fimm stúdentar frá Eton ráðizt á hann og fært hann úr buxunum. Þeir báðu fyrirgefningar á þessu á eftir, en ástæðan til árásarinnar var sú, að þeim fannst hann líta milljónamær- ingsdótturina Sarah Chester Beatty full hýru auga. HERTOGINN AF KENT GERÐI HANN FRÆGAN. í október 1956 stofnaði hann ljós- myndastofuna, sem hann rekur enn. í sama mánuði var hann beðinn um að taka mynd af hertoganum af Kent. Þeir voru kunnugir frá Eton og hertoginn sagði: — Ég verð að gefa honum tækifæri til að verða kunnur. Og eftir þetta kom margt fínt fólk til hans til að láta taka mynd af sér. Douglas Fairbanks yngri með sitt fólk, bjórmilljónamæring- urinn Guiness o. fl. Og Elizabeth drottningu leizt svo vel á myndina, sem hann hafði tekið af hertogan- um af Kent, að hún bað hann um að taka myndir af börnunum sínum. Þá kynntist Tony hertoganum af Edinburgh, sem sagði um hann: — Þetta er myndarlegur maður. Ég vildi óska að ég ætti bróður eins og hann!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.