Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 K-K^< Vízk HÉR ER MYND af fallegri vor- og sumar-dragt. Hún fer sérstak- lega vel velvöxnum, ungum stúlk- um, íþróttastúlkum kvikum í hreyfingum. Síður jakki virðist nú aftur orðinn eftirsóttur, en krag- inn heldur áfram að vera breið- ur. (Frá Gehringer & Glupp). avi 'tr Xr * * >f * * Xr ÞESSI KLÆÐNAÐUR er frá Sviss, kjóll með víðu hálsmáli, sem hulið er að mestu með smekkleg- um jakka. Sniðið er þannig, að konurnar virðast grennri en ella. Kjóllinn er úr hvítu, þunnu ullar- efni. -k-jc-k-k-k-k-^-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k eftir nokkrar sekúndur. —Ég var að tala um rit- arann minn. Hún átti eiginlega að fara með mér. Hún hefur verið hjá mér í nokkur ár, en 1 morg- un kemur hún og segir mér, að hún geti ekki far- ið, af því að hún ætli að fara að giftast. Ég stakk upp á þvá við hana að hún kæmi samt og hjálpaði mér meðan ég er að koma mér fyrir, en unnust- inn hennar tók það ekki í mál. Mér finnst það fullmikil síngirni. Kata brosti: — .^Stli flestir ástfangnir menn séu ekki síngjarnir? Hann brosti á móti: — Ja, yður finnst kannske það vera ég, sem sé síngjarnastur og unni henni ekki að njóta gæfunnar. Það geri ég af heilum huga, en það er bara þetta, að hún hefur komið mér í vanda. Ég verð að ná í nýjan ritara og setja hann inn í vinnubrögðin. Allt í einu fór kippur um Kötu. Það var eng- in áætlun, sem skaut upp í huga hennar heldur þokukennd hugmynd. — Verður ritari yðar að hafa vásindalega menntun og þekkja starfið yðar? spurði hún með eítirvæntingu. — Nei, það er ekki nauðsynlegt. Það er nóg, ef hún er sæmilega greind. — Hvaða stöð er það, sem þér ætlið að setjast að í? spurði hún. — Eða er kannske ekki leyfi- legt að spygja um það? — Það er sjálfsagt hættulaust að segja yður það. Staðurinn heitir Balgoola og er í norðan- verðri Suður-Ástralíu. — Þá veit ég hvar hann er, muldraði hún. Hún hugstaði og hugsaði. Balgoola — það var staðurinn, sem Frank hafði verið í — og þar var Adrian. Ef hún gæti komizt þangað sjálf, mundi hún kannske geta grafið eitthvað upp í sambandi við hvarf Franks — eitthvað, sem hefði farið framhjá yfirvöldunum. Hún fann sjálf, að hún var uppvæg og andstutt er hún sagði: — Ég kann hraðritun og skrifa á vél, hr. Willi- ams — eða kannske á ég að segja doktor Willi- ams? — Jú, að vísu hef ég tekið doktorspróf fyrir löngu. Og þér sögðust kunna hraðritun og vél- ritun? — Já, ég var ritari áður en ég byrjaði í bóka- safninu. — Og nú viljið þér breyta til — þér eruð kannske orðin leið á bókasafninu? — Nei, ekki leið, en .. . jú, ég vil gjarnan til- breytingu. — Þetta er freistandi uppástunga, ungfrú O’- Connor. Hún mundi spara mér alla snúninga við vinnumiðlunarstofuna, en í þessu sambandi er margt sem athuga þarf, svo að bezt er að hugsa málið. Hann er varkár, hugsaði hún með sér. Kannske ég hafi verið of veiðibráð? — En þér gætuð þá hugsað yður að ráða mig? spurði hún. Hann brosti: — Vitanlega. Ég kem til London á föstudaginn, til að tala við þá, sem sækja um stöðuna. Ég hef ofurlitla íbúð með skrifstofu við Russel Square. Ef þér tiltakið einhvern tíma þá skal ég vera við þegar þér komið. — Kannske milli klukkan þrettán og fjórtán? — Það er ágætt. Hann tæmdi tebollann, setti hann frá sér og sagði: — En hvern svo sem ég ræð, verður ör- yggisþjónustan að samþykkja hann. Og nú verð ég því miður að fara, ef ég á að ná í lestina. Við sjáumst þá aftur á föstudaginn. Þegar Kata heimsótti sir Alexander Henry daginn eftir, varð hún hissa á því, að hún fékk áheyrn svo að segja strax. — Það var skrítið, að þér skylduð koma ein- mitt í dag, sagði hann og rétti henni höndina. — Ég ætlaði að fara að skrifa yður línu. En því miður var það ekki viðvíkjandi bróður yðar. En nú langar mig fyrst til að heyra hvers vegna þér komið til mín 6 dag? Kata sagði honum hvernig hún hefði rekist á Bernard Wiliams, — að hann þyrfti ritara og hún hefði sótt um stöðuna. — Þér skiljið, sagði hún að endingu, — að ég held fastlega að ég gæti komizt að einhvex-ju við- víl^jandi bróður mínum, ef ég kæmist til Bal- goola. Við Frank — vorum mjög samrýnd. Og auk þess .... hún staldraði við, . . . þekki ég Adrian Sullivan líka. Ef ég fæ að tala við hann man hann kannske eitthvað, sem getur vísað okkur á spor í málinu. — Ég held að við getum treyst því að Sullivan hafi sagt okkur allt sem hann veit, sagði sir Alexander, en leit fast á hana áður en hann hélt áfram: — Það kemur varla til mála, að þér grunið Sullivan á einn eða annan hátt? — Nei, vitanlega ekki, flýtti hún sér að segja — kannske full mikið. En hann lét sem hann tæki ekki eftir því en hélt áfram: — Mér finnst það ágæt hugmynd að þér fengjuð þessa ritara- stöðu hjá dr. Williams. Það samrýmist mjög vel áfoi'mum minum, yður viðvíkjandi. Sem ritari hans hafið þér fullgilda ástæðu til að fara, og enginn þarf að vita, að þér ferðist á okkar kostn- að. — Viljið þér að ég fari til Ástralíu á kostnað öryggisþjónustunnar? Það var foi’vitni í röddinni. — Ég hef rætt málið við yfirmann minn, sagði hann, — og okkur kom báðum saman um að það væri rétt að þér fæi’uð til Balgoola. Ef til vill hefst ekkert upp úr því. En hins vegar eru möguleikar á að þér komist að einhvei’ju, sem hefur farið framhjá okkar mönnum, eða sem hefur vei’ið haldið leyndu fyrir okkur að yfir- lögðu ráði. Viljið þér taka þetta að yður? — Já, vitanlega, sir Alexander! En ég er ekki viss um að dr. Williams ráði mig, bætti hún við. — Við skulum ekki hafa áhyggjur af þeirri hlið málsins, sagði sir Alexander og brosti. Kata fór heim til dr. Williams á Russel Square á tilsettum tíma á föstudag. — Hér er nú ekki heimilislegt, sagði hann, er hann tók á móti henni. En þetta er piparsveins- íbúð, og auk þess er ég hérna mjög sjaldan. En þetta er góður staður, sagði hún til að segja eitthvað. — En hér vantar kvenhendurnar til að koma lagi á, sagði hann hálf stirðbusalega. Henni ‘fannst hann vera einkennilega þurr á manninn, jafnvel önugur. — Sumir karlmenn eru smekkvísari í híbýla- skipun en margt kvenfólk, sagði hún. — Þér eigið við fornmenjasafnarana? — Nei, ég á við hann bi’óður minn. Hann er svo smekkvís á híbýlahögun. Ég hefði haft gam- an af að sýna yður heimilið okkar í Sui’rey. Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2— 6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.