Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 svaraði hún. — Eiginlega hefur mér aldrei fundist nafnið Harry sérlega fallegt! Og svo kinkaði hún glað- lega kolli til hans og fór fram í varðstofuna, en hann hélt áfram inn í sjúkrastofuna. Hann brosti ennþá og útlitið lýsti nákvæmlega því sem hann var: bráð-ástganginn ungur maður. — Lítið þið á hann! sagði Ging- er. — Hann er tapaður! Jæja, hún er vel þess virði að hann verði svona í andlitinu. Ljómandi stelpa! Bill breikkaði brosið enn. — Já, það er alveg áreiðanlegt! tautaði hann. En enginn nema hann vissi að hann var ekki að hugsa um stúlk- una sem þeir héldu ■„ að væri draumastúlkan hans. ★ Flengríöandi draugur Kínversku knaparnir og gegn- ingamennirnir við kappreiðabraut- ina í Lukkudal við Hongkong hafa síðustu mánuði orðið fyrir allskon- ar óþægindum af ríðandi draug. Þeir halda því fram að þetta sé franski knapinn Marcel Samarcq, sem gengur svona ljóslogandi aftur. Hann datt af baki og hálsbrotnaði á skeiðvellinum 2. janúar. — En það er meiri slæðingur á vellinum en af Marcel einum. Árið 1918 brunnu nær 2000 Kínverjar eða tróðust undir til bana, er áhorfandapall- arnir við skeiðvöllinn brunnu. — Knaparnir halda því fram, að meiri- hlutinn af þessu fólki hafi gengið aftur og geri þeim ýmiskonar óleik. Knöpunum þykir leitt að búa við þessa reimleika, ekki síður en sjó- mönnunum, sem Stokkseyrardraug- urinn ásótti forðum, og hafa nú leitað til Búdda-munka og presta og beðið þá um að særa burt allan draugafansinn. Brugðist munkar og prestar vel við, reistu altari við BEÐIÐ EFTIR HJÁLP. — Hér sést ein af þeim mörgu fjölskyldum, sem heimilislausar urðu í jarðskjálftunum hörmulegu í borginni Agadir í N.-Afríku á dögunum. Hér hefur auð- sjáanlega ekki verið um annað að ræða en sitja og bíða þess að einhver aðstoð bærist. ■-V' 9 íí í; í; ;; í; 44 ;; ;; ;; 44 « ;; o o ;; « 4444444444444 tfr tííri Oeröld ,,"]\/i"arquis de Cuevas“ er heims- ItJ- frægt nafn. En réttu nafni hét maðurinn George de Piedra Blanda de Guana de Bustilley Teheran. Hann fœddist í þennan heim í Chile fyrir sjötíu árum. Faðir hans, ríkur aðalsmaður spánskur, var bankastjóri þar. Marquis de Cueva hefur ausið Greifinn — ógrynnum fjár í danslistina, Hann er svo óhagsýnn og viðutan, að ekki þarf annað en hann kaupi dagblað eða sendi símskeyti til þess að hann lendi í ótrúlegustu ævintýrum og öngþveiti. En hann er mikill tilfinningamaður og kyssir alla, sem honum lízt vel á, hvort heldur karla eða konur. Enda er hann kallaður „kyssandi greifinn“ í Englandi. Hann kvartar mikið undan því að hann sé orðinn gamall, og það þarf ekki nema smávegis kvef til þess að hann haldi, að nú eigi hann að fara að deyja: Fyrir nokkru hafði hann boðið tólf vin- um sínum í miðdegisverð. Þegar gestirnir komu, tóku tveir hágrát- andi þjónar á móti þeim og fóru með þá inn í svefnherbergið. Þar lá greifinn undir tjaldhimni í rúminu sína. Bjarma lagði á fölt andlit hans, frá blaktandi Ijósum í fjórum kertastjökum úr gulli. „Dauðinn er kominn, —- ég mœtti j? honum, í svörtum lafafrakka, og hann sagði: Góðan daginn, greifi-“ sagði de Cueva. •— „Og hvað svo meira?“ spurðu gestirn- ir. — „Ég sagði: Komdu sœll, vinur minn! Og þá varð hann hrœddur og tók til fótanna Greifinn er orðinn hrumur og að heita má kominn í kör. En þeg- ar ballett-flokkur hans heldur sýningar og vekur fögnuð, halda honum engin bönd. Þegar frum- sýning var haldin í Deauville í Frakklandi fyrir nokkru, skaut honum þar upp, og allir urðu hissa, því að ekki var annað vitað en að greifinn lœgi þungt hald- inn í London. Hann hafði strokið úr sjúkrahúsinu. Einu sinni kom hann á frumsýningu, allur reifað- ur og plástraður eftir að hann lenti í bílslysi. — Ef honum þyk- soooooooooooooooooooooooooo; „Hvaða gagn œtli þið hafið af þessari litlu fló í herbúðunum?“ kveinaði hann. Ballett-ástríðan náði váldi á greifanum fyrir 25 árum. En nú er ballett-flokkur hans heims- frœgur, og þó reynast tekjurnar aldrei nógu miklar til að standa undir kostnaðinum. Hann giftist barnabarni Rockefellers gamla og þess vegna héldu flestir, að hann vœri mikill auðmaður. En Rocke- feller hafði gleymt þessu af- kvæmi sínu, þegar hann gerði erfðaskrána, og hún fékk ekki ««ma vasapeninga í sárábœtur. En þó að svona fœri um olíu- kóngsauðinn, gat de Cueva ekki neitað sér um lúxus og veizlu- höld. Enn er vitnað til veizlu sem hann hélt í Biarritz fyrir nokkr- um árum. Þar drukku 2 konung- ar, 66 prinsar og 32 hertogar á- samt fleiri gestum, 2000 flöskur og ballettinn hans ir eitthvað að dansinum, eys hann skömmunum yfir viðkomandi dansara En hins vegar gerir hann allt hugsanlegt fyrir þá. Ef þröngt er í búi hjá ballettflokknum — og það kemur stundum fyrir — hikar hann ekki við að selja eitt- hvað af málverkunum, sem hann hefur erft — Rembrandt eða van Byck — eða húsmign í París eða New York, til að hlaupa undir bagga. í marga daga var hann að nauða á hermálaráðuneytinu í París, til að fá sólódansara sinn, Golovin leystan úr herþjónustu. af kampavíni og átu 50 kíló af styrjuhrognum. De Cueva stjórn- aði þarna ballettsýningu sjálfur, íklœddur gerfi Lúðvíks fjórtánda. En þessi fjáraustur vakti hneykli og páfinn sjálfur setti ofan i við de Cueva. En hjartað er gott, og hann þorir að láta eftir sér það, sem hann hefur gaman af, segja vinir hans. — Dálœti lians á dansinum er engin uppgerð, heldur ástríða. Hann fœddist bara tvö hundruð árum of SQÍnt, og ekki getur hann að því gert, mann-greyið. brautina og sungu bænir og brendu reykelsi í þrjá daga. Það fylgir sög- unni að þetta hafi hrinið á kin- versku draugunum, en Marcel hinn franski sé enn jafn baldinn og áður, og muni það stafa af því að hann skilur ekki kínversku. Þegar inflúenzan gcisaði í Evrópu fyrir nokkru, tók fyrirtæki eitt í Vínarborg upp á því að setja upp skilti, þar sem fólki, sem væri með pestina, er bannaður aðgangur. Til- kynningin er undirrituð: „Hinir heilbrigðu“. ★ Siggi og Kobbi eru að veiða Þara- þyrsling og allt í einu kemur þung- ur dráttur á öngulinn hjá Sigga. Þetta reyndist að vera stærðar lax. Þeir horfa agndofa á fiskinn og loks segir Siggi: — Heyrðu Kobbi, ég held, að við verðum að sleppa honum. Þetta er of dýr matur handa okkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.