Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 14
14 FALKINN „Hún er stúlkan mín“ llcislar iniiinÍK- lisítai’iiiiiar — Frh. af bls. 10. broddi. Vafalaust má nefna þar fyrst Alexander Aljechin, heimsmeistara frá 1927 til 1936 og 1937 til 1946. Hann vann það afrek að leika 32 skákir samtímis við fyrsta flokks skákmenn og — blindandi þar að auki. Aljechin var mjög harður bar- dagamaður og sigurviljugur. Stöðug og mikil áreynsla varð heilsu hans ofviða og hann dó sem farinn og veikur maður. Eftirmaður hans varð Michael Botwinnik og hafa stjórnar- völdin í Sowétríkjunum stranglega bannað honum að leika blindskák. Eru þessi heila-ofurmenni öfunds- verðir af hæfileikum sínum, í hverju sem þeir svo annars eru fólgnir? Og á hverju byggjast sérstöku hæfi- leikar? Við seinni spurningunni er mögu- legt að gefa svar, sem margan kann að undra: hver venjulegur maður hefur til að bera það, sem þarf til að verða slíkt heila-fyrirbrigði. Það er löngu fræðilega sannað, að hið undursamlega líffæri heilinn er þannig gerður, að hann getur að minnsta kosti numið og munað þrjá miiljarða minniseininga. í þetta feikna „geymsluhús“ berast stöðugt minnis- og skynjanaatriði gegnum taugaþræði, sem eru mörg þúsund kílómetrar á lengd samanlagt, alls staðar að frá umhverfinu og líkam- anum sjálfum, svo lengi sem mað- urinn lifir. Og alltaf eru menn opn- ir fyrir nýrri reynslu og nýjum lær- dómum. Við getum því slegið því föstu, að við séum öll „heila-milljarðamær- ingar“, ef kalla má það því nafni. En auðvitað er það sem kallað er gáfur og hæfileikar mismunandi og einn hæfileikinn er sá, að 'geta kaf- að niður í hið feiknalega djúp minn- inganna til að finna á ný löngu falda fjársjóði og færa þá upp á yfirborð vitundarinnar heila og ó- brenglaða. En margir hafa efast um, hvort eftirsóknarvert er og gleði- legt að vera gæddur þessum hæfi- leika í jafn ríkum mæli eins og sumir þeir, er sagt hefur verið frá að framan. Um það verða alltaf skiptar skoðanir eins og vænta má. Óslökkvandi „minnisástríða11 hlýtur smám saman að verða að þeirri byrði, sem erfiðara verður að bera eftir því sem aldurinn færist yfir. Og enginn skyldi vanmeta þann hæfileika, sem manninum er einnig gefinn: að kunna að gleyma. ★ FRAMH. AF 9. SÍÐLI á spítala! Hér er ég með vindlinga og ávexti. Hvernig líður þér ann- ars? Þetta getur ekki verið jafn hættulegt og við héldum? Hann sagði henni hvað læknir- inn hafði sagt. Hún hlustaði á hann, en var í sífelldu að horfa kringum sig. Var það hann, sem hafði fund- ist augun í henni vera svo falleg? Voru þau ekki köld og hörð? Og allt í einu sá hann fyrir sér önnur augu — stór og blá — og angurvær.... Þegar heimsöknartíminn var á enda fylgdi hann Joyce út að lyft- unni og kom svo inn í stofuna aft- ur. í sömu svifum kom systir Soa- mes inn. Henni var erfitt um málið: — Jæja, ályktanirnar mínar voru þá rangar. . . . Og af hreimnum í röddinni mátti ráða að hún vildi bæta við: — Eg hljóp rækilega á mig! Nú var hettan hennar óskökk á höfðinu og nefið var ný-mélað, en augun voru grunsamlega stór og gljáandi. Hann brosti — og það var léttir í því brosi. Hann hafði verið að velta fyrir sér hvernig hann ætti að ráða fram úr þessu máli, én nú fannst honum það allt í einu ofur einfalt. Þau þurftu ekki mörg orð til þess að skilja hvort annað, en samt var hann kvíðandi þegar hann byrjaði. Mundi hún skilja hann? — Nei, að vissu leyti höfðuð þér rétt fyrir yður, svaraði hann. — Ég á við þegar þér sögðuð að Joyce væri ekki til nema í huga mínum. Hún var draumurinn minn þegar ég var sendur hingað í sjúkrahúsið, en nú er draumurinn búinn og ég er glaðvaknaður. En allt í einu tók hann eftir breytingu á augunum í henni. Þau ljómuðu. Rödd hennar var hikandi er hún spurði: — Hvað eigið þér eiginlega við. . . . ? Hann brosti til hennar.... til Peggy Soames, sem hafði gert hann öruggari um sjálfan sig en hann hafði nokkurntíma verið um æfina. — Hvernig líst þér á að breyta nafninu Harry í Bill? spurði hann lágt. Þegar hún brosti var líkast og sólin skini á þau bæði.... heitari og skærari sól en þau höfðu nokk- urntíma séð. Eg gæti vel hugsað mér það, SL uð, 51. Tína, 52. Fullkomlega, 55. Á litinn, 56. Greinir, 58. Sannanir, 59. Haf, 62. Forsetning, 64. Fangamark. Lárétt: 1. Óveður, 5. Sykur, 10. Larfur, 11. Fugl, 13. Samhlj., 14. Tími, 16. Gerjun, 17. Samtenging, 19. Dráp, 21. Upphrópun, 22. Verkfæri, 23. Fugls, 26. Stafn, 27. Hagur, 28. Vígi, 30. Karlm.nafn (ef.), 31. Slark, 32. Skessa, 33. Fangamark, 34. Tveir eins, 36, Sáluhólpin, 38. Einskis virði, 41. Mánuður, 43. Farangurinn, 45. Orsök, 47. Matreiða, 48. Þjóð- flokkur, 49. Trítla, 50. Fiskur, 53. Mýri, 54. Fangamark, 55. Karlm.- nafn, 57. Ófús, 60. Samhlj., 61. Við- höfn, 63. Gjöful, 65. Hávaða, 66. Vein. cJiaiiin á Lroiiqátu. í iíÁaita IU Lárétt: 1. Keski, 5. Særok, 10. Silki, 12. Jakob, 14. Gerla, 15. Sit, 17. Malla, 19. Eir, 20. Kankast, 23. Fer, 24. Iðja, 26. Sanka, 27. Þrif, 28. Gauks, 30. PAS, 31. Breka, 32. Hula, 34. Frey, 35. Hörund, 36. Flækja, 38. Fima, 40. Oliu, 42. Loðna, 44, Krá, 46. Ansar, 48. Æfin, 49, Veila, 51 Strá, 52. Tin, 53. Forðast, 55. Aga, 56. Angra, 58. Ais, 59. Víðir, 61. Njáll, 63. Ræmur, 64. Assan, 65. Márar. Lóðrétt: 1. Upphrópun, 2. Beljaka, 3. Sam- tenging, 4. Drykkur, 6. Stafur, 7. Farga, 8. Dimmviðri, 9. Einkennisst., 10. Nóra, 12. Óhljóð, 13. Kvenheiti, 15. Rusl, 16. Karlm.nafn, 18. Hrogn- in, 20. Karlm.nafn 21. Vesalmenni, 23. Bágindi, 24. Fangamark, 25. Kænir, 28. Valdir, 29. Beitan, 35. Skelkuð, 36. Opera, 37. Þreyttir, 38. Lygi, 39. Fjúk, 40. Ásigkomulag, 42. Land í Afríku, 44. Samhlj., 46. Ólof- Lóðrétt: 1. Kirkjuhöfðingja, 2. Ell, 3. Skak, 4. KI, 6. Æj, 7. Ramt, 8. Oka, 9. Kolfreyjustaður, 10. Seiða, 11. Vikn- ar, 13. Bleik, 14. Geigs, 15. Snap, 16. Taks, 18. Arfar, 21. As, 22. SA, 25. Akurinn, 27. Þrekins, 29. Sluma, 31. Bræla, 33. Ana, 34. Fló, 37. Glæta, 39. Friðil, 41. Gráar, 43. Of- inn, 44. Kera, 45. Álas, 47. Argir, 49. VO, 50. As, 53. Fals, 54. Tvær, 57. Rás, 60. íma, 62. La, 63. Rá. é

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.