Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 8
8 FALKINN ★ Heimsóknartími í sjúkrahúsinu í karlmannafjölbýlisstofunni skein sólin og allir voru að vona. Bráðum mundi heyrast fótatak úti í ganginum.... — Bíddu hægur þangað til þú hefur séð unnustuna mína, — það er nú stúlka, sem segir sex! sagði Bill Arden við Ginger, sem lá í næsta rúmi. — Maður skyldi nú halda það, — svo mikið hefurðu gumað af henni, tautaði Ginger. Bill fékk allt í einu samviskubit. Hafði hann ýkt, þegar hann var að syngja stofufélögunum lofsönginn um Joyce? Þeir voru glaðværir, sjúkling- arnir þarna í stofunni, — mest- megnis ungir piltar eins og hann sjálfur. í fyrstunni hafði hann verið hrelldur yfir að þeir vildu endilega vera að sýna myndirnar af unn- ustunum sínum. Því að sjálfur átti hann enga mynd af Joyce, þau höfðu ekki þekkst nema eina viku. En hann hafði bætt þetta upp með því að guma svo mikið af Joyce sinni, að Alec — kvennagullið í stofunni — varð orðlaus. Hjúkrunarnemandinn, hún Soa- mes, hafði haft gaman af hve vand- ræðalegur hann var þegar hann var að tala um ástamálin við Alec og þá félaga. — Verið þér ekki að setja þetta fyrir yður, hafði hún sagt við hann áður en honum tókst að temja sér gort-tóninn, sem hann átti svo erfitt með í fyrstu. — Þeir teala alltaf svona hérna í stofunni— þetta eru mestmegnis ungir menn eins og núna. Eiginlega eru þeir ekki veikir. Þeir eru spriklandi af fjöri, þó að þeir hafi kannske bein- brotnað eða eitthvað þess háttar og verði þess vegna að hafa sig hæga í rúminu. Það er ekkert að þehn að öðru leyti. Og þess vegna þreyt- ast þeir aldrei á að tala um steip- ur.... stelpur og knattspyrnu. Peggy Soames hjúkrunarnemi var nítján ára, greindarleg þó hún væri höfuðsmá, og hjartað var skírasta gull. Hún var uppáhald allra þarna í stofunni. Jæja, hugsaði Bill með sér. Hún Joyce vinkona hans mundi ekki gleyma honum. Hann var hand- viss um, að allir piltarnir í stofunni mundu glenna upp augun þegar þeir sæju hana. Og Ginger líka. En einmitt þessa stundina var Ginger hugsandi, og beið eftir heimsókn vinstúlku sinnar. — Þarna kemur hún! sagði Ginger hróðugur. Nancy var fyrsti gesturinn, sem kom inn i stofuna. Bill andvarpaði. Ekki af öfund heldur af því að honum létti. Hann gat ekki séð að hann hefði tekið munninn of fullan þegar. Hann var að lofsyngja Joyce,... ef Nancy var ekki nema þetta. Hvar var hún, þessi glóhærða draumadís, sem Ginger hafði lýst með svo miklum fjálgleik og hrifningu? Að vísu var hún ljóshærð, en maður varð að líta á hana tvisvar til þess að vera viss um það. Annars var þetta nú í rauninni allra myndarlegasta stúlka. Bill beið og beið. Hrukkurnar í enninu urðu dýpri eftir því sem hver mínútan leið af hinum dýrmæta heimsóknartíma. — Flýttu þér nú, Joyce! hugsaði hann með sér og taldi mínúturnar. Annars verður svo mikill kjafta- gangur hérna inni, að enginn gef- ur sér tíma til að taka eftir þér, ef þú þá kemur. ------Hálftíma síðar var hann farinn að lesa í bók. Hann lét sem hann hefði mikið gaman af sög- unni, en það var skráð skýrum segir að hún ætli að koma og heim- ssekja þig. Ég ætla að koma líka. En hvorugt þeirra hafði komið. Þetta var síðdegis á laugardegi og fallegasta veður. Of fallegt Veð- ur til að eyða því í veslings ræfil, sem rétt svó hafði sloppið við að steindrepast í slysinu. Nú fannst Bill Arden hann allt í einu vera orðinn veikur, ekki vegna meiðslanna heldur af þvi, sem fé- lagarnir í stofunni mundu segja. Þeir mundu áreiðanlega gera athugasemdir við þetta — hvers vegna hún hefði ekki komið, stúlk- an, sem hann hafði gumað svo mikið af. Gestirnir tíndust út. Ginger leit á hann. — Hún hefur forfallast... . sagði hann vingjarnlega. En úr aug- um hans var hægt að lesa: „Þetta var þá bara gort.“ — Þér fáið áreiðanlega bréf á morgun, sagði Nancy um leið og hún fór út. Honum hafði ekki dottið það í hug. Vitanlega hafði eitthvað for- fallað Joyce — eitthvað hafði kom- ið fyrir á síðustu stundu. Hann „Hún er stúlkan mín“ Hún virtist undarlega beygð.... og einmana.... Peggy Soames hjúkrunarnemi var iiítjan ára — greindarleg og lijaríad var skírasla gull. — llún var uppáhald allra á sji'ikrastofunui. stöfum á ennin á honum, að hon- um fannst hann vera einmana og gleymdur. Hann varð þess var að Nancy hans Gingers hafði litið til hans með meðaumkvunarsvip. — Hún lofaði mér þessu! hugsaði Bill með sér og var reiður. — Hún hefur svikið mig! Því að nú var hann orðinn úrkula vonar um að Joyce kæmi, og var sjúkur af von- brigðunum. Joyce var afgreiðslustúlka á kaffihúsi beint á móti húsinu, sem hann hafði verið að byggja þegar hann slasaðist. Hann hafði hrapað ofan úr háum stiga og var sendur í sjúkrahúsið til þess að láta athuga á sér brotalamirnar. í vikunni áður höfðu Joyce og hann verið einu sinni í bíó og tví- vegis á dansstað. Hann gat ekki fundið betur en að henni litist vel á hann, og honum hafði litist meira en vel á hana. Hún var dökkhærð, eldfjörug og lagleg. Þegar sjúkrabíllinn kom til að hi'rða hann og koma honum undir læknis hendur, hafði hann séð Joyce meðal fólksins, sem hafði safnast saman kringum hann. Ron, starfsbróðir hans, hafði beygt sig niður að sjúkrabörunum og sagt: — Vertu hughraustur. Hún Joyce mundi áreiðanlega fá bréf frá henni á morgun. En ekkert bréf kom. Soames hjúkrunarsystir vissi það. Og Ginger vissi það líka — og allir hinir í stofunni. Og vitanlega stóð ekki á athugasemdunum í sam- bandi við þetta. — Hún hefur náð sér í einhvern annan, hugsa ég, ef hún er jafn fönguleg og þú segir hana vera. — Þér skuluð ekki taka mark á því sem þeir eru að segja, sagði Soames hjúkrunarsystir og setti blómaglas á borðið við rúmið hans. Hún kemur áreiðanlega á morg- un... . Hann óskaði innilega að hún hefði ekki farið að gefa honufn þessi blóm. Þau voru áreiðanlega komin frá einhverjum, sem hafði fengið of mikið af blómum. Hann var að velta því fyrir sér hvernig hann ætti að þreyja þennan dag af. Hann átti enga foreldra, enga ættingja.... og enga stúlku. Hann var sá eini í sjúkrahúsinu, sem ekki hafði fengið neina heim- sókn. Þetta er ekki mjög alvarlegt, þeg- ar á allt er litið, sagði læknirinn eftir að hann hafði skoðað röntgen- myndina. — Ofurlítinn brákun, það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.