Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Tony hafði ekki hugmynd um að hertoganum hafði litizt svona vel á hann. Og sagt er, að það hafi verið hertoginn, sem benti drottningunni á, að hún skyldi ráðleggja Margaret að láta hann taka mynd af sér. — Armstrong getur látið ljósmynda- vélina tala, sagði hertoginn. Það var 1958, sem Tony var beð- inn um að taka afmælismynd, sem síðan varð fræg, af Margaret prins- essu. Og það er fullyrt, að drottning- in hafi komið þessu í kring af yfir- lögðu ráði. Drottningin og hertog- inn vildu ná í ungan mann, sem gæti vakið athygli prinsessunnar, sem var raunamædd eftir allt tilstandið út af Peter Townsend. Armstrong var efnilegur ungur maður, en Margaret sú þriðja í röðinni, sem ríkiserfingi. Nú eru drottningar- börnin orðin þrjú, svo að ósenni- legt er að Margaret erfi nokkurn tima brezku krúnuna. Tony var um þær mundir mikið með kínverskri stúlku, sem heitir Jackie Chan. Þau voru saman í ferðalagi í Sviss í marz í fyrra og það var altalað, að þau ætluðu að giftast. En sú fyrirætlun gufaði upp, — hafi hún nokkurn tíma ver-- ið til. Tveimur mánuðum síðar var Tony með Margaret í samkvæmi, og marg- ir tóku eftir að hún var sérlega kát. En engum datt í hug, að Arm- strong ljósmyndari ætti nokkurn þátt í því. Eftir það kvöld var hún oft með Tony. En þau fóru með það eins og mannsmorð, til þess að blöðin færu ekki að orða þau saman. Og þetta tókst svo vel, að þegar þau opin- beruðu trúlofun sína sex mánuðum seinna, kom fregnin flatt upp á alla, nema nánustu vildarvini. Brúðkaupið hefur nú verið hald- ið, með konunglegri viðhöfn. Kon- ungum Norðurlanda var boðið, en hvorki Ólafur Noregskonungur né Gustaf Adolf Svíakonungur gátu komið, því að báðir höfðu bundið sig við annað áður en boðið kom. Einhver ensk blöð notuðu sér afboð Noregskonungs til að gefa það í skyn, að hann væri móðgaður við ensku hirðina út af því, að Harald- ur sonur hans fengi ekki að eiga Alexöndru prinsessu af Kent! En Svíakonungur hafði löglega afsök- un: Sjahinn af Parsíu var í opin- berri heimsókn í Stockhólmi um sama leyti sem brúðkaupið fór fram. Tony var vitanlega sæmd'ur göf- ugum titli um leið og hann varð meðlimur fjölskyldunnar. Hann hef- ur verið gestur í Buckingham Palace síðan hann trúlofaðist, og mun nú verða orðinn útfarinn í öllum hirð- siðum, Hvort hann hættir að taka myndir er óvíst enn. Hann þarf ekki að stunda þá atvinnu til þess að hafa ofan í sig' að éta, því að Marg- aret, sem hingað til hefur haft 6.000 sterlingspund í lífeyri á ári, fær eft- irleiðis 15.000 pund. Einar á Dvergasteini er að koma ofan úr heiði og mætir kaupstaðar- manni, sem spyr, hvort hann hafi ekki séð rjúpu á leiðinni. — Ónei, drengur minn. Hefur þú týnt rjúpu, eða hvað? Davíi og GoSíat Hún er ekki ginkeypt fyrir pen- ingaflóðinu hreppsnefndin í Árby við Kallundborg í Danmörku. Svo er mál með vexti að ameríski olíu- kóngurinn Paul Getty, sem er marg- faldur dollaramilljónamæringur og á meirihlutann af olíufélaginu „Tidewater Oil“, hefur keypt lóðir í Árby og næstu sveit fyrir 5 millj. danskar krónur og ætlar að setja þar upp olíuhreinsunarstöð, birgða- stöð og byggja olíuhöfn. En hrepps- nefndin í Árby hefur samþykkt að banna olíustöðina innan sveitarinn- ar, af heilbrigðisástæðum. — Nú hefur „Tidewater Oil“ snúið sér til heilbrigðismálastjórnarinnar í Kal- lundborg og héraðslæknisins þar, og síðan verður málið látið ganga til innanríkisráðuneytisins. — Stöð- in á að kosta með öllu og öllu 225 milljón d-krónur, og mundi sumuin þykja viðurhlutamikið að hafna þeim gjaldeyri. Nú er eftir að vita hvor betur hefur, Davíð eða Golíat — hreppsnefndin í Árby eða Paul Getty með allar dollaramilljónirnar sínar. 'ÁT Óhugnanleg heimsókn Stórt og glorhungrað sirkusljón strauk nýlega úr búrinu sínu í Ragusa á Sikiley. Fólkið á götunni ætlaði að tryllast þegar ljónið kom æðandi, en sirkusmennirnir sem eltu konung dýranna urðu að hætta eftirförinni um sinn, er Ijónið hvarf inn í þrönga hliðargötu. Þar sá það opnar dyr og hljóp inn. í húsinu var gömul kona með tveggja ára barn og alli í einu var ljónið komið inn í stofuna.En kofian og barnið æðrust ekki en horfðu á ljónið þar sem það rásaði og hnusaði þangað til það fann búrdyrnar og náði í eitthvað til að gæða sér á. — Klukkutíma síðar komu sirkuá>- mennirnir vaðandi með barefli og net til að vinna ljónið. Það lá þá steinsofandi á gólfdúknum í stof- unni, en gamla konan og barnið sátu á stól og horfðu á gestinn. ★ Dawn Fraser, hin 22 ára ástr- alska sundstjarna, sem á að verða „tromp“ Ástralíu á Ólympíuleik- unum í Róm. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.