Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 9
FALKINN 9 FÆRANLEGUR SUMARBÚSTAÐUR. — Þessi álitlegi vagn kom fram á sýningu í London fyrir skömmu. Svona „lúxus“-vagnar kosta hvorki meira né minna en ca. 70 hús. kr. Svefn- pláss er fyrir sex manneskjur og vitanlega vantar hvorki það, snyrtiklefa né miðstöðvarhitun. Þegar búið er að skreyta veröndina, má segja að kominn sé bústaður sem vandræðalítið má dvelja í allt árið um kring. er allt og sumt. Við verðum ekki léngi að lagfæra það. Bill fannst að þessi orð hljómuðu eins og eíiglasöngur í eyrum sínum. Bráðum myridi hann komast úr sjúkrahúsinu. Og á eftir fékk hann enn betri hughreystingu hjá Soames hjúkr- unarnema. — Það mundi gera kraftaverk ef þér fengjuð stuttbylgjugeislun. Þá getið þér komist á fætur á morgun. Ginger deplaði augunum framan í ungfrú Soames. — Hann tók sér þetta nærri. — Hugsið þér yður, að Joyce komi og þá er hann ekki rúmfastur. Ætli henni finnist þá, að það hafi verið ómaksins vert að heimsækja hann? Hjúkrunarkonan hristi höfuðið — henni mislíkaði þetta. — Látið þér hann í friði! sagði hún, og samúðin í augnaráði hennar minnti Bill á vonbrigðin frá í gær. Hún leit við þegar Alec — kvenngullið í stofunni — kom inn; hann háfði ferlivist. Alec var hár maður og fríður — og hann vissi af því sjálf- ur. Og nú brosti hann til hennar. — Þakka yður hjartanlega fyrir allt sem þér hafið gert fyrir mig, systir. Eg vona að eg fái tækifæri til að sýná yður hve þakklátur ég er. Svo brosti hann aftur, ísmeygi- lega. — Þér eruð laus og liðug í kvöld — er það ekki? Ég fer héð- an í dag. Hvernig líst yður á að halda frelsisdaginn minn hátíðleg- an með mér í kvöld? — Því miður, svaraði hún. — Ég ætla að vera með honum Harry, unnusta mínum í kvöld. Hún brosti og fór. — Jæja, enginn hefur á spurn- inni, strákar, sagði Alec og elti hana með augunum þegar hún fór út. — Þetta er löguleg stelpa, drengir, finnst ykkur það ekki? Verið þið blessaðir! Og svo hélt hann áfram. Bill var ekki á marga fiska. Jæja, svo að Soames litla átti þá unnusta líka! Allir áttu unnustu eða unn- ustur nema Bill. Hann átti enga. Og á morgun var heimsóknartími líka! Hann fékk að klæðast daginn eftir. Eftir að hann hafði verið í geilsun fannst honum sér hafa vaxið svo ásmegin, að hann afréð að stinga upp í Ginger, svo gagn væri að. — Þú færð því miður ekki að sjá Joyce, sagði hann. — Ég verð burt- skráður héðan í næstu viku, svo að það tekur því ekki að hún heim- sæki mig hingað. — Nei, það er líklega óþarfi. Ginger var hinn grallaralegasti á svipinn. Henni Nancy hans mundi eflaust hafa þótt taka því að heim- sækja hann, undir sömu kringum- stæðum. — En þegar þú hittir hana skaltu segja að hún hafi valdið þér vonbrigðum — og okkur öllum hérna í stofunni. — Haltu þér saman! hugsaði Bill með sér og sneri sér frá honum. Honum varð litið á Soames, syst- urina, sem var að búa um eitt rúm- ið. En hvað hún er yndisleg, hugs- aði hann með sér og lá við að hann tárfelldi. Hárið á henni var svo fallega hrokkið undir hettunni, og það gljáði eins og gull. — Var gaman í gærkvöldi, syst- ir? Þó að hann spyrði þessara spurningar var honum um og ó að gera það. Hann hafði þegar ákveð- ið hvað hann ætlaði að gera síð- degis í dag.... sitja úti á svölun- um og lesa nýja spæjarasögu. Hann var orðinn vonlaus um að sjá Joyce. — Já, það var gaman, svaraði hún. Rödain var fjörleg og hún hélt áfram að vinna. Hann brosti hik- andi og hélt áfram út á svalirnar. Þar gat hann verið í næði. Þegar heimsóknartíminn kom lokaði hann eyrunum fyrir sam- talinu inni í stofunni og fór að út- mála fyrir sér hvernig allt hefði átt að vera. Nú hefði Joyce átt að standa þarna í græna kjólnum sín- um og brosað. Aðdáunaraugu mundu hafa horft á hana úr hverju rúmi. Allir piltarnir mundu hafa öfundað hann. Nú heyrði hann fótatak bak við sig. Og þarna stóð systir Soames við hliðina á honum með bolla af tei. — Vissi ég ekki — að þér mund- uð sitja hérna, hvíslaði hún. Langar yður ekki í te. Það er alveg ný- hitað. Svo fór hún en hann sat eftir og sá í huganum blá, fjölleg augu, full af samúð. Jafnvel hjúkrunarkonurnar vor- kenndu honum! — Ég skal verða feginn þegar ég kemst héðan, hugs- aði hann með sér. Hvers vegna var ég svo mikill bjálfi að minnast yfirleitt nokkur á Jcyce? Hann heyrði fótatak gestanna, sem voru að koma. Rétti úr sér og gægð- ist gegnum opna gluggann bak við sig. Það var svo að sjá, sem þarna væri geymsluklefi fyrir innan. — Hann fót inn þangað. Þar mundi hann geta verið í friði, jafvel fyr- ir öllum samúðar-tebollum! Allt í einu sá hann Soames aftur. Hún stóð við skáp og var að reyna að lyfta einhverju þungu. Hún var kafrjóð í framan af áreynslunni. Hann flýtti sér til hennar og ætlaði að hjálpa henni, en hún hristi höf- uðið. — Nei, þér megið ekki reyna á yður með því að lyfta þessu. — Það gæti verið hættulegt.... — En gæti það ekki verið hættu- legt fyrir yður? — Nei, ég er heilbrigð, svaraði hún. — Ég fæ einhvern annan til að hjálpa mér. En hún stóð kyr þar sem hún var komin, með hettuna á skakk, rjóð í framan, með úfið hár. Hvorugt þeirra sagði orð. Hvers vegna, æ, hvers vegna gat hann ekki látið allt fjúka, eins og Alec? Það var einmitt það, sem stúlkurn- ar gengust fyrir. Gamanhjal, hlát- ur.... — Hvernig gengur það með Harry? spurði hann klaufalega. Hann horfði á hana og fannst hún vera yndisleg. Og hún gaut augunum til hans. — Það er alveg sama um unn- ustann minn og hana Joyce yðar — þau eru hvorugt til nema í hugan- um. Hann varð svo hissa að hann gat ekkert sagt, en hún hélt áfram: — Ég sé að þér verðið hissa. En eg varð að hafa einhver ráð, og svo nefndi ég Harry. Þér vitið hvernig þetta er — það liggur við að sjúkl- ingunum finnist það skylda að bjóða hjúkrunarkonunum út með sér. En þeir móðgast aldrei ef mað- ur afþakkar boðið. Hún hló. — Harry hefur komið mér að góðu haldi, og hann hefur aldrei brugðist mér, eins og Joyce brást yður. Áður en honum gafst tími' til að svara heyrðist kallað fyrir utan: — Halló, Bill. Svo að þú felur þig þá hérna! Þetta var einn af sjúklingunum, sem hafði verið leyft að vera á fótum. Röddin varð hátíðleg þeg- ar hann hélt áfram: — Unnustan þín er komin. Og það verð ég að játa.... hún er allt það sem þú sagðir — og miklu meira. Hvílíkur , hunangskvenmaður! Þér ættuð bara að sjá hana, systir. Bill gekk út á svalirnar. Svo nam hann staðar og leit um öxl. Soames stóð grafkyr í sömu sporum, með stór augu og vandræðasvip. Það var eitthvað sérstakt í augunum — harmur og vonbrigði. Og þessi augu voru honum í hug er hann gekk inn í sjúkrastofuna. Sigurinn varð alveg eins mikill og hann hafði dreymt um. Hver ein- asti sjúklingur starði á galopnar dyrnar og stúlkuna sem í þeim stóð .... Joyce. Ekki í grænum fötum heldur í einhverju fjólubláu, sem gerði hana enn girnilegri. Hún sveif á móti honum, vagg- andi í mjöðmunum. — Bill! hrópaði hún. — Mikið er gaman að þú skulir vera kominn á fætur! Ég þóttist vita að þú yrðir að liggja lengi í rúminu. . .. Hann brosti og bauð henni sæti á stólnum við rúmið sitt. En nú fann hann allt í einu að þau voru bæði að leika. Joyce tyllti sér á stólinn og kross- lagði fæturna í nælonsokkunum. — En hvað þú varst væn að koma, sagði hann. Hann sá óljóst að einhver var úti á svölunum — það var systir Soames sem hvarf eftir að hafa litið sem snöggvast á Joyce. Joyce renndi augunum kringum sig um alla stofuna. Og hún naut þess vel hvernig horft var á hana. — Ég hefði átt að koma fyrr, sagði hún. — Ég hafði ekki hug- mynd um að það væri svona spenn- andi að koma inn í karlmannastofu Fraxnh. á 14. síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.