Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.06.1960, Blaðsíða 10
10 FALKiNN >f Skrítlur >f Merkilegt — þetta lítur ekki út fyrir að vera sú rétta. -K Unga frúin kemur fjúkandi vond inn í búðina og hundskammar kaup- manninn fyrir að hún hafi fengið á sig málningarlínu á dyrastafnum hjá honum. — Já, en góða frú, sjáið þér ekki, að það stendur NÝMÁLAÐ á hurð- inni? — Víst sá ég það, en ég er orðin svo vön að sjá yður auglýsa ný egg, nýbrennt kaffi og nýbökuð brauð, að ég tók alls ekkert mark á þessu. * Það var hátíðlegur dagur í sveit- inni, því að verið var að vígja ung- mennafélagshúsið. Oddvitinn átti að halda ræðuna, og hafði fengið sér dável neðan í því áður, til þess að skerpa gáfurnar. Því miður hafði hann gleymt handritinu sínu, en þóttist fær í flestan sjó samt. Svo byrjaði hann: — Heiðraða samkoma, góðir gestir! byrjaði hann, en þá kom hann auga á versta óvin sinn á fremsta bekk og bætti þá við: — .... og annað fólk! * Ung og yndisleg stúlka kemur inn í lyfjabúð og snýr sér að lyfja- fræðingnum og segir: — Ég þarf að biðja yður um að gera mér mikinn greiða. Að lesa fyrir mig bréf. Það er frá unnust- anum mínum, — hann er nefnilega læknir, skal ég segja yður. * Hann Drési og hún Marta lentu í fúlustu skömmum og loks snar- aðist Drési út úr baðstofunni bölv- andi. En það var kalt úti og eftir nokkra stund kom Drési inn aftur. Þar sat Marta ofurblíð á svipinn. — Er þér runnin reiðin, Marta, spyr Drési. — Mér runnin reiðin? Ónei, ekki alveg. Ég var bara að hvíla á mér andlitið dálitla stund, meðan þú varst úti. * Ég sá nú til yðar í gœrkvöldi . . Eruð þér ekki að hugsa um að gefa konunni yðar svo sem 20 rósir? FEGURÐARBIKAR KISU. — Þessi köttur hvílir bókstaflega á lárberjunum sínum. Hann er pers- neskur og hefur fengið bikarinn að verðlaunum á kattasýningu í Lon- don. ☆ Dýr útgerð það! RITA HAYWORTH er dýrari í rekstri en nokkur gamall trollari, segja þeir sem verið hafa giftir henni. Söngvarinn Dick Haymes, fyrrverandi maður hennar, hefur snúið sér til yfirvaldanna og beðið um að láta gera sig gjaldþrota. Skuldir hans eru 522.242 dollarar og eignirnar 5.493 dollarar. Hann skuldar meira og minna eitthvað nálœgt 250 manns, þar á meðal 2 fyrrverandi konum sínum, Johanne Dru og Noru Eddington. Það var Rita, sem setti Dick Haymes á haus- inn. VITIÐ ÞÉR V.L. óf. J V.D15 að 14 gluggafágarar starfa hjá UNO í New York? Þessir 14 eiga ekki aðeins að sjá um 6.600 rúður í húsinu heldur líka veggina sjálfa. Það er talið, að hver maður geti hreinsað 70 glugga á dag. að múrsvalan sest aldrei á jörð nema til að hvíla sig? Allt sem hún þarf til að éta og til að gera hreiðrið sitt úr, grípur hún á flugi — í loftinu, og þegar hún þarf að drekka flýgur hún við vatnsflötinn og lætur renna upp í ginið á sér um leið. að hundaveðhlaup eru ein elztu veðhlaup í heimii? Það er sannað, að Egyptar höfðu hundaveðhlaup að minnsta kosti 100 árum áður en farið var að halda hesta-kappreiðar. að bændur í Ameríku nota smá-flugvélar mikið? Þær eru notaðar til þess að úða, sá í og bera á akra. En líka til þess að skreppa í kaupstaðinn og sömu- leiðis nota smalarnir þær, þegar þeir eru að ná gripunum saman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.