Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Side 9

Fálkinn - 30.11.1960, Side 9
UM LEIÐ og stigið er fæti inn á mjúk teppi Markaðsins og kjólarnir birtast í öllum regnbogans litum, þá rennur upp fyrir okkur sannleiksgildi orða, sem eiginmaður nokkur sagði fyrir skemmstu. Hann sagði, að þetta væri hættulegasta verzlun bæjarins og kvaðst reyna eftir mætti að sneyða hjá efri hluta Laugavegsins, þegar þau hjónin væru á gangi um bæinn. Við ákváðum að byrja á byrjuninni og förum upp á loftið, en þar er sauma- stofa verzlunarinnar og þar líta kjól- arnir fyrst dagsins ljós. Við hittum forstöðukonuna, Gyðu Árnadóttir, á ganginum og hún sýnir okkur allt hið markverðasta á staðnum. Hún tjáir okkur að alls séu starfandi þarna um 12—14 saumakonur og módel- in séu langsamlega flest búin til hér á landi, bæði eftir tízkublöðum og eigin hugmyndum. — Saumið þið mikið af módelkjólum? —Nei, það er frekar lítið um eigin- lega módelkjóla, en að sjálfsögðu eru engir tveir kjólar eins, nema kannski efnið. — Hvað kostar einn tilbúinn kjóll? — Það er ákaflega misjafnt eftir því um hvernig kjól er að ræða, hvort það er dagkjóll eða kvöldkjóll eða ballkjóll. Eg mundi segja verðið væri frá svona um 1000 og allt upp í 5000 krónur. Við komum aðSigríðiBjarnadóttur,þar sem hún er í óða önn að sníða og biðjum hana að segja okkur hvernig nýjasta týzkan sé. — Hvar er mittið á vegi statt þennan vetur? — Aldrei þessu vant er mittið á sínum rétta stað, færist kannski aðeins niður á mjaðmirnar. Jakki og pils eru mikið í tízku núna og einkennandi fyrir vetrar- tízkuna er að hafa allt laust, ekki of að- sniðið. — Hvað um síddina? — Síddin á að vera rétt fyrir neðan hné. — Hvaða litir eru helzt í tízku? — Allir dökkir litir, eins og til dæmis brúnt, fjólublátt og grátt. — Hvaða efni eru vinsælust? — Það eru helzt notuð nú á dögum efni eins og þykkt silki og brókaðe. Annars eru ullarefnin alltaf vinsæl í dagkjólum. — Hvernig eiga ballkjólarnir að vera í vetur. — Nú er ekki lengur í tízku að hafa þá hálfsíða eins og verið hefur. Sam- kvæmt nýjustu tízku eiga þeir að vera alveg síðir. Myndin er af Áslaugu Harðardóttur, og hún er í spánnýrri enskri vetrarkápu, sem fœst í Markaðnum, Laugavegi 89. Kápan er úr hrúnu alullaretfni og snið- ið er samkvœmt nýjustu tízku: hin svo- kallaða lausa lína. Skinnið á kápunni er refaskinn. Áslaug er með hvíta skinn- húfu með hrúnu bandi, en slíkt er nú mjög mikið í tízku. (Ljósm.: Oddur Ólafsson). — Kemur ekki fyrir, að frúrnar koma sjálfar með hugmyndir að kjólum, sem þær vilja láta sauma? — Jú, það kemur fyrir, en ekki oft. Algengast er, að þær fletti tízkublöð- unum hjá okkur og velji úr þeim. Annars verður maður alveg ruglaður eftir að hafa flett þykku tízkublaði. Sniðin eru svo margvísleg og kjólarnir líta allir skínandi vel út — að minnsta kosti á myndunum. — Er erfitt að gera sumum viðskipta- vinum til hæfis? — Nei, alls ekki. Það er gott að vinna fyrir okkar viðskiptavini og samkomu- lagið í alla staði eins og það á að vera. í þessum svifum kemur ein af af- greiðslustúlkunum upp með kjól, sem þarf að breyta lítilsháttar og þær Gyða og Sigríður athuga hann. Við bregðum okkur niður í búðina, þar sem kjólarnir hanga full búnir í röðum. Viðskiptavinirnir ganga um og skoða og máta og það hlýtur að vera vandi að velja úr öllum þessum fallegu kjólum. Við höldum út í ys og skarkala göt- unnar og þökkum okkar sæla fyrir að hafa verið konulausir í þessari heim- sókn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.