Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Page 15

Fálkinn - 30.11.1960, Page 15
bæ og stefnt fram í sveit, gyrtur korða, eins og títt var um fyrirmenn, en enga viðdvöl haft þar á bæ. Sýslumanni þótti þetta gert sér til óvirðingar og ögrunar, enda hefur hann vafalaust átt þar kollgátuna. Fyrir Magnúsi hefur vart vakað annað en að sýna dómurum sínum, að hann væri alls óbanginn og hefði þá og þeirra gerðir að engu. En nú var Lárusi Scheving nóg boðið. Hann tók málið til ályktunar, enda þótt Magnús væri fjarverandi. Skaut hann því fyrst til þingsóknarmanna, hverja þeir hygðu valda dauða Guðrúnar, og varð það sammæli þeirra, að það gætu engir aðrir verið en Magnús og Jón Hálfdanarson. Síðan settust dómendur á rökstóla, og varð þetta andsvar þing- sóknarmanna dómsniðurstaða, en mál- inu að öðru leyti skotið undir dóm Páls lögmanns Vídalíns og Kristjáns Möllers amtmnans. Jafnframt var ályktað, að ekkert áfrýjaði Jón Hálfdanarson í mál- inu, enda þótt allmörg vitni hefðu heyrt Magnús lýsa sakleysi hans. Þessu næst spurðist sýslumaður fyrir eiði, en setja átti hann fyrir sig borg- unarmann, er ábyrgðist, að hann stryki ekki, unz eiðarnir hefðu verið unnir, eða vera í haldi ella. Var það úr, að þeir bræður hans, Eggert Jónsson og Þorlákur bóndi Benediktsson á Grýtu- bakka gengu í ábyrgð fyrir hann. Fór Magnús við það af þingi, frjáls maður. Með þessum dómi var Magnúsi opn- uð leið til undankomu, jafnvel þótt hon- um ’gögnuðust ekki eiðvættin. Það ákvæði var nefnilega í lögum, að þá mátti útlæga dæma, er ekki fengu kom- ið fram slíkum eiði. Eftir atvikum mátti því segja, að ekki væri hart á Magnúsi tekið, miðað við það, sem annars tíðk- aðist um sakborninga, jafnvel þótt tals- vert brysti á fyllstu lagasannanir. Má þar hafa til hliðsjónar dóma, er þessa sömu áratugi voru kveðnir upp yfir Jóni Hreggviðssyni af Akranesi, sem ekki fékk komið fram fríunareiði, og var þó enginn, er vitnaði svo freklega gegn honum um dauða böðulsins sem Jón Hálfdanarson gegn Magnúsi í Hól- um. Og ekki mæltist þessi dómur Páls Magnús hafði setið á Stóru-Ökruna í Blönduhlíð hjá Eggerti, bróður sínum, eftir lögmannsdóminn, og þar lét Hall- dór Einarsson birta honum stefnu til þings, sem haldið skyldi í Saurbæ 21. september um haustið. Hafði Páll Vída- lín nefnt til tólf bændur í Eyjafirði, er sverja skyldu hygggju sína um það, hvort Magnús væri sekur eða saklaus. Mikið fjölmenni safnaðist að Saurbæ þennan dag. Þangað komu þeir bræður Magnús og Eggert, og voru í för með þeim nokkrir bændur utan úr Myrkár- sókn, og þangað komu ellefu eiðamanna, en hinn tólfti var veikur. Reistu þeir bræðurnir tjald skammt frá þingstof- unni, svo að þeir gætu haft afdrep, ef þeir vildu tala við þingsóknarmenn á afviknum stað. Halldór hóf embættisstörfin með því að spyrja Magnús, hvort eiðvætti hans væru til þings komin, og kvað hann svo vera um alla, nema hinn sjúka mann. Að svo mæltu bar hann fram skriflega ósk þess efnis, að sýslumaður kannaði, hvort eiðamennirnir væru ekki skyldir eða mægðir sín á milli eða hefðu STRVKUR OG um það, hvort nokkur vildi ganga i ábyrgð fyrir Magnús, en þegar enginn gaf kost á því, var hann dæmdur tæk- ur undir kóngsins lás. „Einnig álykt- um vér bændur skylduga sýslumann- inn styrkja Magnús að taka og jafnvel sjálfa að taka og færa sýslumanni bund- inn.“ Kemur hér enn fram, hvílíkui' stuggur sýslumanninum hefur staðið af því að ganga í þerhögg við Magnús, og hefur hann greinilega viljað beita bændum í nágrenni við Magnús fyrir sig, unz bönd væru komin á þrjótinn. X. Það dróst ekki nema sex vikur, að Páll Vídalín kæmi til Eyjafjarðar og boðaði til þriggja hreppa þings í Saur- bæ vegna Guðrúnarmála. Þangað kom fjölmenni, komið úr héraði, sýnilega bæði fyrir forvitnis sakir og til þess að vitna í málinu. Þar var Magnús einn- ig, og að sjálfsögðu þverneitaði hann öllum sakargiftum. Var Eggert, hálf- bróðir hans, skipaður verjandi hans. Ekki verður séð, hvort Magnús hefur verið með nauðung færður á þingið eða hann hefur leikið lausum hala fram að þessu. Þingið hófst á sumardaginn fyrsta og stóð í sex daga samfleytt. Segir það sig sjálft, að allt héraðið hefur verið í uppnámi og flest snúizt um það, er fram fór í Saurbæ. Að lokum kvað Páll Vídalín upp þann dóm, að Magnúsi skyldi heimilað að færast undan sakargiftum með tylftar- Vídalíns alls staðar vel fyrir. Um sum- arið var hann staddur í gestaboði á Bessastöðum, og hefur sennilega verið drukkið þar allfast, eins og siður var höfðingja á átjándu öld. Kom þar í veizlunni, að þjark varð milli hans og Páls landfógeta Beyers út af Saurbæjar- dómi lögmanns. Að lokum þótti Páli Vídalín sér svo misboðið, að hann spratt upp í bræði sinni og reið brott í skyndi. Er sennilegt, að landfógeti hafi brigzlað honum um linkind við Magnús, þótt ekki hafi það þurft að stafa af sér- stakri réttlætiskennd, heldur miklu frekar ríg og óvild þeirra á milli. XI. Sumarið 1705 fól Kristján amtmaður Möller einum af sýslumönnum landsins, Halldóri Einarssyni á Einarsstöðum í Reykjadal, að láta sökina koma á hend- ur Magnúsi Benediktssyni, til sóknar og saka og eiðamenn hans sverja eið- inn. Hann átti hægt um vik sökum nálægðar og var ungur maður og vask- ur og kallaður harðlyndur, og því all- vel til þess fallinn að kljást við slíkan þrjót sem sakborningurinn var. áður borið vitni í málinu eða játað hyggju sína um það, hver orðið hefði Guðrúnu á Úlfá að bana. Halldór kvaðsfe að sönnu ekki geta riftað tilnefningu Páls Vídalíns, en skoraðist þó ekki und- an þessum tilmælum sakborningsins. Kom þá í ljós, að allir eiðamennirnir, nema tveir, höfðu verið á þingi hjá Lárusi Scheving, eitt sinn er hann taldi, að þingheimur allur hefði látið í ljós þá ætlun, að engir nema Magnús eða Jón Hálfdanarson hefðu ráðið stúlkuna af dögum. Tveir höfðu áður viðnað í málinu, og loks reyndust nefndarvættin ærið skyld og venzluð innbyrðis. Tveir eiðamanna, Þórður Þorsteinsson á Guð- rúnarstöðum og Jón Þórðarson, áttu sína systurina hvor, og hinn þriðji, Þorsteinn Einarsson á Ánastöðum, var bróðir þess- ara kvenna. Hinn fjórði, Þorlákur Jóns- son á Möðruvöllum fram, átti að konu systur hins fimmta, Egils Sveinssonar í Stóra-Dal, en kona Egils var aftur tví- menningur við Þórð á Guðrúnarstöðum. Enn átti Þorsteinn Einarsson að konu systur hins sjötta, Höskulds Björnsson- ar á Hálsi, og var að auki móðurbróðir Frh. á bls. 31 Hér birtist þriðji hluti frásöguþáttar Jóns Helgasonar um Guðrúnarmá), — eitt kunnasta sakamál átjándu aldarinnar FÁLKiNN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.