Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Qupperneq 17

Fálkinn - 30.11.1960, Qupperneq 17
BRODURLEITIN enn bakinu að henni. — Það er ekkert óskiljanlegt. Þú leizt upp til hans og hann var eini nákomni ættinginn þinn. Og hann var góður félagi. En sannleik- urinn er sá, að meðan hann dvaldi á meginlandinu. komst hann í kynni við hættulega stjórnmálaskúma. Og ýmis- legt stuðlaði að því, að hann varð mót- tækilegur fyrir áróður þeirra. Eg fer ekki nánar út í það núna — ég get það í rauninni ekki — en ég þóttist skilja, hvað var í efni. Eins og ég var að segja, vissir Þú að mér var órótt út af honum — mjög órótt. Hann tók sér málhvíld, en svo hélt hann áfram: — En ég vissi ekki hve langt þetta var komið. Mig dreymdi ekki um, að hann vildi komast hingað eingöngu til þess að ná í ákveðnar upplýsingar, og að hann ætlaði að hverfa héðan undir eins og hann hefði komizt yfir þær. Nú veit ég það — og Dennison veit það líka. En sem betur fer vita engir aðrir það. Og við vildum ekki að þú fengir að vita það, Kata. Við vildum ekki að þú þyrftir að líða að þarflausu. Nú varð löng þögn, en loks sagði Kata vantrúuð: — Ég trúi því ekki — ég get ekki trúað því! Freda gekk til hennar og tók hand- leggnum um herðar henni. Kata stirðn- aði, hún var lömuð af hræðslu og hafði ekki mátt til að hrinda henni frá sér. — Kæra Kata, ég skil hvernig þér er innanbrjósts — þetta hlýtur að vera hræðilegt áfall fyrir þig, sagði Freda. — Enginn þolir að vita bróður sinn föðurlandssvikara. Þess vegna reyndum við að hlífa þér, Kata. Við Rod og Adri- an töluðum saman um málið og kom saman um, að bezt væri að segja þér að hann væri dáinn. Ég skil, að þú ert öll í uppnámi núna, en þegar þú hefur hugsað málið betur, sannfærist þú ef- laust um, að við gerðum það sem rétt var. Þér hefur kannske stundum fund- izt, að við höguðum okkur undarlega, en það var eingöngu vegna þess, að við vorum að reyna að vernda þig, bjarga þér frá að frétta þennan hræðilega sann- leika. Kata trúði þeim ekki enn. Ekki einu einasta orði. Hún taldi þau sitja á svik- ráðum við sig og hataði þau bæði. Kann- ske hataði hún Adrian mest, þessa stund- ina. — Hvernig komust þið að öllu þessu? Og úr því að þið vissuð hvað Frank var í huga -— hvers vegna reynduð þið þá ekki að hindra hann? Freda brosti meðaumkunarbrosi. — Góða mín, heldurðu kannske ekki að við höfum reynt að hindra hann? Við vorum vinir hans. Okkur þótti mjög vænt um bróður þinn. Þegar við urðum þess vísari hvað hann hafði í huga, reyndum við allt, sem í okkar valdi stóð til að hindra hann. — Ef þið vissuð hvað honum var í huga, hlaut að vera bezt að hindra að hann kæmist burt, er Það ekki? Þið hefðuð getað kyrrsett hann með valdi, ef með hefði þurft, sagði Kata lágt. Hún trúði ekki enn því sem þau höfðu sagt, en undirvitund hennar hvíslaði að henni að réttast væri að hún léki áfram hlut- verk sitt í leiknum. Hún fann glöggt til þess að hún væri í hættu. Freda hló. — Góða Kata, við gerðum allt sem við gátum til þess að sannfæra hann um að hann væri að flana út í voða. Það var að sjá, að hann tæki mark á því sem Rod sagði, og um tíma virt- ist okkur hann vera á báðum áttum, en . . . Hún þagnaði og yppti öxlum. Leit á Adrian. Hún ætlaðist auðsjáanlega til að hann héldi áfram. Þau skilja hvort annað án þess að nota orð, hugsaði Kata gröm með sér. Hana langaði til að kalla þau lygara — upp í opið geðið á þeim. Taugarnar voru að bila. —Við gerðum vissulega Það, sem hægt var, til þess að fá hann ofan af þessu, sagði Adrian. — Og við héldum, að það hefði tekizt. Síðustu daga fyrir flug- ferðina var hann rólegri en hann hafði verið lengi — hann játaði meira að segja að hafa hagað sér eins og flón. Þú veizt, að við höfðum ekki verið góðir vinir um tíma í Englandi. En svo jafnað- ist allt og við urðum beztu vinir aftur. — Já, ég sagði þér það, Kata, skaut Freda fram í, nærri því of áköf. — Þú spurðir mig hvernig Frank og Adrian hefði komið saman, og ég sagði vel. Mér fannst óþarfi að segja þér, að þetta var ekki svona, þegar þeir komu. En okkur Rod fannst það vita á gott, að þeir voru orðnir vinir aftur, og við héldum, að þessar grillur væru úr honum. En því miður létum við öll gabba okkur • - ekki rétt, Adrian? Hún gaf honum orðið aftur. -— Jú, Freda, við létum leika rækilega á okkur. Ég fyrirgef mér aldrei að ég skyldi vera svona trúgjarn. — Góði minn, ekki gazt þú að því gert, tautaðj Freda. Framh. FRAMHALDSSAGA EFTIR J. AMES FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.