Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Síða 29

Fálkinn - 30.11.1960, Síða 29
Furstaynjan - Framh. af bls. 11. „Öl, já, auðvitað! Vín hinna brezku eyja. Þér viljið máske heldur öl en þetta kampavín, sem ég er að bjóða yður? Já, auðvitað, en hvað ég var hugsunarlaus. Við eigum alltaf ágætar birgðir í kæligeymslu.“ Og án þess að hans tign gæfi neina skipun um það, var þjónn kominn til þeirra eftir andartak, og hellti öli í glösin. „Og hvað virðist yður um fursta- frúna?“ „Hennar tign er ekki hraust. Með- göngutíminn getur iðulega verið erfið- ur næmgeðja konum. Við verðum að rejma að styrkja hana.‘“ „Er það venjulegt, að þær fái upp- köst á morgnana, þegar svo langt er fram liðið?“ „í sumum tilfellum getur það haldizt áfram.“ „Gæti það ef til vill verið móður- sýki?“ Arbuthnot læknir ræskti sig. „Furstafrúin hefur mjög sterka skap- gerð,“ hélt húsráðandinn áfram. „Við elskum hvort annað mjög heitt. Það getur verið ímyndun hennar, hún er að sjálfsögðu fjarri sínu rétta umhverfi hér í þessu villta landi. Öll verðum við að hjálpast að því að róa hana, en fyrst og fremst eruð það þér, kæri Arbuth- not, sem við verðum að setja traust okkar á.“ Læknirinn velti brauðkúlu milli fingra sér og var hugsi. Hann hafði augun á litlu silfurjárnbrautinni, er fór í hringi um borðið fyrir bensínafli, með portvínið eftir matinn. Hann vildi gjarna vekja traust furstans, og eigi síð- ur vildi hann hjálpa sjúklingum sínum. En hann var heiðarlegur maður og varkár. „Við erum mjög hamingjusöm," mælti furstinn með áherzlu. „Það var ást við fyrstu sýn. Ég yrði örvinglaður maður, alveg bouleversé, ef eitthvað yrði að furstafrúnni.“ Hann sneri fæti vínglassins milli grannra fingra sinna. „En hún er mjög duttlungafull. Mjög duttlungafull, Arbuthnot læknir. Virð- ist yður það ekki líka?“ Um kvöldið sat læknirinn á dyrasvöl- unum, dreypti á viskýi og horfði á leð- urblökurnar, sem liðu inn á milli mangó- trjánna. Þá fann hann sig í því að vera farinn að hugsa um furstafrúna. Hann reyndi að setja sér fyrir sjónir, hvernig henni hefði liðið, þegar hún var ung stúlka. Hann hugsaði til þess, hversu allur sá gerilsneyddi heimur, með tannkremi, niðursoðinni mjólk og grænmeti í plastpokum, var gerólíkur hinni leyndu villimennsku og hæversku tvöfeldni í Indlandi. Hvernig orkaði hið rauða tyggibetel þjónustuliðsins á tann- kremssál hennar? Vesalings telpan, hugsaði hann og varp öndinni. Það glórði í eldflugurnar úti í húminu og viskýflaskan var orð- in hálftóm. Eitt kvöldið hafði lítil svínaskinns- taska verið látin inn í íbúð læknisins. Hann opnaði hana með nokkurri for- vitni. Hárburstarnir og greiðan, rakvélin og sápuskálin, spegillinn, glösin með hárvatni og rakspritti, allt var þetta lagt gulli. Og á hvern einstakan hlut voru grafnir upphafsstafir hans, J.R.A. Hann lokaði töskunni og stundi við. Þetta eru einskonar mútur, flaug hon- um í hug. Svo dýrar gjafir get ég ekki þegið. „Fursti, þér megið alls ekki gefa mér svona dýrmæta gripi. Yðar tign verður fyrir alla muni að fresta slíku, þangað til ég hef lagt fram reikning fyrir verk mín.“ „Kæri Arbuthnot minn. Ég á svo mik- ið af þessum smátöskum, og auk þess var þegar búið að grafa stafina yðar á það. Þér verðið að færa mér heim sann- inn um fyrirgefningu yðar, með því að þiggja töskuna sem vott um viðurkenn- ingu okkar. Það er sér í lagi ósk hennar tignar.“ „Hennar tignar ...“ „Svona, svona, þér móðgið okkur svo um munar, ef þér minnizt frekar á þetta.“ Nú var læknirinn Skoti meir en að nafninu til, svo honum var erfitt að koma orðum að ætlun sinni. „Ég hef gert mér Það að skyldu, að taka aldrei við gjöfum af sjúklingum mínum. Slík- ar reglur eru nauðsynlegar, ekki sízt innan læknastéttarinnar. Ég er sann- færður um að yðar tign mun skilja mig og hafa mig afsakaðan.“ En furstinn brosti út undir eyru. Þegar læknirinn kom upp í íbúð sína að loknum miðdegisverði, var svína- skinnstaskan horfin. í stað hennar lá þar lítil dós, klædd geitaskinni og prýdd skjaldarmerki furstans. í henni var demantshringur, nokkurra snyrtitaska virði. Læknirinn endursendi hann at- hugasemdalaust. Daginn eftir var honum ekki boðið til miðdegisverðar. Hann sat og hugsaði um sjúkdóms- einkenni furstafrúarinnar. Hann var enginn snillingur í að greina krankleika. Gat það verið lagvinn magaeitrun, sem versnaði um meðgöngutímann. Hvað þýddu þessi andþrengsli og rauð útbrot í andlitinu? Kynni það að vera blóð- kreppusótt? Furstafrúin andvarpaði og grét í hljóði. Tárin runnu út úr augnakrók- unum og hún neri saman grönnum, rauðdílóttum höndunum. Allt í einu leit hún snöggt til gluggatjaldanna og síðan þýðingarmiklu augnaráði til læknisins. Hann gekk að glugganum og dró tjald- ið frá. Ajahan stóð hreyfingarlaus fyrir inn- an gluggatjaldið, með lófana lagða sam- an eins og riddaralíkneski á grafhýsi. Hún laut áfram með lokuð augu. Stéttar- merkið hafði runnið fram á hringprýtt nef hennar. Hún hvarf þegjandi og hljóðlaust út úr herberginu. „Mér skilst að mín ágæta kona sé óánægð með þjóna sína,“ mælti furst- inn síðar. „En er það ekki yðar skoðun, kæri vinur minn, að kona í því ásig- komulagi sem hennar tign er nú í, þurfi að vera undir sífelldri aðgæzlu?“ Furstinn hafð'i náð sér aftur eftir móðgunina, og undir kvöldið lét hann setulið hallarinnar hafa hersýningu. — Hann var ánægður og allt að því í- smeygilegur, er hann sat með læknin- um um sólarlagsbil yfir koníaki og kampavíni. Hann leit til læknisins og mælti: „Þér sjáið, Arbuthnot, að jafnvel á þessum tímum erum við furstar ekki með öllu valdalausir.11 „Það er framúrskarandi lið, sem yðar hátign hefur í lífverði sínum.“ „Ég hef alla tíð verið gefinn fyrir yfirráð. Ef til vill er það sökum þess, að ég er fæddur í hásætinu. Að sjálf- sögðu höfðu forfeður mínir hið óskoraða vald, — ráð yfir lífi og dauða. Því mið- ur er það allt gerbreytt nú til dags. Getið þér hugsað yður, að þótt ég hafi kveðið upp dauðadóm, er hægt að skjóta honum til dómstólsins í Dehli?“ „Á hinn bóginn ber dauðann oft skyndilega og óskiljanlega að höndum á Indlandi. Opinber líkskoðimarvottorð hjá okkur þola engan samjöfnuð við þau vestrænu.“ Hann lyfti döggvuðum silfurbikar sín- um og horfði hugsandi á hann. Hallaði undir flatt. „Ég er góður maður, herra Arbuthnot, en ég hef þó töluvert vald. Auðvitað kæmi mér aldrei til hugar að beita því. En vald er þó alltaf einhvers virði, er ekki svo, herra minn?“ Þegar Arbuthnot læknir kom upp til sjúklingsins, morguninn eftir, gætti hann bak við gluggatjöld og inn í skápa, áður en hann settist við sæng frúar- innar. „Furstafrú . . .“ „Ó, kallið þér mig ekki þetta. Ef þér vissuð hve mjög ég hata það!“ Hann vissi ekki hverju hann átti að svara. „Ég heiti Joyce. Joyce Neuberger.1' Hún velti höfðinu til á koddanum. Hann var rakur af tárum hennar. Allt í einu sagði hún með grátstaf í kverkunum: „í sjö ár hefur enginn kallað mig Joyce. Það stendur öllum á sama um mig. Hér er enginn, sem ég get treyst. Furstafrú hér og Yðar tign þar. Það hatar mig! Það er andstyggilegt. Mig langaði mest til að myrða það allt sam- an. Hann kallar mig „Skógareldinn“. En hann hatar mig og ég hata hann líka. Þenna skitna svertingja! Ég gæti sagt yður ... Þér mynduð ekki trúa Því ... Hér er enginn, sem ber minnstu virð- FÁLKiNN 29

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.