Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1960, Side 31

Fálkinn - 30.11.1960, Side 31
:sólarmerkjum að dæma. Það var venju- legur skottulæknir, sem þú þurftir á að halda, en ekki sérfræðingur. Þá hefðir þú getað murkað lífið úr henni fyrir framan nefið á mér, og fengið fullkomið vestrænt dánarvottorð til að sýna yfir- -völdunum. Og eftir að hún glopraði öllu út úr sér, var ekki um annað að ræða en að stinga upp í mig líka, fyrir fullt og allt. Hún hlýtur að ganga með hægfara arsenik- eitrun, •—• mín átti að vera snögg. En er honum óx þróttur, varð hann •aftur í vafa. Það voru svo mörg skor- dýr á Indlandi. Gat ekki verið að eitt- hvert þeirra hefði stungið hann, í gær- kvöldi? Gildir einu hvað það er, hugsaði hann .svo. Fagmaður úr læknastétt Edinborgar lætur ekki hlunnfara sig. Ég ber ábyrgð- ina á þessari konu og ég skal sjá um hana. „Fursti, ég er hræddur um að hennar tign þjáist af þvingunarhugmyndum. Þér vitið hvernig er með konur, sem eins er ástatt um og hana. í stuttu máli sagt þá heldur hún að sér sé gefið eitur.“ „Ég er alveg orðlaus, herra Arbut- hnot.“ „Þetta vill mjög óheppilega til, en þannig er það. Við verðum að gera það, sem hægt er, til að gleðja hana. Mér hefur komið til hugar, að ef til vill væri rétt- ast að ég snæddi í svefnherbergi fursta- frúarinnar. Það myndi auka henni lyst.“ „Já, auðvitað, læknir, við verðum að hlíta ráðum yðar í einu og öllu. Eitur! Það er hryllilegt! Þér grunið þó ekki þjónustuliðið?“ „Nei, nei, hér er ekki um neinn grun að ræða. Það er eingöngu sefasýki með- göngutímans, sem hér bryddir á.“ „Hvílík ímyndun! Ég er alveg utan við mig.“ „Hennar tign mun ná fullu jafnvægi aftur, þegar hún hefur alið barn sitt.“ „Hingað til hefur hún verið svo glöð og ánægð hér í litlu höllinni okkar. — Hvernig hafa slíkar firrur komizt inn í hennar fagra höfuð? Gullhöddu var ég vanur að kalla hana á hamingjudögum tilhugalífs okkar, Arbuthnot. Nú hvílir þetta hræðilega ský á himni okkar. Þér haldið þó ekki, að hún blátt áfram grum mig?“ „Hennar tign er ekki með sjálfri sér.“ „Svo að eftir því grunar hún mig! Ar- buthnot, Arbuthnot, hvernig á ég að skilja þetta? Ég má ekki til þess hugsa. En ég má ekki taka henni það illa upp. Ég verð að minnast þess, að þetta er vegna meðgöngutímans.“ „Já, einmitt það.“ „Það er eins og líf mitt hafi hrunið í rústir,“ mælti furstinn. „Við skulum þá framvegis haga því svo,“ sagði læknirinn, „að ég snæði með furstafrúnni. Ég mun sakna hinna skemmtilegu samræðna okkar yfir borð- um. En það er bezt að ég tilreiði matinn handa henni, svo að hún verði rólegri. Það vill svo vel til, að ég á margar dósir af niðursuðuvörum í farangri mínum, og þér vilduð ef til vill gera svo vel að sjá um að við fengjum heil egg. Tor- tryggni vesalings konunnar gengur svo langt, að hún óttast drykkjarföngin. Hér kæmu því hinar ágætu öltegundir yðar í góðar þarfir.“ Furstinn neri hendurnar. „Litla Gullhaddan mín,“ hrópaði hann. „En, nei, — ég verð að taka þessu eins og karlmanni sómir.“ „Ef svo kynni til að bera, að eitthvað kæmi fyrir,“ bætti læknirinn við eins og honum dytti það allt í einu í hug, „þá hef ég skrifað starfsbróður mínum í Bombay og sagt honum frá hinum á- stæðulausa grun frúarinnar.“ Ekki var furstafrúin sérlega þakklát fyrir ráðstafanir hans. „Jú,“ mælti hún. „það er líklega rétt- ara að ég fæði barnið. Hann lofar því kannski að lifa.“ „Ég verð að vara yðar tign við, furst- inn hefur látið koma fyrir hljóðnema, éinhvers staðar hér í svefnherberginu. Hann hefur gert mér þann greiða að segja mér frá því.“ „Það skiptir engu máli. Þessi blökku- lýður hefur eyru alls staðar, hvort sem er.“ „Þér komið mér í erfiða aðstöðu. Ef hans tign skyldi í raun og veru liggja á hleri, er það fávíslegt og óvingj arnlegt að særa tilfinningar hans.“ Hún laut fram yfir sængurborðið, sem hún hafði verið að leggja kabal á. „Kemur yður til hugar í alvöru, Ar- buthnot læknir, að hann hafi í hyggju að láta mig lifa?“ „Að sjálfsögðu er ég viss um það.“ „Er það þess vegna, sem þér sjóðið eggin heil fyrir mig og gefið mér öl úr luktum flöskum?“ „Það er bara .... varúðarráðstöfun, Joyce, það er til að hressa yður upp.“ „Gerið þér ráð fyrir að verða alltaf hjá okkur?“ „Auðvitað ekki. Það er að segja, eftir að þér hafið alið barnið . . .. “ „Hvernig viljið þér hafa eggin yðar?“ hermdi hún eftir honum, með beiskum rómi. „Hver á að sjóða eggin handa mér síðar meir?“ Tangarfæðingin gekk vel, þrátt fyrir allt. En furstafrúin afsagði að líta á barn sitt. Furstinn var frá sér num- inn af gleði. „Dóttir,“ hrópaði hann. „Það er upp- fylling innilegustu óska minna.“ Hann þrýsti hönd Arbuthnots læknis með báðum sínum, og blóðhlaupin augu hans fylltust tárum. „Látið yður ekki til hugar koma, kæri Arbuthnot, að indverskir furstar óski sér eingöngu sonar og ríkiserfingja. Þeir tímar eru liðnir, er dæturnar áttu á hættu, að þeim væri fyrirkomið. Guð blessi yður, Arbuthnot, fyrir allt það er þér hafið fyrir okkur gert. Hvern- ig líður hennar tign? Má ég fara í stutta heimsókn, að óska henni til hamingju? Hún þjáist víst ekki lengur .... af þess- um hræðilega grun? Nei, ég sé að það er óþarfi að spyrja. Allt er fyrirgefið og gleymt. „Regninu er stytt upp og fuglarnir syngja á ný.“ Hver var það annars, sem sagði þetta?“ „Ég held, að það standi í biblíunni.“ „Biblíunni! Hinni helgu bók. Vitið þér það, Arbuthnot, að mér finnst ég blátt áfram sjálfur vera heilagur í dag. Við verðum að bjóða þá nýju vel- komna í konunglegum drykk! Nú ber Ajahan hana aftur í hreiður sitt. Bless á meðan, gimsteinninn minn! Koníak eða kampavín? Eða eigum við að fá okkur einn með sykri og svolitlu af því franska út í? Ellegar vilduð þér kannski heldur einn Black Velvet? Hvað sem þér kjósið helzt, læknir, eruð þér fursti hér í höllinni í dag.“ „Þér megið til með að vera lengi hjá okkur, Arbuthnot. Ég heimta það. Þér verðið að vísa konu minni á veg þeirrar heilbrigði, sem við gátum einu sinni glaðst yfir. Skál! Meira kampavín? Gott, gott — sem yður sýnist. Nú látum við engin ský skyggja á gleði okkar.“ Arbuthnot var sannfærður um það með sjálfum sér, að furstinn væri ofur- lítið rangeygður á vinstra auga, en gleði- tárin drupu niður í glitrandi vínið. Þegar læknirinn steig út úr sjötta Rolls-Royce bílnum á járnbrautarstöð- inni, varð hann þess vísari, að snyrti- taskan var þar með öðrum farangri hans. Hann opnaði töskuna. í henni lá demantshringurinn. Hann sendi hvort- tveggja til baka með bifreiðinni. Nokkrum mánuðum síðar fékk hann sér sólarlagsglas í Biculla-klúbbnum. Þá frétti hann að furstafrúin og dóttir hennar væru báðar dánar. Banamein þeirra kvað hafa verið kólera. Sakamaður - Frh. af bls. 15 hins sjöunda. Sá hinn sami var og syst- ursonur áttunda eiðamanns, og enn voru konur tveggja Steins Ólafssonar í Böl- verksgerði og Sveins Torfasonar á Munkaþverá, þremenningar. Hinn ell- efti í hópi nefndarvættanna, ísleifur Nikulásson á Arnarstöðum, átti loks konu, er náskyld var Guðrúnu á Úlfá — þær höfðu verið bræðradætur. En líklega hefur verið vandhæfi á að fá til eiðanna virðulega bændur úr ná- grenni við heimili Magnúsar, er full- nægðu þeim skilyrðum, að hafa hvorki verið við málið riðnir að neinu leyti né skyldir eða venzlaðir innbyrðis. Þegar þetta hafði vitnazt, fór Magnús þess á leit, að þess væri getið, að Þor- steinn á Ánastöðum hefði heitið þvi að sverja sér í vil, þegar hann færði eiðinn fyrst í tal við hann, ef Sveinn á Munkaþverá og Þórður á Guðrúnar- FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.