Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Síða 8

Fálkinn - 14.12.1960, Síða 8
r r r r Sænski landkönnuðurinn Sten Bergman segir hér frá átta jólum með framandi þjóðum, — allt frá Kamtsjaka til Kurileyja... Myndin á síðunni hér á móti: Þann- ig verða menn að vera klæddir, þeg- ar þeir takast á hendur sleðaferð í Kamchatka Eftri myndin hér að neð- an: Kamchatka-börn með skinnfóðr- aðar húfur og pelsa. Neðri myndin: Tvær papúanskar fegurðardísir fyrir utan kefa sína. \ LANDKÖNNUNARFERÐUM mín- um hef ég átta sinnum haldið jól í framandi löndum. Fyrstu jólin, sem ég lifði utan Svíþjóðar var 1920, en þá var ég á Kamtsjaka í rannsóknar- leiðangri. Vegna óveðurs gat skipið, sem átti að flytja okkur til aðalbækistöðv- anna í Petropavlovsk ekki komið við þar sem við dvöldum, á norðurhluta Kamtsjaka. Við vorum því neydd til þess að vera vetrarlangt hér um bil 500 kílómetrum norðar en til stóð, á hinum eyðilegu freðmýrum við mynni Kamtsj akaárinnar. Bækistöð okkar var í nýbyggðri jap- anskri loftskeytastöð. Við vorum þrjú þarna, ég, kona mín og Hedström safn- stjóri. Aðrir meðlimir leiðangursins voru í Petropavlosk. Það var ætlun okkar, að reyna að komast á skíðum til Petropavlosk seinni hluta vetrar, en þangað voru 800 kíló- metrar, landleiðina, þar eð beygja þurfti fram hjá ógurlegum fjallrönum og eldfjöllum. Um haustið og fyrri hluta vetrar könnuðum við dýralíf í nágrenn- inu og söfnuðum fjölmörgu fyrir sænska náttúrufræðisafnið. Þarna í stöðinni voru þrír japanskir loftskeytamenn og nokkrir Japanir, er önnuðust rekstur niðursuðuverksmiðju fyrir lax. Hún var að vísu aðeins starf- andi um sumartímann, en þó þurftu nokkrir menn að gæta hennar um vet- urinn. Hinum megin við fljótið var lítið þorp. Auk innfæddra voru þar nokkur hundruð Rússa. Flestir þeirra höfðu neyðzt til að flytja þangað eftir bylt- inguna. Meðal Rússanna var einn meiri háttar maður. Hafði hann verið land- stjóri yfir norðurhluta Síberíu. Hjá hon- um bjó Norðmaður, Hansen að nafni, og hafði hann áður fyrr grætt mikið fé á leiðskinnaverzlun í Síberíu, en tap- aði öllu sína við byltinguna, enda var það geymt í rússneskum bönkum. Þessa tvo menn hittum við oft. Bezti vinur okkar var þó Japaninn Hatasawa, óvenjulega vingjarnlegur, gestrisinn og viðfelldinn maður. Ég hef enn samband við hann. 1936 hitti ég hann í Tókíó og rifjuðum við þá upp gamlar minningar. Þarna áttum við að eyða vetrinum og halda jólin, — fyrstu jólin 1 framandi landi. í desembermánuði geysuðu stór- hríðar dag eftir dag, en stöku sinnum glaðnaði þó til og fórum við þá á skíð- um eða þjálfuðum hundana, heilsuðum upp á kunningjana og söfnuðum dýrum og steinum. Snjóskaflarnir jukust stöðugt, og um jól gátum við gengið upp á þak. Nokkr- ir hundar, sem enginn virtist eiga. höfðu sezt að við hús okkar og gáfum við þeim mat og grófum fyrir þá snjóbyrgi til að liggja í. Um nætur gengu þeir á þakinu. Jólin nálguðust óðum, en allur varn- ingur okkar var í Petropavlosk þar á meðal jólagóðgætið. Þangað var engin leið að komast og við ákváðum að halda jólin eins hátíðleg og mögulegt væri með því, sem fyrir hendi var. Það var engin leið að ná í almenni- legt jólatré þarna, enda eru engin greni- tré í þessum landshluta. Á Þorláksmessu lagði ég af stað á skíðum til þess að athuga hvort ekki væri hægt að finna einhvers staðar tré, sem nothæft væri. Loks fann ég lágvaxinn víðirunna og tók ég hann og fór með heim, ásamt þremur rjúpum sem ég hafði skotið. Við settum víðinn inn í stofu og prýdd- um hann eftir beztu getu. Við reynd- um að hafa allt eins hátíðlegt og jóla- legt og hægt var og kona mín bakaði kökur og bollur. Aðfangadagur rann upp í glampandi sól og í fjarska heyrðist brimið falla að ströndinni. Við byrjuðum daginn með því, að drekka kaffi og borða nýbak- aðar bollur sem brögðuðust ágætlega, og seinni part dagsins komu nokkrir japanskir kunningjar okkar í heimsókn. Á aðfangdagskvöld borðuðum við ein, hrísgrjónagraut, án möndlu, og soðinn lax. Jólagjafirnar voru fáar og fátæk- legar, en þeim mun betur þegnar. Japanir sendu fyrir okkur jólakveðj- ur til félaganna í Petropavlosk. Þar i höfninni var rússneskur tundurspillir og tóku loftskeytamennirnir þar við skeytunum og komu þeim áleiðis. Næstu jól vorum við á ferð um Kamt- sjaka á hundasleðum og gátum því ekki haldið jólin eins og við hefðum óskað. En á þrettándanum tókum við þátt í jólahátíðum í rússnesku þorpi, þar sem jólin voru haldin eftir gömlum venjum. Þetta var mjög fjörugt. Þorpið hét Tolbatchik og var við Kamtsjakaána. Þar var bæði kirkja og prestur og komu því margir úr nágrenninu þangað til þess að halda upp á jólin. Við kom-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.