Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Side 10

Fálkinn - 14.12.1960, Side 10
að haldin væru sænsk jól um borð og þarna gátum við ríkulega bætt okkur upp það, sem á hafði skort næstu jól á undan. Sjö árum síðar var ég um jólin á einni af hinum klettóttu Kurileyjum. Ég, Sjöquist og Japaninn Fujimoto sát- um á gólfinu í litlu japönsku húsi, stein- snar frá strönd Okatska hafsins. Á gólf- inu var grenitré, prýtt sænska fánanum og sænskar niðursuðuvörur voru aðal- hátíðamaturinn. Við neyttum matar okkar sitjandi á gólfinu að japönskum sið. Að máltíðinni lokinni tókum við upp jólagjafirnar og opnuðum fyrir útvarp- ið og hlýddum á hina fegurstu tónlist frá Tókíó. Fyrir utan ýlfraði stórhríðin, það brakaði í húsinu og rúðurnar titr- uðu. Þetta hafði allt undarleg áhrif á okkur í einverunni. Ég var með allan hugann heima í Svíþjóð, en brátt vorum við rifnir upp úr þögninni. Nokkrir japanskir vinir okkar komu og buðu okkur að vera við- stadda undirbúning að nýárshátíð Jap- ana, en það er mesta hátið þar í landi. Undirbúningurinn er í því fólginn, að „berja hrísgrjón11. Nýársmatur Japana er mest allur úr hrísgrjónum og hrís- barsmíðin er hátíðleg athöfn. Fer hún þannig fram, að karlmenn berja hrís- grjónin úr híðum sínum, standa þeir við það og syngja til að auðveldara sé að halda taktinum. Aðfangadagskvöld 1935 var ég í Soutstu í Kóreu, en þar hafði ég aðal- stöðvar þau tvö ár, sem ég dvaldi í Kóreu. Shuotsu er um það bil 150 kíló- metrum fyrir sunnan landamæri Siberíu. Um kvöldið vorum við þrír saman, þeir sömu og sex árum áður á Kurileyjum. Efst á síðunni: Sten Bergman nýt- ur lífsins með papúönskum vinum sínum. Á litlu myndinni talar Sten Bergman við einn af Paradísarfugl- unum sínum. Neðsta mynd: Við þassa útvarpsstöð við Austur-Kam- chatsk hélt Bergman hátíðleg fyrstu jól sín erlendis. 10 FÁLKINN Frh. á bls. 30 Þetta kvöld höfðum við líka grenitré, prýtt sama sænska fánanum og þá. Á Þorláksmessu höfðum við farið í verzl- unarerindum til hafnarborgarinnar Seis- hin, 50 kílómetra leið frá Shoutsu. Skömmu fyrir jól hafði ég farið á villisvínaveiðar og skotið jólagrís handa okkur og sömuleiðis villisvín. Svínið náði þó ekki til okkar fyrir jól vegna þess, að þeim hafði seinkað, sem áttu að koma með það til okkar. En við höfðum ýmsar krásir að gleðja okkur við. Á jóladag borðuðum við steiktan fasan. Hann hafði ekki verið skotinn en veidd- ur með fálka eftir þúsund ára gömlum kóreönskum sið. Við hlustuðum á jóla- tónlist frá Japan og Kína, kertin brunnu upp og jólakvöldið leið. Þetta voru fimmtu jólin mín erlendis. Svo kom heimsstyrjöldin síðari og langur tími leið áður en við gátum aftur farið í rannsóknarleiðangra. Þau land- svæði, sem ég hafði kannað í Austur- löndum voru mér nú lokuð og ég varð að velja ný viðfangsefni. Lengi hafði mig langað til Nýju Guineu. Á ferðum mínum um Asíu hafði mig oft dreymt um land paradísarfuglanna og loks árið 1948 varð draumur minn að veruleika. Þrisvar hef ég nú haldið jól í framandi löndum síðan þá, þar af einu sinni á Nýju Guineu. Jólin þar eru ógleyman- legust. Þegar jólin nálguðust í fyrstu för minni um hitabeltið, var ég staddur á eyju við suðurströnd Nýju Guineu. Með mér var hinn gamli ferðafélagi Sjöqvist, indóneskur aðstoðarmaður og innfædd- ur matsveinn. Ég ákvað að halda jólin í litlu þorpi, Kambala, uppi á ströndinni. Svartur radja, eins konar höfðingi, hafði lofað að flytja okkur til lands á Þorláksmessu. Hann átti stóran bát, sem tók okkur og farangur okkar. Nokkrum dögum fyrir jól sigldi hann til Kambala til þess að undirbúa komu okkar þang- að en vegna lognsins komst hann ekki til baka á réttum tíma, en náði eyjunni á Þorláksmessukvöld. Snemma morguns á aðfangadag héldum við svo af stað. Enn var logn, hafið var spegilslétt og litlar líkur voru á að við næðum til Kambala fyrir kvöldið. Auk radjans voru fjórir aðrir negrar í bátnum. Einn af þeim, gamall maður, var ákaflega villimannslegur. Hann „blés vind“ eins og þeir segja þarna suður frá. Hinir innfæddu trúðu því, að hann gæti fram- kallað vind eftir vild. Við mjökuðumst varla áfram. Radjainn flautaði af og tii og allir bátsmenn reyndu að töfra fram vind með því að hrópa töfraþulur og korraði óhugnanlega í þeim. Um miðjan dag sáust kolsvört ský koma upp fyrir sjóndeildarhringinn og auðsjáanlega var rigning í nánd. Um fimmleytið fór að hvessa og báturinn þaut áfram á mikilli ferð. Það hvessti æ meir og það fór að rigna. Öldurnar hækkuðu og landið hvarf sjónum í sort- anum. Báturinn ruggaði óskaplega og það gaf inn. Við sigldum áfram á mikilli ferð, en það var engin leið að stýra bátnum með þessari einu ár, sem í honum var. Bát- t f l

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.