Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Side 12

Fálkinn - 14.12.1960, Side 12
Hann hljóp niður götuna og beygði fyrír fyrsta horn. Hann ætlaði að koma fjár- sjóði sínum á öruggan stað.. Drengur í hreinum, en ekki sérlega fallegum eða nýjum fötum, starði hug- fanginn í leikfangaglugga stórverzlun- arinnar. Þar var allt, sem barnshjarta fýsti í af leikföngum, stórum og smáum. En það eftirsóknarverðasta var þó járn- brautin, sem ók upp og niður hæðir og hóla í beygjum og bugðum, stanzaði sjálfkrafa við stöðvarnar og ók inn á hliðarspor til að leyfa hraðlestinni að komast fram hjá. — Þetta er eins og ævintýri, sagði drengurinn við sjálfan sig og greip and- ann á lofti. í augu hans kom grunsam- legur glampi. — Trúir þú á ævintýri? var spurt háðslega fyrir aftan hann. Það var að- eins eldri diengur, sem stóð við hliðina á þeim fyrri, og hin margvíslegu leik- föng virtust alls ekki fanga hug hans. Síðbuxurnar og jakkinn hans litu út eins og hann hefði velt sér upp úr óhreinum snjónum meðfram gangstéttinni, — og sennilega hefur hann líka gert það. — Hvers vegna stendur þú hér grát- andi? spurði hann enn fremur. — Ég er ekkert að gráta, mótmælti hinn, það er bara svo gaman að sjá öll þessi leikföng, því að ég mun aldrei eign- ast neitt líkt þessu, hvorki á jólunum né á afmælinu mínu. Mamma hefur ekki efni á því. — Það væri líka vit í að eyða pen- ingunum sínum í svona drasl, sagði sá stóri yfirlætislega. — Hvers mundir þú annars óska þér, ef þú mættir velja? Minni drengurinn líktist mest drukkn- andi manni, sem sér björgunarbelti við hlið sér í sjónum. Hann neri órólegur saman höndunum, og það komu hrukkur í andlitið. — Kúrekafötin þarna, sagði hann lágt, og — og kassann þarna með verkfærun- um, og — og stóra fallega vélbátinn, þennan bláa í horninu. Ræða hans end- aði í andvarpi, því að aldrei hafði hann óskað sér af meiri alhug, og aldrei hafði verið minni von til að óskin yrði upp- fyllt. — Kúrekaföt, verkfæri og vélbátur! Eftir hverju ertu að bíða, drengur. — Komdu inn í leikfangadeildina, og þú skalt fá það, sem þig langar í. Ég skal sjá um það! Ég hef mínar aðferðir til þess! Litli drengurinn var dauðhræddur að fara með honum. Hann grunaði að það væri eitthvað voðalegt við þær aðferðir, sem hinn strákurinn talaði um. En samt þorði hann ekki að neita þessu tilboði. Það var þrátt fyrir allt ekki hann, sem gerði rangt. Og að hugsa sér, — ef hann eftir nokkrar mínútur gæti haldið á bláa vélbátnum í höndunum. Bara eitt andartak og láta sem hann ætti hann. Ungur einkennisklæddur dyravörður, sem stóð á gangstéttinni fyrir framan aðaldyrnar til að leiðbeina fólkinu í jólaösinni, horfði vantrúaður á drengina tvo, þegar þeir fóru fram hjá honum. — Hvert eruð þið að fara? spurði hann strangur. Eruð þið með nokkrum. — Já, við erum með hvor öðrum! svaraði stóri drengurinn hvatlega. Ann- ars er pabbi jólasveinn uppi á þriðju hæð, og ég og litli bróðir minn eigum að fara með skilaboð til hans frá mömmu. Dyravörðurinn var enn vantrúaður, en sleppti þeim þó inn, og þegar þeir stóðu inni í stóru og upplýstu anddyrinu, spurði minni drengurinn með aðdáun í röddinni: Er pabbi þinn jólasveinn hérna uppi? — Nei, hann er dáinn, sagði hann og skældi sig í framan. Og éf hann hefði lifað léki hann ekki jólasvein, það er öruggt mál. — En nú skulum við koma upp á fjórðu hæð, þar sem leikföngin eru. Ég hef nóg annað að gera en að þvælast með þér. Þeim tókst að troða sér inn í lyftuna, rétt þegar hún var að fara af stað, yfir- full. En þegar þeir voru komnir upp á 4. hæð, stanzaði minni drengurinn og starði sneyptur á stórt skilti yfir dyr- unum inn í leikfangadeildina: í jóla- mánuðinum fá börn aðeins aðgang í fylgd með fullorðnum. — Við getum ekki komizt inn, sagði hann vonsvikinn og benti á skiltið. — Þú ert víst áreiðanlega enginn stór- karl, sagði sá stærri meinyrtur. Það er enginn til að segja að við kunnum að lesa. Við fylgjumst bara með fjöldanum, góði minn. Það var heldur enginn, sem reyndi að stöðva þá á leið þeirra um hinn geysi- stóra sal, sem á þessum árstíma var yfir- fullur af leikföngum. — Við getum ekki verið að rölta svona um og leita að einhverju, sem þig langar í, sagði stærri drengurinn, þegar þeir höfðu gengið á milli nokkurra borða, sem á voru bækur og alls kyns spil. — Hvers vegna að vera að þessu sjálfur, þegar maður getur látið aðra gera þetta fyrir sig? Hann gekk beint að rosknum manni, sem var íklæddur síðjakka og teinótt- um buxum. Hann var bersýnilega deild- arstjóri, og augu hans fylgdust með öllu því, sem gerðist í þessum víðáttumikla sal. — Vinur minn þarna vill gjarnan fá kúrekaföt eins og eru í glugganum, sagði drengurinn öruggur. Einnig stór- an verkfærakassa og bláa vélbátinn „Há- karlinn“, af stærstu gerð. Vilduð þér senda þetta að kassa nr. 3, við bíðum þar! Deildarstjórinn kinkaði kolli og gaf ungum afgreiðslumanni fyrirskipanir um þetta. Drengirnir gengu beint að pen- ingakassa nr. 3 og fóru þar í biðröð. — Þarna sérðu, hvað þetta er auðvelt, sagði stærri drengurinn. — Já, en hvað eigum við að gera, þeg- ar við eigum að borga? hvíslaði sá minni hræddur. — Hvað ertu gamall? spurði hinn. I — Rúmlega tólf. — Já, ég er orðinn þrettán. Þegar þú ert orðinn svo gamall, verðurðu von- andi búinn að læra að taka hlutina i þeirri röð, sem þeir koma. Bara að þeir gætu nú flýtt sér þarna fyrir framan okkur. Það leið hálf klukkustund áður en þeir komust að afgreiðsluborðinu. Roskin kona stóð fyrir framan þá, og þegar hún sá, hve stór pakkinn hennar var, sagði hún: — Ég verð víst að biðja yður að senda mér. hann heim. Þér færið upp- hæðina á reikninginn minn. Hún gekk í burtu, og stærri drengur- inn benti á kúrekafötin, verkfærakass- ann og vélbátinn, sem var þegar komið þarna. — Við tökum það með okkur, sagði hann. — Og viljið þér færa það á reikn- inginn minn! í næstu andrá voru drengirnir á leið niður og voru brátt komnir út um aðal- dyrnar. Sá minni var með tár í augun- um, og hann kom ekki upp nokkru hljóði, nema einhverju sem líktist hvelli í gufuvél. — Flýttu þér svo heim og láttu pakk- ann undir jólatréð í kvöld, sagði stærri drengurinn, og þakkaðu fyrir að þú hittir mig. — Ég gleymi þér aldrei, svaraði sá minni og tók allt í einu sprett yfir göt- una, beint í veg fyrir nokkra stóra vöru- bíla, sem urðu að snarstanza, til að aka ekki yfir hann. En drengurinn tók alls ekki eftir neinu. Hann hljóp niður JÓLAGJAFIR 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.