Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Page 15

Fálkinn - 14.12.1960, Page 15
Við áttum leið fram hjá Tjörninni fyrir nokkru. Þann dag hafði snjóað eilítið og Tjörnin hafði enn ekki verið skafin.. Samt sem áður var slangur af krökkum að renna sér á skautum, brun- andi, hlæjandi og að sjálfsögðu dett- andi. Strax við bakkann hjá Iðnó hitt- um við tvo litla skautagarpa, sem voru að borða ís. — Er ykkur ekki kalt? — Jú-jú-ú, sögðu þær báðar og það glömruðu í þeim tennurnar, og hnén skulfu. — Af hverju eruð þið þá að borða is? — Akkuru? hváðu þær og fannst spurningin furðuleg, en höfðu samt auð- sjáanlega ekki hugleitt, hvort nokkuð væri athugavert við að borða ís í frosti á skautum á Tjörninni. — Af því að ísinn er góður, sagði önnur. — Þótt manni verði agalega kalt, bætti hin við. ★ Við gengum út á ísinn og óðara komu fimm yngismeyjar brunandi á móti okkur. Þær sögðust allar vera úr Voga- skólanum og eiga heima í Vogunum og hafa komið alla þessa leið til þess að skemmta sér á skautum. Við spurðum Þær, hvort ekki væri slæmt að hafa þennan snjó á svellinu. — Nei, það er gott, að svellið er ekki skafið, sagði sú fyrsta. — Maður er stöðugri, þegar snjórinn er, sagði önnur, en varla hafði hún sleppt út úr sér orðunum, þegar hún datt endilöng. — Það er alveg eins og maður sé bara á skóm, sagði sú þriðja. — Nei, ekki alveg, leiðrétti sú fjórða. — En samt miklu betrá, árétti sú fimmta. Og með það brunuðu þær af stað í halarófi. Sumar voru slyngar í listinni og ýttu sér með báðum fótum, en aðrar létu sér nægja að ýta sér með annarri og renna sér á hinni. Þær juku ferðina, fóru í stóran boga, og rétt áður en þær komu aftur til okkar, datt sú, sem vask- legost hafði skautað, beint á rassinn, en hinar hópuðust í kringum hana og skellihlógu. Hrakfallabálkurinn reis upp til hálfs, hvítur upp fyrir haus, og kallaði til okkar: — Þið bara rétt ráðið því, hvort þið hafið tekið af mér mynd, þegar ég datt. —- Þeir setja hana í blaðið, tísti I einni. . — Þeir stilla henni út í glugga, hvein í annarri. — Það sést bara í rassinn á þér, gall 1 þriðju. ★ Þannig er líf og fjör á Tjörninni, jafn- skjótt og frystir, — ærslafengnir krakk- ar á daginn, rómantískir unglingar á kvöldin, og á nóttunni virðulegir betri- borgarar, syngjandi jóla- og álfasöngva, svo undir tekur í öllum Miðbænum ....

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.