Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.12.1960, Blaðsíða 21
„ERU NOKKUR JÖL Á fSLANDI?” Erlendir skemmtikraftar eru orðnir tíðir gestir hér á landi jafnt sumar sem vetur, og fyrir nokkru komu hingað tvær brezkar dans- og söngmeyjar, til þess að skemmta í Lidó. Skömmu eftir að þær komu, heimsóttum við þær, þar sem þær gista í einkahúsi við Sörlaskjól. Það var tals- vert frost og hvasst þennan dag og hið fyrsta sem þær minntust á var að sjálfsögðu, hversu hræðilega kalt þetta land væri og hvort það væri alltaf svona. Þær sögðu okkur, að hlýtt hefði verið í London, er þær fóru þaðan, — dálítill rigningarsuddi. Við spjölluðum fyrst við Chiquitu Lopez: — Ég er brezk að þjóðerni. Faðir minn var brezkur, en móðir mín indversk. Ég hef búið allt mitt líf í Eng- landi, en ferðazt um alla Evrópu. Ég skemmti til dæmis lengi í París við góðar undirtektir. — Hafið þér leikið í kvikmyndum? — Já, ég hef leikið í nokkrum kvikmyndum hjá MGM-félaginu og Pathé. Nýjasta myndin, sem ég hef leikið í, heitir „Too Hot To Handle“. Síðustu átta mán- uðina hef ég skemmt í öllum þekktustu næturklúbbum í London. — Hvernig líkar yður að skemmta í Lidó? — Ágætlega. Staðurinn er stærri en við eigum að venjast, en mjög smekklegur og skemmtilegur, og fólkið ánægjulegt, það sem við höfum kynnzt því. Brenda Rowe er brezk í húð og hár, fædd í Yorkshire og uppalin þar. Hún segist hafa byrjað að skemmta, þeg- ar hún var aðeins tveggja ára gömul, og bætir við: — En blessaðir spyrjið mig ekki, hvað ég er gömul nú! Hún hefur skemmt mjög víða í Evrópu; og þar að auki í Kanada og tvö ár dvaldist hún í Ástralíu. Auk þess hefur hún leikið í kvikmyndum og komið fram í sjónvarpi. Brenda spurði okkur, hvort ekki væru haldin hátíðleg jól hér á íslandi. Hún kvaðst hafa ekið um miðbæinn og ekki séð eitt einasta jólatré. — Það eru tvær vikur, síðan London skrýddist sín- um jólabúningi. Við vorum fljótir að svara, að jólin væru haldin hátíð- leg í fleiri daga hér á landi en víðast hvar annars staðar. — Kannski við verðum þá hér um jólin, sagði Brenda og brosti sínu blíðasta brosi. ★ Efrr andlitsmyndin og myndin hér að neðan eru af Brenda Rowe, en til hliðar sést Chiquita Lopez.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.