Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Síða 24

Fálkinn - 14.12.1960, Síða 24
Raðgatan um dauða Povl Bang-Jen- sens hefur aldrei verið leyst. Eftir skjóta og yfirborðskennda rannsókn og löngu áður en niðurstaða krufningarinnar lá fyrir, lýstu stjórnarvöldin því yfir, að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Ætt- ingjar hans hafa tekið þessa skýringu góða og gilda — og þó með hálfum huga. Það var í nóvember í fyrra, að Povl Bang-Jensen fannst látinn í garði í New York. Ári áður hafði hann lent í mikilli deilu við Sameinuðu þjóðirnar, af því að hann neitaði að afhenda aðalritar- anum nafnalista yfir þá 111 Ungverja, sem vitnuðu fyrir Ungverjalandsnefnd Sameinuðu þjóðanna, þar sem Bang- Jensen var ritari. Neitunin leiddi til þess, að Bang-Jensen var sagt upp stöð- unni. Danska ríkið veitti honum fjár- hagslegan stuðning til þess að sækja málið fyrir dómstól Sameinuðu þjóð- anna, en dómstóllinn vísaði ákærunni frá. Sitthvað í sambandi við dauða Bang- Jensens er enn óupplýst. Bæði meðal vina hans og fólks, sem bjó í námunda við staðinn, þar sem hann fannst, eru margir, sem e.fast um sjálfsmorðskenn- inguna. Fyrst og fremst hefur aldrei verið upp- lýst, hvar Bang-Jensen dvaldist þau tvö dægur frá því að hann hvarf og þar til stjórnarvöldin álíta að hann hafi látizt. Hann hafði mjög litla peninga á sér og hann átti helminginn eftir, þegar líkið fannst. Það var ekki nóg fé til dvalar- kostnaðar á gistihúsi og enginn hefur enn gefið sig fram við lögregluna til þess að tjá henni, að Bang-Jensen hafi gist’ hjá honum. Samt sem áður var hann nýrakaður og vel tilhafður, þegar hann fannst. Það er þess vegna óhugs- andi að hann hafi flækst um hvíldarlaus eða í hugaræsing. í janúarmánuði næstkomandi kemur út bók í New York, sem ber titilinn „Svik hjá Sameinuðu þjóðunum?“ í bókinni verða lagðar fram fjölmargar upplýsingar, sem allar hníga í þá átt, að Bang-Jensen hafi ekki svift sig lífi. Höf- undar bókarinnar eru tveir rithöfundar, DeWitt Copp og Marshall Peck, og þeir hafa rannsákað málið upp á eigin spýt- ur eins og fyrsta flokks leynilögreglu- menn og dregið sínar ályktanir af rann- sókninni. Samkvæmt opinberri tilkynningu fannst líkið 26. nóvember 1959 klukkan 8.40 að morgni til af manni að nafni Benjamin Chohen. Samkvæmt til- kynningunni var Bang-Jensen með skammbyssu í hægri hendi. En hin opinbera læknisfræðilega skýrsla um málið, segir dálítið annað, það er að segja, að byssan hafi legið nálœgt hægri hönd Bang-Jensens. Það voru einnig önnur atriði, sem Peck og Copp álitu grunsamleg. Þeir fóru þess vegna á stufana og töluðu við Cohen — þann, sem hafði fundið líkið. Cohen, sem annars heitir Abraham, en alls ekki Benjamín eins og lögreglan nefndi hann, sagði nokkuð, sem stakk ' í stúf við báðar opinberu skýrslurnar: Hendur Bang-Jensens lágu í kross yfir höfði hans. Nákvæmlega það sama sögðu tveir nágrannar, Joseph Galka og Don- ald Bruce, sem rithöfundarnir hittu og • töluðu við, þegar þeir leituðu að húsi Cohens. Þessir tveir nágrannar höfðu séð líkið áður en lögreglan kom á vett- vang. Og allir þessir þrír menn neituðu > að trúa sjálfsmorðkenningu lögreglunn- ar. £eir fullyrða, að maður, sem skjóti sig, geti engan veginn fallið í þær stell- ingar, sem þeir sáu líkið í. Það var með útrétta fætur og hendurnar krosslagðar yfir höfðinu. J Líkskoðunin leiddi í ljós, að Bang- j Jensen hefði látizt 24 klukkustundum áður en lík hans fannst. En Copp og Peck hafa uppgötvað ýmislegt, sem lög- reglunni er ekki kunnugt um, og sem bendir til þess að annaðhvort hafi Bang- Jensen látizt töluvert síðar — eða þá að líkið hafi verið flutt á fundarstaðinn um nóttina. Garðurinn, þar sem líkið fannst, er mikið notaður af hundaeigendum og þeir Cohen og Galka voru einmitt að viðra hundana sína morguninn, sem þeir komu að líkinu. En þegar rithöfundarnir tóku v 24 FALKINN . *5» /'/.• y_l - .. . í-Æ.. •

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.