Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Side 29

Fálkinn - 14.12.1960, Side 29
5. VERÐLAUNA- KROSSGÁTA FÁLKANS FÁLKINN birtir verð- launakrossgátu í hverju blaði. Hér birtist hin fimmta. Verðlaunin eru 100 krónur. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur. Lausn á fyrstu gát- unni er á bls. 31. komið sama daginn sem Hugh bað Irenu. Einmitt sama daginn! Það var það hræðilegasta í öllu málinu. Það var það, sem Ireenu tók sárast. En var eiginlega nokkur ástæða til að vera svona hræddur? Hugh var ekki fyrsti maðurinn, sem unnustan hafði hryggbrotið til að giftast öðrum. Hann var ekkert barn, sem grípur til þess sem næst verður, til að hugga sig í hörmunum. Coral sagði hugsandi, eins og henni skildist þetta fyrst nú: — Það var í rauninni gott, að Hugh skyldi kynnast þér. « Maður gæti sagt, að það væri ráðstöfun örlaganna .... í sambandi við nýju stöðuna hans. Hann sagði mér áður en hann fór, að hann mundi tæplega fá sölustjórastöðuna, nema í tilefni af því að hann giftist. Þess konar staða krefst tals- ' verðrar risnu, sem ógiftum manni er erfitt að láta í té. — En þetta gekk allt prýðilega, sagði hún létt. — Ég er viss um að þú verður hamingjusöm. En nú verð ég að fara. Ég hef tafið þig of lengi frá Hugh með öllu þessu masi. Hún leit í spegilinn áður en hún sneri sér frá og fór að tala um annað, á leiðinni til dyranna. — Ég verð að sýa þér borgina á morgun og kynna þig einhverju fólki. Þú hefur sjálfsagt nóg að gera í fyrramálið að taka upp dótið þitt, svo að ég ætla að koma eftir há- degisverð og fara með þig í Carioca-Clúbbinn. — Æ, þú mátt ekki baka þér fyrirhöfn mín vegna, flýtti Irena sér að segja, en Coral hló. — Góða mín, ég hef bara gaman af að koma þér á fram- færi. Þegar þær komu inn í stofuna, sagði hún við Hugh: — Ég fer með Irenu í Carioca-klúbbinn síðdegis á morgun, Hugh. Aftur sá Irena þakklætið skína úr augum hans. — Þakka þér kærlega fyrir, Coral. Það var fallega gert. Hana langaði ekkert til að fara í Carioca-klúbbinn með Coral. Hana langaði þessa stundina ekki til að fara neitt með Coral .... en það stafaði líklega af því, að hún var ekki búin að jafna sig eftir það, sem Coral hafði sagt henni, hugsaði hún með sér. Irena fann, að það hafði ekki verið í ógáti, sem Coral minntist á Diönu. Hún vildi láta Irenu vita um þessa fyrri unnustu Hugh, og hafði notað fyrsta tækifæri til að segja henni frá. Hversvegna? hugsaði Irena, en vísaði hugdetttunni á bug. Ástæðan til þess að hún sagði frá þessu, skiptir ekki máli. Ekkert í sambandi við Coral skipti nokkru mál þessa stund- ina. Það var Diana, sem skipti máli, — Diana, sem hafði skrifað nettu rithöndina á bréfið til Hughs. Hana langaði til að spyrja hann um þetta. Þegar Coral var farin, langaði hana til að taka um hálsinn á Hugh og segja: — Elskan mín, Carol hefur verið að tala um Diönu, og hún gaf í skyn að þú hefðir gifzt mér aðeins vegna þess að sölustjórinn í Rio þyrfti að eiga konu til þess að halda uppi risnu. En hún segir það ekki satt, er það? Hún þráði að finna arma hans taka utan um sig og heyra hann hlæja að svona fráleitri hugmynd. Mundi hann hlæja að þessu? Mundi honum finnast það vera svo fráleitt? Bréf Diönu mundi hafa verið það fyrsta, sem hann las eftir að hann kom af fundi forstjórans og hafði fengið að vita að hann væri skipaður sölustjóri. Eftir að for- stjórinn hafði sagt honum það. Hún reyndi að vísa þessu á bug. Ég vil ekki trúa því. Hann elskaði mig. Hann elskar mig, sagði hún úrvinda við sjálfa sig. (Framh.) FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.