Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 4
MODEL 600 PIPAR Allir spyrja um þetta nýja slankbelti. Hvers vegna? MODEL 600 sameinar alla lcosti góðs slank- beltis. Það nær vel upp fyrir mittið. 1 því eru fjórir teinar, sem halda vel að, svo vöxtur- inn verður mjúkur og spengilegur. Framleitt bæði krækt á hliðinni og lieilt. Fyrsta flokks efni, fyrsta flokks vinna. Stærðir: Medium — Large Extra-Large. Biðjið um MODEL 600 og þér fáið það bezta, sem völ er á. Fæst í flestum vefnaðarvöruverzlunum um land allt. LADY h.f. lifstykkjaverksmiilja Barmahlíð 56, sími 12-8-41. Shilar yöur hrítasta þratti í heiwni t&cUÁ- Vestur-þýzkir íþróttafrétta- ritarar spurðu nýlega Kon- rad Adenauer um leyndar- mál þess, að hann héldi enn- þá fulltri starfsorku, þó að hann væri orðinn 85 ára gamall. Kanslarinn þakkaði það ítalska leiknum „boccie“ og útivist við hús sitt á Rín- arhæðum. „Frá árinu 1937 hef ég búið í Rhöndorff, en þangað kemst ég aðeins með því að klöngrast upp bratt- an stíg. Eru það rúm 80 þrep. Annar kostur er og við að búa uppi á hæð; þótt húsið sé eitt hið bezta í öllum Rínardalnum, var það aldrei tekið af liðsforingjum hernáms- veldanna eftir heimsstyrjöldina seinni, vegna þess,“ sagði gamli maðurinn að lokum, „að þeir gátu ekki ekið upp að dyrunum!“ Um leið og Elísabet Breta- drttning kom til að heilsa þjónustuliði sína við hina ár- legu fánahyllingu á afmælis- degi sínum, sló hin fræga turnklukka á hinum sögu- fræga paðreimi Lundúna 11. Þó var klukkan 3 mínútur yfir 11. Undrandi sjónvarps- áhorfendur fengu síðar skýr- ingu á þessu í brezka útvarp- inu. Drottningin kemur aldr- ei of seint, turnvörðurinn hafði haldið í mínútuvísinn, þangað til henn- ar hátign kom. Franskir ilmvatnsframleið- endur kusu í ár, eins og venjulega kvenlegustu konu í heimi. Fyrir valinu varð leikkonan Tina Louise, sem kunn varð fyrir leik sinn í Dagsláttu Drottins. Leikkon- an fór í blá bikini-baðföt og festi orkideu í barm sér og tók þannig á móti verðlaun- unum. En þau voru fólgin í því, að hún fékk að baða sig í baðkeri fullu af Arpége ilmvatni, í sýnisherbergi á Manhattan. Er Tina steig ofan í baðkerið, flaut Lavin ilm- vatn af beztu tegund til beggja hliða, mörg hundruð dala virði. Þegar hún stóð upp úr karinu, sagði hún og kurraði eins og dúfa: „Nú getið þið lofað honum öllu fögru, en gefið honum Tinu Louise.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.