Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 32
rekið hafði talsvert frá, bendingu um að koma. Það lagðist upp að okkur, og gestur- inn hvarf jafn skyndilega og hann hafði komið. Litlu síðar gekk skipstjórinn út á brúarvænginn og tilkynnti, að þetta væri þá í lagi og bað okkur margfald- lega að fyrirgefa ónæðið. Stýrimaður- inn kom nú hlaupandi og rétti okkur fulla flösku af sjóhvítri nýmjólk. Og undir háværum blessunarósk- um skipverja lónaði varðbáturinn út úr víkinni og hvarf fyrir nesið. En skipverjar á Voninni slógu sér á lær og héldu niður í lúkar til að undirbúa kaffigildi með nýmjólk og molasykri. Atli Magnússon. Kætumst - Frh. af bls. 19 að ganga með slitróttum og krampa- kenndum rykkjum. í broddi fylkingar koma steinaldar- mennirnir, berfættir að gömlum sið, og er mesta furða hve vel þeir bera sig. Eru þeir íklæddir skinnum og draga vopn sín á eftir sér. Eftir þeim koma ýmsar frægar persónur úr mannkyns- sögunni. Má þar meðal annarra nefna Hinrik VIII., sem unir sér vel í hópi fagurra meyja. Ekki langt undan má sjá þýzka lífverði í gráum frökkum, með hakakrossinn á ermunum. Sjálfur Hitler kemur svo í bíl á eftir og heilsar fólk- inu á sinn vanalega hátt. Lestina rak. svo nútíma djass-hljómsveit, sem skemmti fólkinu með átakanlega fögr- um leik sínum. — Deginum lýkur á öllu friðsamlegri hátt en hann hófst. Minnist fólk sjálfstæðís síns og frelsis, rheð ættjarðarsöngvum og í töluðu orði. Því þrátt fyrir glens og glaðværð, sem ríkir þennan dag, er það þó þessi til- fínning djúprar gleði yfir fengnu frelsi, sem hrærist í hjörtum allra Norðmanna 17. maí. Kvenþjóðin - Frh. af bls. 23 þar til hliðin er 14 cm. Sett á prj. nr. 2, og 7 1. teknar jafnt úr á prjónin- um, prjónið brugðningu. Eftir IV2 cm er prjónuð gataröð eins og á bakinu, og eftir 1 cm eru felldar af 20 1. hvoru megin. Geymið 8 fremstu 1. hvoru meg- in á öryggisnálum. Setjið þessar 23 1. sem eftir eru á prj. nr. 2%, aukið út 1 1. hvoru megin fyrir saumfari: prjón- uð ein mynsturrönd, 2 1. sl., ein mynst- urrönd, 2 1. sl., ein mynsturrönd í 7 cm. Prjónið því næst 1 cm breiða brugðn- ingu. Fellt af. Látið hinar 8 1. af ann- arri öryggisnælunni á prj. nr. 2, aukið í eina lykkju fyrir saum, prjónið brugðn- ingu, eftir 8 cm er aukalykkjan tekin úr og eftir 24 cm til viðbótar fellt af. Hitt bandið prjónað eins. Sokkarnir: Fitjið upp 48 1. á prj. nr. 2V2 og prjónið 7 cm brugðningu, þá er prjónuð gataröð, prjónið næstu um- ferð brugðna allar 1. Geymið 16 1. hvoru megin, á 16 1., sem eftir eru er prjón- uð ein mynsturrönd, 2 1. sl., ein mynst- urrönd í 5 cm. Látið nú fyrstu 16 L, sem geymdar voru, á prjón nr. IV2, takið upp 15 1. meðfram annarri hlið miðstykkisins, setið 16 1. frá miðstykk- inu á prjóninn, takið upp 15 1. með- fram hinni hlið miðstykkisins og að lokum hinar 16 L, sem geymdar voru. Prjónið 2V2 cm breiða brugðningu. Fell- ið af 32 1. hvoru megin, prjónið 1V2 cm breiða brugðningu með 1. sem eftir eru. Takið 1 1. úr hvoru megin 1 annarri hvorri umferð, þrisvar sinnum. Fellt af. Frágangur: Saumið saman ermarnar á peysunni og undir hendi. Brjótið háls- líninguna tvöfalda, saumið hana fasta á röngunni, látið 2 efstu hnappagötin standast á. Varpið kringum hnappagöt- in, saumið hnappana í. Saumið hliðarsaumana á buxunum. Takið upp 90 1. á prj. nr. 2 í kringum hvora skálm, og prjónið 4 cm breiða brugðningu. Fellt laust af. Brjótið brugðninguna tvöfalda og faldið hana á röngunni. Saumið böndin við smekk- inn og festið þeim að aftan. Sokkarnir saumaðir saman. Snúið snúrur, sem dregnar eru í gataraðirnar á buxunum og sokkunum. Geysimargar ráðningar bárust við verðlaunagetraun FÁLK- ANS „Hvar hefurðu komið“, en frestur til að skila lausnum rann út fyrir nokkru. Langmestur hluti lausna var réttur, en staðirnir, sem birt var mynd og ofurlítil lýsing á, voru þessir: 1. Seyðisfjörður. 2. Akranes. 3. Selfoss. (Myndin var af Ölvusárbrú). 4. Grundarfjörður. 5. ísafjörður. 6. Bolungavík. 7. Sauðárkrókur. 8. Hofsós. Fyrir nokkru var dregið úr réttum lausnum, og sú heppna er SVALA KRISTJÁNSDÓTTIR, Baldursgötu 9, Reykjavík. Verðlaunin, sem hún hlýtur, er hringferð kringum landið með m.s. Esju. Klukkan sextán - Frh. af bls. 15 Hann sat stífur í stólnum. Hann sá stóra vísinn á klukk- unni raunverulega hreyfast, í örstuttum rykkjum frá svarta 15:57 punktinum að 15:58 punktinum. Hann sá, hvernig bil- ið minnkaði, hann sá visinn yfir punktinum. Og svo fór vís- irinn að nálgast 15:59 punktinn. „í fyrstunni,“ sagði hr. Crangle, „munu blöðin ekki trúa því. Jafnvel þótt breytingarnar verði í sjálfum ritstjórnar- skrifstofunum, munu blaðamennirnir ekki trúa því. Það gera þeir ekki fyrst á eftir. En svo, þegar þeir sjá, að það hefur komið fyrir alla, sem að almanna dómi eru vondir, þá munu þeir skilja ætlunina." Klukkan sýndi 15:59. „Mikil saga,“ sagði hr. Crangle. „Mikill blaðamatur. Og enginn mun vita, að ég gerði það, Pet, engir nema þú og ég.“ Oddur stóra vísisins var kominn hálft mínútubil fram hjá 15:59 punktinum. Hr. Crangle var með hjartslátt. Augun 32 voru galopin, varirnar snertust ekki. Hann hvíslaði: „Eng- inn mun vita það.“ Endi stóra vísisins bar í punktinn efst á klukkuskífunni. Vekjaraverkið fór af stað. Hr. Crangle fann til mikillar ólg- andi orku, eins og vatn væri að brjótast í gegnum stíflugarð, hann fann þungt högg, eins og hann væri lostinn þrumu- fleygi. Hann lokaði augunum. „Nú!“ sagði hann þýtt og hlunkaðist niður örmagna. Með því að ganga út að glugganum og horfa niður í mann- þröngina á gangstéttunum hefði hann getað séð, hvort það hefði tekizt eða ekki. Hann fór ekki að glugganum. Hann þurfti þess ekki. Hann vissi. Vekjarabjallan hætti að hringja. Pet reigði höfuðið og leit á hann með auga, sem var eins og fægður steinn. „Net,“ sagði hann. Þegar hr. Crangle teygði höndina upp að búrinu, vantaði um 50 cm til að hann næði því. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.