Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 20
CUflugaH FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH SJÖTTI HLUTI Blaðaljósmyndarinn fann hvernig stúlkan stirðnaði af hræðslu. Hún treysti auðsjáanlega ekki félögum sínum meira en svo. Allt í einu reyndi hún að slíta sig af Dave. Hann fann hvernig hún var að smjúga úr greipum hans. Hann kreppti hnefann og náði taki á öxlinni á henni. Stúlkan rykkti í, svo að kjóllinn rifnaði á öxlinni og hljóðið var eins og þegar sagarblað smýgur tré. Það sást á bera öxlina á henni. Dave tók andann á lofti. Á hörund- inu sá hann merki djúpt niður í vöðvann, eins og það hefði verið gert með rafmagnstæki eða ef til vill var það eftir glóandi stimpil. Hörundið var löngu gróið þar sem sárið hafði verið, en merkið sást vel eigi að síður. Það var líkast skordýri, hitabeltisflugu .... Hann hafði engan tíma til að horfa lengi á þetta undar- lega merki, því að umbrotin í stúlkunni höfðu gefið bóf- unum tækifæri til að skjóta á hann, án þess að hætta væri á að þeir hittu stúlkuna. Nú heyrðust nýir skothvellir. Dave hlífði sér með því að kasta sér flötum og dró stúlkuna með sér í fallinu. Skammt frá honum stóð lágur hægindastóll. Honum tókst að draga hann til sín með fætinum. Mennirir þrír höfðu allir vörn fyrir sér, eins og þeir væru hver í sínu virki. Annar árásarmaðurinn gaf manninum á þakinu merki, en hann hafði fylgzt með því sem fram fór, gegnum gluggann. Maðurinn við borðið benti með skammbyssunni sinni á hliðardyr í skúrnum. Dave vissi að þær voru læstar, en hvað dugði lás gagnvart manni, sem hafði sjálfvirka skammbyssu í hendinni. Hér var aðeins um eínn möguleika að ræða. Hann hafði ætlað sér að halda í stelpuna og halda áfram að tala við hana í betra næði, og kannske með betri árangri. Hann var sannfærður um, að hún vissi miklu meira en hún þóttist vita. Og flugan, sem brennimerkt var á öxlina á henni hafði orðið til þess að honum datt margt nýtt í hug. Það lá aust- yrlenzk grimmd á bak við þetta — að brennimerkja fólk svona. Bændurnir mörkuðu skepnur sínar til þess að sanna hver eigandinn væri. Og Dave Dott vildi gefa mikið fyrir að vita, hver eigandinn væri að stúlkunni. En þó var meira vert um hitt: að bjarga lífi sínu. Hann lyfti skammbyssunni og miðaði á lampann í loftinu, en hann varð að vera öruggur og skjálftalaus, til þess að hitta hann. Hann greip um hlaupið á skammbyssunni. í sama bili kom skot frá manninum bak við vinnuborðið. Skeftið á skammbyssunni fór í mola fyrir augunum á blaða- ljósmyndaranum. Annað skot heyrðist fyrir utan húsið, og reykurinn, sem lagði inn um rifu í hurðinni til hliðar í skúrnum sýndi, að lásinn gat ekki verið neinn þröskuldur í vegi þeirra, sem vildu komast inn í skúrinn. Án þess að hugsa sig um frekar, kastaði Dave eyðilögðu skammbyssunni í lampann í loftinu. Það heyrðist hvellur, þegar lampinn fór í mél. Dave fannst myrkrið vera eins og góður vinur, sem rétti honum höndina. Hann sleppti stúlkunni. Vitanlega hefði hann getað haldið henni á lofti og borið hana með sér, en hún mundi hafa tafið fyrir hon- um. Og hún var trú samverkamönnum sínum — kannske mest af þrælsótta. í sama bili og hliðardyrnar opnuðust, kom dimmur skuggi móti manninum, sem opnaði þær. Hann slengdist á gólfið og öskraði. Tók báðum höndum fyrir andlitið til að hlífa sér og gaf ljósmyndaranum um leið tækifæri til að skjót- ast fram hjá. Dave Dott heyrðist hlaupa úti í portinu. Hann hafði skellt hurðinni á eftir sér, þó að lásinn væri ónýtur. Hann vissi, að hann var kunnugri þarna í portinu en mennirnir þrír, og gaf sér tíma til að skjóta slagbrandinum fyrir aðaldyrnar á skúrnum. Það reyndist vera hyggilega gert, því að nú heyrðist bylmingshögg á hurðinni, innan frá. Dave setti bifreiðina sína í gang, hún stóð viðbúin í port- inu, og ók henni út á götuna. Hann setti hreyfilinn á fulla ferð, svo að þau gætu heyrt, að hann ætlaði að flýta sér á burt. í fyrstu hliðargötu renndi hann niður að ánni. Hann hljóp út úr bifreiðinni, stakk lyklinum að hreyflinum á sig og hljóp svo styztu leið til baka að skúrnum sínum. Á götunni þarna fyrir utan hafði hann ekið fram hjá stórri vörubifreið, sem hafði vakið forvitni hans. Það var ekki vafamál hver átti hana. Hann hljóp í skuggann bak við bifreiðina og stóð þar nokkrar mínútur og hlustaði. Hann heyrði að bófarnir voru að rífast um hver ætti sök- ina á því að hann hefði gengið þeim úr greipum. Nú steig hann varlega upp á aurhlífina og vatt sér upp á bifreiðar- þakið. Ef hann legði sig flatan á þakið, var líklegt að þeir tæki ekki eftir honum. Hann þreifaði fyrir sér eftir ein- hverju til að halda sér í. Þarna var engin umgerð kringum þakið, svo að ekkert var til að halda í eða skorða sig við. Eftir dálitla stund heyrði hann mennina þrjá koma út úr skúrnum. Við innganginn hékk ljóstýra. Hann sá að stúlkan kom út á milli þeirra. Hún hafði brett kápukragann upp að hálsinum allt í kring, eins og henni væri kalt. Bófarnir héldu rakleitt að vörubifreiðinni, tveir þeirra 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.