Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 26
LEIFTUR Sennilega hefuraldrei slíkum ósköp- um af filmum verið eytt á nokk- urn þjóðhöfðingja hér á landi eins og Ólaf Noregskonung, er hann gisti landið um síðustu mánaðamót. Ber margt til þess: Frændur okk- ar Norðmenn eru vinsælir hér á landi og íslenzku blöðin ertu lítt spör á myndir nú á dögum. Þessa skemmtilegu mynd tók Oddur Ólafsson af Ólafi konungi, er hann dvaldist í Reykholti síðasta dag heimsóknar sinnar. Þeir, sem leggja leið sína um Voga- hverfið, hafa vafalaust veitt eftir- tekt garði þar, sem stingur mjög í stúf við aðra slíka. í garði þess- um hefur verið komið fyrir geysi- mörgum og stórum myndastyttum, sem húseigandi hefur sjálfur gert. Þessi garður og eigandi hans hef- ur áður verið gerður að umtalsefni í blöðum, — en þegar ljósmyndari FÁLKANS átti leið þarna um fyr- ir skemmstu, sá hann, að margar myndir höfðu bætzt við í safnið síð- an hann fór hjá síðast. Meðal hinna nýju mynda er til dæmis sú, sem birtist hér að ofan. ☆ Fegurðardrottningar eru mjög á dagskrá hér á landi, síðan hinni sögulegu fegurðarsamjkeppni lauk. Ekki líður á löngu þar til fegurðar- dísirnar leggja land undir fót og fara utan til að taka þátt í alþjóð- legri fegurðarsamkeppni. Myndin hér að neðan er tekin í fyrra, þegar kjörin var í London „Miss WorId“. Fyrir valinu varð Ungfrú Argentina. Sú sem óskar henni til haminggju með kossi er Ungfrú Suður-Afríka, sem varð númer 3. an getur ekki um nema tvo saklausa menn, sem þögSu frammi fyrir dómur- um sínum, Jesú og Sókrates. Nú hygg ég ekki, að þér viljið lyfta þessum glæpamanni úr þorpinu yðar svo hátt upp í hæðirnar . . . . “ Andrési gramdist hvernig hann bar fram orðið glæpamaður. „Segið mér annars,“ spurði hann, „hvers vegna er yður svona mikið í nöp við þennan vesalings mann?“ „Hann er kafli í sjálfsævisögu minni,“ svaraði gamli dómarinn, án þess að láta sér bregða. „Kafli, sem ég er reiðubú- inn að verja með hnúum og hefnum.“ Þegar hann sagði þetta, var hrein- skilni og einlægni í rödd hans, sem ekki hafði orðið vart þar áður. Skyndilega hélt hann áfram: „Afsakið þótt ég spyrji líka: Og þér? Hvers vegna hafið þér svona mikinn áhuga á þessum manni?“ „Ég veit ekki nákvæmlega, hvað þér eigið við.“ „Lúkas Sabatini er líklega ekki skyld- ur yður?“ „Nei, hann er vinur minn. Réttara sagt bezti vinur minn.“ „Ó,“ æmti gamli dómarinn og hálf- gapti. Hann varð ósjálfrátt skoplegur á svipinn. „Afsakið,“ sagði hann, „af- sakið.“ Því næst hóf hann aftur máls: „Hafið þið ....... verið vinir Iengi?“ „í um það bil þrjátíu ár.“ „í þrjátíu ár? Ég skil yður ekki, hann var í fangelsi. Hvernig getur það ver- ið?“ Andrés hreyfði sig eins og hann vildi segja: Það er of langt mál að útskýra það. „Sjáið þér til,“ sagði Andrés í sátta- tón, „ég segi það ekki af vináttu við hann, heldur hlutdrægnislaust, að mér finnst Lúkas vera heilbrigður maður, rétt eins og hver annar bóndi, einungis meiri ólánsmaður. Það voru kringum- stæðurnar, sem voru einsdæmi. Og víst er um það, að hann hefur ekki snúizt við þeim á hversdagslegan hátt.“ „Leyfist mér að láta vináttu ykkar liggja á milli hluta?“ spurði gamli dóm- arinn. „Leyfist mér það? Jæja þá, ég hygg, að engar kringumstæður geti gert miðlungsmann að ofurmenni. Ef slíkur maður setur upp þess konar svip, er hann að látast. En látalætin þola ekki jafn langa og grimmilega reynslu og lífstíðarfangelsi. Þér vitið, Cipriani, hve illa hefur farið fyrir þeim, sem þótzt hafa verið ofurmenni í þessu landi. Við skulum þá fyrir alla lifandi muni ekki vera að tala um ofurmenni, þegar um kvennamál er að ræða. Það er ekki til ofurmenni á nærbuxum, takið eftir því.“ Gamli dómarinn talaði eins og hann væri í réttarsal, og þótti sýnilega mikið til um, hve vel hann kom fyrir sig orði. Hann hagræddi sér betur í sófanum, lagði saman lófana og hélt áfram; „Þér vitið eins vel og ég, að hver sá maður í þessu þorpi, sem nær hylli ein- Frh. á bls. 34

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.