Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 13
um sem lagt höfðu land undir fót í Reykjanesröstinni. Körfur og balar trónuðu uppi á lest- arlúgunni eða utan í öðrum hvorum borðstokknum í margs konar ásigkomu- lagi. Hárbeittir goggar og blaðlangar sveðjur, sem sagt höfðu skilið við verk- færastíuna ógnuðu nú lífi og limum þilfarandans, svo að ég gaf mig nú all- an í að koma gripunum aftur á réttan stað, sem ekki var áhlaupaverk. Þegar ég kom inn í stýrishúsið, var dýptar- mælirinn þegar byrjaður að teikna. Hann teiknaði rennsléttan botn og tutt- ugu faðma dýpi alveg eins og við höfðum búizt við. En við botninn sáust margs konar gárur eða bugður. Sumar voru ljósar og komu í stórum boga. Það fannst mér vera kolinn að huga að ein- hverju merkilegu, sem hann þættist sjá fyrir ofan sig. Sumar voru næstum svartar og lágu við botn. Það fannst mér vera þorskurinn að láta líða úr sér sprengfullur af sandsíli. Svo sá ég ein- staka litla díla uppi í sjó. Voru það tveir smáufsar í hjónabandshugleiðing- um, eða voru það kannski tvær síldar að tala um reknetaveiðarnar í ár? „Við skulum láta það fara, drengir,“ sagði Sigurjón og dró úr ferðinni að mun. Við þrír, Gunnar, Einar og ég, hvolfd- um yfir okkur sjóstökkum og settum upp lýsisgula sjóhatta, sem voru svo djúpir að börðin á þeim strukust næst- um því við axlirnar á stakknum. Klof- stígvélin voru brett upp og hráblautir vinnuvettlingar teknir til. Það var víga- leg þrenning, sem tróð út úr stýrishús- inu á Voninni þennan hráslagalega haustmorgun. Við vorum fljótir að lása í trollið og gefa út belginn, sem var votur og sökk vel. Þegar „rópurinn" hafði verið bund- inn við, tóku þeir Einar og Gunnar sér stöðu við spilið, en ég gekk að for- gálganum og kom mér þar fyrir. Við Sigurjón lásuðum hvor í sinn hlera, og slógum keðjurnar undan „brakkítunum“ í einum logandi fleng. Nú reið á að gera eitt stórkostlegt hal, áður en yrði of hjart. Sigurjón sigldi af stað með trollið, sem tók prýðilega við sér. „Gefið út!“ kallaði hann glaður, og Einar og Gunnar skrúfuðu frá tromm- unum. Vírarnir byrjuðu að þokast út fyrir, hægt í fyrstu og svo hraðar og hraðar. Þegar sjötíu og fimm faðmar höfðu runnið út, kallaði Sigurjón: „Gott að framan, solítið betur að aftan — stopp!“ Og svo var vírinn dreginn í blökkina, og allt var klappað og klárt. Það eru víst lítil takmörk fyrir því, hvað hægt er að drekka mikið af svörtu kaffi, þegar annað er ekki að hafa, og þess vegna var ruðzt beint að kaffi- könnunni, þegar færið gafst. Yfir kaffi- bollanum glæddust bjartar vonir, þótt ólánlegir möguleikar skytu upp koll- inum öðru herju í umræðunum. Höfundur meSfylgjandi sögu, Atli Magnússon, er 16 ára gamall nemandi í Menntaskólanum i Rvík. Hann er V estfirðingur, œttaSur úr Álftafirði við ísafjarðardjúp. Atli hefur aldrei hirt neitt eftir sig á prenti og aðspurður segist hann ekki hafa skrifað mikið, heldur „sezt við þetta einstaka sinnum“. Hann fœst við þœr greinar ritmennsk- unnar, sem honum dettur í hug þá og þá stundina. — Yrkirðu kannske at- ómljóð? — Nei, ég yrki rímað, ef ég ber það við. Ég er á móti atómkveðskap, en er þó enginn hatursmaður hans. ■—• Hvernig kanntu við þig i menntaskólanum? — Ágœtlega, nema hvað ég sé eftir þeim tima, sem eftir er áð eyða í latínu. — Hvað viltu segja okkur um þína eigin kyn- slóð? — Hún er áreiðanlega ekki verri en hver önnur. Ég vona að sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp, skíli skárri heimi en sú, sem er að líða. — Ertu ekki sannfærður um að þú sért skáld? — Nei, fjarri því. Það máttu bóka. Það eru margir kallaðir, en fáir út- valdir, og þetta er bara tómstundaiðja hjá mér. — Hver er eftirlœtis höfundur þinn? — Þórbergur Þórðarson. — Og hvað um söguna? Þetta er auðvitað ein af endurminningum þín- um frá sjónum? — Já, að nokkru leyti, en annars er hún aðeins byggð á sögusögnum í öllum höfuðatriðum. Atli hefur verið talsvert mikið til sjós, en í sumar mun hann þó vinna í landi. Hann kveðst hafa tekizt á hendur „það göfuga starf“: íslenzka póstþjónustu“. Fálkinn óskar Atla góðrar ferðar á hinni hálu braut ritmennskunnœr og vill beina þeim tilmœlum til ungs fólks, sem fœst við skriftár, að senda blað- inu verk sín tiil birtingar. Það er allt- af forvitnilegt og skemmtilegt, að kynnast því, sem yngstu höfundarnir yrkja og skrifa. „Það yrði íkoma, ef púðurliðið birt- ist nú allt í einu,“ sagði Einar og tíndi sykurmola út í kaffið sitt. „Það er nú svo sem minnst hættan á því,“ hló Gunnar og bruddi sykur, „það þorir nefnilega enginn þeirra út um hafnarkjaftinn nema í sólskini, skal ég segja ykkur,“ og enn hló hann svo skein í kolsvartar brenglurnar í munninum á honum. Útvarpið hafði verið opnað og „American radio service in Iceland" fyllti vistarveru okkar syfjulegu gauli. „Þetta hefði mamma mín sáluga ekki kallað söng,“ sagði Einar og sneri sér að tækinu alvarlegur í bragði, „og ég kalla þetta ekki heldur söng,“ bætti hann við. „Ég hef ekki sagt ykkur frá því þegar við vorum teknir á honum Kóp í hitteðfyrra, strákar, og karlinn fór í grjótið,“ sagði Gunnar og deif kringlu niður í kaffið sitt. „Nú já,“ sagði Einar, „hvernig var það?“ Við lítum forvitnislega á Gunnar, er fer sér að engu óðslega, en veltir kringl- unni ánægjulega upp úr sykurboxinu. „Ja, það var heldur, piltar,“ sagði hann og slafraði upp í sig kringluna, snjóhvíta af sykri. Hann var um það bil að hefja frá- sögnina, þegar heyrðist til Sigurjóns í lúkargatinu. Hann var svo skjálfradd- aður, að við áttum fullt í fangi með að skilja, hvað hann sagði „í guðs bænum fljótir, það er að koma skip, varðskip, já það er alveg áreið- anlega varðskip, í guðs bænum .. .“ og svo var hann þotinn. Eftir andartak Frh. á bls. 30 FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.