Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 27
LITLA SAGAN: SKOTHYLKIÐ, SEM VILLTIST í Kóngsgötu 10 var allt í uppnámi. Fólkið hafði heyrt skothvell og þeir sem næstir bjuggu í íbúðinni,höfðu líka heyrt að einhver datt. Augljóst var, að þarna hafði gerzt harmsaga, ekki sízt er það vitnaðist, að látin var kona, sem öll- um kunnugum hafði verið vel við, því hún var bæði glaðlynd og greiðvikin. Maður hinnar látnu hafði setið 1 skrifstofunni sinni og verið að skrifa bréf, en hún var ýmsu að sinna í íbúð- inni. í anddyrinu hafði hún rekizt á Walthersskammbyssu mannsins síns, sem hún hafði farið að fikta við, án þess að láta sér detta í hug, að hún væri hlaðin. Og svo reið skotið af, og þegar hann kom fram í anddyrið, sá hann konuna sína liggja á gólfinu. Hún var dáin. Hann hafði í ofboði kallað á nágrannana og símað til lögreglunnar. Þetta virtist ofur auðskilið mál. Harm- ur eiginmannsins var svo einlægur, að enginn efaðist, og aldrei höfðu nágrann- arnir orðið þess varir, að sambúð hjón- anna væri ekki góð. Það var drungamyrkur, þegar erind- rekar lögreglunnar komu út á götuna aftur eftir rannsóknina. Fulltrúinn var hugsandi og ábúðarmikill, og aðstoðar- maður hans gerði sitt bezta til þess að fá hann til að láta álit sitt í ljós. — Þetta er óhugnanlegt, sagði hann. — Hvernig eigum við að orða skýrsl- una? — Fannstu skothylkið? spurði full- trúinn. — Jú, það gerði ég. Það lá á eld- húsborðinu. Það mun hafa kastazt þang- að inn um opnar dyrnar, því það lá á borðinu í beina stefnu um þær. Stefn- an og mælingin á kastinu kemur heim við það, sem vera skal. Eins og við höfum séð, var skotvopnið Walthers- skammbyssa, gerð nr. 4 og hlaupvídd 7,65. — Þetta er morð, sagði fulltrúinn önugur. Hylkið af kúlunni, sem, varð konunni að bana, Iá á eldhús- borðinu. Aðstoðarmaðurinn varð hissa. Morði Allir hans útreikningar og athuganir virtust sanna, að þetta væri slys. Hann varð að biðja skýringar á þessari full- yrðingu. Nú voru þeir komnir að gatna- mótum Agnagötu og Bergsgötu, á leið- inni á lögreglustöðina. Og hvers vegna hafði fulltrúinn ekki tekið morðingjann fastan? Hann hlaut að vera í íbúðinni. Eða var þetta einhver aðvífandi, sem var að hefna sín og hafði forðað sér undan á svipstundu? — Það er að minnsta kosti ólíklegt, að þetta hafi getað orðið fyrir slysni, tautaði fulltrúinn. Komdu inn í skrif- stofuna mína eftir kortér eða svo, — þá skulum við athuga þetta. Og aðstoðarmaðurinn kom inn til hús- bónda síns á tilsettum tíma. — Ég var rétt í þessu að segja þeim að taka mann dánu konunnar fastan, grunaðan um morð, sagði hann. — Vitn- isburður hans er ekki í samræmi við athuganirnar, sem við höfum gert í íbúðinni. Aðstoðarmaðurinn iðaði af forvitni. Hann hafði sjálfur verið þarna á vett- vangi og farið í öllu eftir þeim reglum, sem honum höfðu verið kenndar. Hvern- ig stóð þá á því, að hann hafði kom- izt að gerólíkri niðurstöðu og yfirmað- ur hans? — Athugaðu það, sagði fulltrúinn vin- gjarnlega, er hann sá vandræðin, sem undirmaður hans var í, að skotinu var skotið úr Walther-skammbyssu, en þær eru ólíkar flestum öðrum skammbyss- um að því leyti, að þær kasta úr sér skothylkinu til vinstri. En eldhúsdyrn- ar voru til hægri við skotstefnuna. Ef skotið hefði verið slysaskot, mundi hylk- ið af kúlunni hafa verið í anddyrinu. En kúlunni, sem drap konuna, hefur annað hvort verið skotið úr eldhúsinu eða úr skrifstofudyrum mannsins. Líkið hefur verið fært fram í anddyrið á eftir. Ef til vill úr eldhúsinu. Fulltrúinn hafði rétt fyrir sér. Mað- urinn játaði von bráðar á sig glæpinn. Hann hafði ekkert vit á hvernig skamm- byssur kasta úr sér skothylkinu. LjLjUl CHRIE * 3 Hin nýja mymla- sögupersóna FÁLKAINIS kemur hér fram öðru sinni. Hún heitir Rosita og margvís- leg og spaugileg atvik henda hana. Höfundur Rositu er hinn kunni danski teiknari CHRIS. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.