Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 11
hið sífellda grjótflug, sem hér er á veg- um, og einu skemmdirnar, sem orðið hafa hér hjá okkur, eru af völdum þess. -— Gilda erlend ökuskírteini hér til jafns við innlend? — Nei, það er nú langt frá því. Út- lendingar, sem hingað koma og ætla að aka bíl, verða að hafa alþjóða-öku- skírteini. Slíkar reglur þekkjast nú orð- ið hvergi nema hér og á Spáni, enda eru fæstir ferðamenn sem átta sig á þessu. Til að fá réttindi hér, verða út- lendingar að fara til ökukennara og fá hjá honum vottorð um hæfni sína. Síð- an verða Þeir að fara með það á lög- reglustöðina og framvísa því þar. — Hvernig er með lágmarksaldur ökumanna? — Samkvæmt reglugerð, sem gefin var út varðandi þessa starfsemi í fyrra, þá verður lágmarksaldur leigutaka og ökumanna að vera 21 ár. Víða erlendis er þetta lágmark miðað við 23 ár. — Þarf leigutaki kannske að hafa meirapróf? — Nei, margir halda að svo sé, en slíkt þarf að sjálfsögðu ekki. — Segðu okkur að lokum: Hvað mun- ar miklu að taka bíl á leigu og aka sjálfur um landið eða ferðast á annan hátt? — Segjum til dæmis, að tvenn hjón taki bíl á leigu í vikutíma. Með öllu mundi það kosta hjá okkur 4130.00 kr., þ. e. 2065.00 kr. fyrir hvor hjón um sig. Segjum svo, að þessi sömu hjón taki sér jafnlanga ferð með skipi, t. d. til Leith á öðru farrými. Þá mundi það kosta 1600.00 kr. fyrir hvern einstakling hvora leið. Á þessum samanburði sést, að hér er um mikinn mun að ræða, enda held ég, að fólk sé æ betur að komast að raun um, að ekki er síður ánægjulegt að ferðast um áður ókunn héruð hér heima heldur en að ferðast til borga og staða erlendis, sem oft hafa svo ekki upp á að bjóða það, sem ís- lenzkir ferðamenn vilja helzt sjá og kynnast. í þessum svifum kom Englendingur inn á afgreiðslu Farkosts. Við komumst að raun um, að hér var á ferðinni við- skiptavinur, sem pantað hafði bíl til fimm daga ferðar, og um leið og við kveðjum Óttar, fræðir hann okkur á, að þessi Englendingur hafi pantað fyrir þremur mánuðum, og Óttar leggur að lokum áherzlu á, að bezt sé fyrir báða aðila að panta bíl með nægilega góð- um fyrirvara. Á efri myndinni er einn af hin- um ótalmörgu erlendu ferðamönn- um, sem taka sér bíl á leigu og aka sjálfir um landið til þess að kynnast því. Að þessu sinni var um enskan prófessor frá Cambridge að ræða. Neðri mynd: Óttar Yngvason, fram- kvstj. við einn af bílum sínum. FJALLKONA Það getur oft verið mikið annríki hjá leikurunum, sérstaklega á há- tíðisdögum þegar víða er margt í senn haft fólki til skemmtunar. — Á þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní síðastliðnum, kom Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona, t. d., fram í gervi Fjallkonunnar í Hafnarfirði. Á myndinni hér til hægri sjáurn við hana klædda fögrum og glæsi- legum skautbúningi. Myndin hér til vinstri er hins vegar ólíkt óglæsi- legri, en hún er líka af Önnu Krist- ínu, og tekin nokkrum klukku- stundum síðar en fjallkonumyndin. Kristín Anna varð að klæða sig úr skautbúningnum í snatri og aka beinustu leið til Reykjavíkur og búa sig þar í annað gervi: gervi klifur- músarinnar í nýju leikriti eftir Thorbjöm Egner, sem flutt var á barnaskemmtuninni á Arnarhóli. (Ljósm. Oddur Ölafsson). OG KLIFUR- MUS SAMA DAGINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.