Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 7

Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 7
úr þjóðlífinu, en við sleppum þeim, því að þau gœtu valdið deilum og úr orðið eitt alls- herjar smábœjartíkarkjaftœði. En hvað yður viðvíkur, þá er- uð þér bara hún Gróa, og verð- ið aldrei neitt annað. ★ Vandkvœði. Kæri Fálki. — Mig langar mikið til þess að vita, hvernig vísa nokkur hljóðar, en hún byrjar svona: Stundum grætur éldri mey. Strákarnir um borð fóru með hana svona, en ég þótt ég sé vitlaus, þá grunaði mig, að hún væri röng. Hvernig er hún rétt og eftir hvern er hún? Stebbi. SVAR: Vísan er svona: Stundum grœtur gömul mey, glópsku sína og villlu, þegar ung hún þóttist ei þekkja gott frá illu. Vísan er eftir Árna V. S'aœ- varr. (Þetta er annars ágœt vísa, einkum seinni partur- inn). ★ Læri. Kæri Fálki. — Það er sjald- an, sem ég tek mér penna í hönd, enda er ég fremur illa skrifandi. Um daginn fór ég á þessa fegurðarsamkeppni og fannst fremur lítið til um. Mér finnst þetta undarlegt að nokkrar stúlkur vilji láta sýna sig svona hér um bil allsberar, þetta er eins og hrútasýning- arnar í sveitinni í gamla daga. En það sem ég ætlaði að skrifa ykkur um er, að mér finnst varla forsvaranlegt að selja svo dýrt inn á sýningar þess- ar og fá svo ekki einu sinni borð og sæti. Ég ætlaði fyrst að fá mér að borða á staðnum og sitja svo og bíða, unz keppninni lyki, en mér var þá sagt, að ég yrði að kaupa miða á sýninguna til þess að fá að vera inni. Það er þetta> sem ég ætlaði að segja ykkur og svo var það ekki fleira að sinni. SVAR: Lambakjötið lækkar í verði, þó sérstaklega lærin. Samt eru kvenmannslæri lang dýrust, enda þótt menn horfi bara á þau. Bráðum verður þetta lang dýrasta vara í heimi, enda mjög eftirsótt af háum og lág- um. Við tökum því undir hið gamla máltœki: Heimur versn. andi fer. ★ Slœm þjónusta. Kæri Fálki. — Ég var um daginn úti að skemmta mér á skemmtistað, sem mikið er auglýstur fyrir gæði og hvað þar sé kósý og notalegt. Þegar þangað kom var manni ekki hleypt inn strax fyrr en búið var að henda álitlegum fjölda út. Er inn fyrir kom fékk mað- ur hvergi borð og varð að híma upp við barinn stand- andi. Er þetta forsvaranlegt af svo fínum veitingastað eða hvað finnst ykkur? SVAR: Auðvitað erum við algerlega sammáila yður um það, að þetta sé ákaflega léleg þjón- usta og það stafar eingöngu af því, að fólk er svo fíkið í að skemmta sér að það lætur sér þetta lynda. Þér skuluð bara ekki sækja þennan stað oftar og segja sem flestum vinum yðar frá þessu svínaríi. ★ Merkimiðar. Kæru Fálki. — Þannig er mál með vexti, að ég hef ver- ið í útlöndum lengi mjög og hef ekki komið heim í marga mánuði. Nú, þegar ég kom heim, ætlaði ég að fá mér eina svartadauðaflösku upp á gaml- an og góðan máta, en þegar ég leit á miðann, var kominn ákaflega leiður og ljótur miði í staðinn fyrir þennan skemmtilega svarta. Svei mér þá, ég hafði bara varla lyst á drukknum . .. SVAR: Yfirleiitt er það nú vökvinn, sem mestu máli skiptir, en ekki útlitið á flöskunni. Þér ættuð bara að gera yður í hugarlund, að þér séuð að drekka úr flösku með svörtum miða, þá œtti allt vel að ganga. ★ Svitalykt. Kæri Fálki. — Ég er ungur maður, fremur sjálfumglaður, en það er eitt, sem amar að mér. Ég anga allur af svita, því hvað sem ég reyni á mig, svitna ég alveg ógurlega. Hvað skal gera við þessum fjanda? Ég þoli þetta ekki lengur. SVAR: Gætið fyllsta hreinlætis ungi maður og leitið lœkms við þessu. Við höfum engin engin ónnur ráð að leggja þér til þess að fara eftir, enda er- um við engir sérfræðingar í þessum efnum. Italskar harmonikkur úrvalstegundir, t. d. Serenelli, Scandalli, Artiste, Settimio Soprani, Tomboline, Frama, Exselcior. Hinar margeftirspurðu ítölsku harmon- ikkur, Zero Sette model ’62, eru væntan- legar næstu daga. Austur-þýzkar harmonikkur, Royal Stand- ard og Weltmester, allar stærðir seldar með iniklum afslætti, einnig austur-þýzk blásturshljóðfæri frá Marma, trompettar o. fl. selt fyrir hálfvirði. Gítarar, 6 gerðir, verð frá kr. 398 komn- ir aftur. Rafmagnsgítarar með miklum afslætti. Enskar vörur nýkomnar. Harmonikku- töskur, trommuburstar, trommukjuðar, trom,muskinn, margar gerðir, plast og næ- lon skinn á hring, trommugormar, tromp- ett-demparar. Vandoren saxofón- og klarinettblöð. Rumhukúlur frá kr. 150.00. Saxofón-munnstykki 289.00. Trompett- inunnstykki kr. 85.00. Trommupedalar, Hi-Hats og simbalar. Munnhörpur 12 gerðir, krómatískar og tvöfaldar. Hljómsveitar-magnarar fyrir fimm liljóðfæri, kr. 3.600.00. Saxófónar frá 2.50Ó.00. Klarinett. Blokkflautur frá kr. 72.00. Svanaflautur kr. 50.00. Mandolín 368.00. Banjo. Trommusett, stakar tromm- ur 11.95.00'kr. Dönsk og þýzk píanó nýkomin, úrvalsteg- undir, t. d. Hindsherg, Wagner, Herman Pedersen, Chopin o. fl. PÓSTSENDUM. VERZLUNIN RÍN Njálsgötu 23 . Sími 17692 Þekktasta harmonikkuverzlun landsins. Alls konar skipti á hljóðfærum ávallt möguleg.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.