Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.10.1961, Blaðsíða 8
UM ÍÞREM RÉTTUM Efri mynd: Kindurnar voru reknar inn í ferhyrndan almenninginn, og það var heldur betur handagangur í öskjunni. Neðri mynd: Börnin stara forvitnum augum á fólkið stritast við að draga þráar kindurnar í dilka. Jarm, gelt, hróp og köll, allt bland- ast þetta saman, svo að úr verður ein síbilja, ógurlegur kliður, sem yfirgnæf- ir allt samtal. Reksturinn er að koma niður brattann og skammur vegur er í réttina niður á melunum. Þetta er fornleg rétt, veggir eru hlaðnir úr egg- hvössu grjóti. Þeir eru komnir að því að hrynja og er tréborðum, negldum á staura ætlað að vera til stuðnings. Við erum staddir uppi á Kjalarnesi í Arn- hamarsrétt og ætlunin var að taka nokkrar mannkindur og aðra sauði tali. Göngur og réttir, þessi orð vekja ótrúlega eftirvæntingu í brjóstum sumra íslendinga. Bóndinn bíður þess með óþreyju að sjá fé sitt feitt og fal- legt komið af fjalli jafnframt því, sem hann vonar, að allt sé heimt og ekkert hafi orðið dýrbít eða útilegumönnum að bráð. Göngur voru venjulega farnar, þegar sex vikur lifðu sumars eða upp úr miðjum september. Þær þóttu jafn- an skemmtilegar, enda þótt þær væru oftast nær erfiðar, einkum ef afréttur var stór Til þessa starfa völdust sér- staklega ungir og vaskir menn ásamt þaulreyndum fjallagörpum. Var það og metnaður hvers bónda að senda sem duglegastan og áreiðanlegastan mann í leitir. Oft var kátína og fjör mikið í göngum, einkum þegar veður var gott, létu þá menn fjúka í kviðlingum eða kváðu rímur að kveldi dags í gangna- kofanum á milli þess sem þeir supu drjúgan á pela. Ósjaldan lentu gangna- menn i hrakningum og manraunum og hafa spunnizt af því margar sögur, sumir komust í tæri við útilegumenn og enn aðrir lentu í tröllahöndum og urðu ekki samir menn upp frá þvi. Venjulega var kjörinn gangnaforingi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.