Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 10

Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 10
um. Hinn gamli góði rammíslenzki fjár- hundur sézt varla og hefur okkur verið sagt, að hann sé nú aðallega ræktaður og kynbættur í Vesturheimi. Fátt segir af ferðum okkar upp í Kjós ,en er þangað var komið, var næsta lítið fé eftir í réttinni, svo að þar sannaðist á okkur hið gamla orðtak: „Ekki eru all- ar ferðir til fjár.“ Þó var eitthvað eftir, en menn voru í óða önn að koma því upp á bíla. Þetta var flest fallegt fé, lömbin stór og mikil, sennilega verður fallþungi dilka í Kjósinni mikill í ár. Við höfð.um komið hingað degi of seint, því að rekið var inn í gær, en dregið var í dilka í morgun og var alveg búið, þegar við komum. Samt ríkti þarna enn þessi sígildi réttarandi, menn voru hýr- ir vel, klifruðu yfir í hólf nágrannans og buðu honum aðstoð sína og hjálp um leið og þeir fengu sér einn gráan. Allar krytur voru löngu gleymdar og menn hjálpuðust við að koma skjátun- um upp í bílana, voru þær nokkuð erf- iðar, jafnvel erfiðari en nöfnur þeirra í Reykjavík. Afréttur er hér enginn, hér gengur smölun fljótt og vel, smal- aðir eru heimahagar og nálægar heið- ar. Allt í einu steypist á okkur regnið í stríðum straumum, svo að varla var nokkuð annað að gera en fara inn í bíl. Kjósarrétt er ný og steinsteypt rétt. en forin og leðjan tók manni í miðja ökla. Við hugðum nú á heimför og þótti hlutur okkar heldur rýr, en spurðum samt mann einn. sem stóð upp við rétt- arvegginn, hvort hvergi annars staðar væri réttað í dag. Sagði hann okkur, Hjalti Sigurbjörnsson, bóndi að Kiða- bergi í Kjós. 10 FÁLKINN Séð yfir hina fornlegu rétt, Arn hamarsrétt á Kjalarnesi. að réttun færi fram í Arnhamarsrétt á Kjalarnesi og svo í Hafravatnsrétt. Við lögðum því aftur af stað og var ferðinni heitið að Arnhamarsrétt á Kjalarnesi, enda þótt við vissum vel, að þar var aðeins um að ræða lítilfjör- lega hreppsrétt, þar sem aðeins fátt kinda var haft. Við ókum nú af stað, ókum hratt gegnum Kjósina. Það er undarleg árátta íslenzkra bænda að hafa sem sóðalegast í kringum sig, þannig að vélar og verkfæri eru út um allt á hlaðinu, allir veggir eru útkám- aðir í skít fénaðarins og svo drullan og forin, sem tekur í ökla eins og rétt- unum. ekki er þó unnt að segja, að þannig sé háttað til á hverjum bæ, en alltof mörgum, því miður. Arnhamarsrétt er ekki stór um sig, 4 þetta er mjög gömul rétt, veggirnir eru úr gömlu grjóti, sem augsýnilega hef- ur verið tekið úr Esjunni. Veggirnir eru að því komnir að hrynja, en eru styrkt- * ir af borðum sem negld eru á staura upp með veggjunum. Rétt þessi hefur engan stóran hringlaga almenning, heldur tvö lítil ferhyrnd hólf, þar sem fénu er hleypt inn í smáflokkum úr girðingu nokkurri, sem gegnir þarna sama hlutverki og nátthagar gerðu áð- ur fyrr. Varla erum við stignir út úr bílnum, þegar maður á bláum vinnugalla vindur sér að okkur og heilsar með handa- bandi. Maður þessi er með sígarettu bak við annað eyrað, en vindil bak við hitt og kinnar hans eru löðrandi í neftóbaki. Ekki vissum við strax hvað höfðingja þetta var, en einhver hvíslaði að okk- ur, að þetta væri Óli Maggadon, lands- kunnur maður, þegar hann var og hét. Eitt sinn var mjög frægt brezkt skáld á ferð í Reykjavík, fannst honum bær- inn ærið leiðinlegur og fátt vera þar af skemmtilegu fólki, þó sagði hann, að honum fyndist þrír menn merkileg- astir, en það væru Kjarval, Oddur á Skaganum og Óli Maggadon. Geta menn af þessari sögu markað, hvílíkur höfðingi heilsaði okkur þarna við rétt- ina. jþað er ekki heiglum hent að klifra eftir réttarveggjunum þarna, maður • hrasaði í hverju spori, enda hlupu hundar um fætur manns og börn skriðu eftir veggjunum. Menn eru að draga í óða önn og Óli Maggadon stendur í miðri rétt og stjórnar öllu af pomp og pragt Á einum réttarveggnum liggur flaska og okkur finnst, að við könnumst við lagið á henni og merkimiða. En þegar betur er að gætt, sézt að við höfðum á röngu að standa. í flöskunni er greinilega mjólk Mann nokkurn bar þarna að í þessum svifum og hann tek- ur sér góðan gúlsopa af flöskunni. „Hvernig er það, drekkið þið aðallega mjólk í réttum hér Kjalnesingar?“ spyrjum við. „Hvað á að drekka annað í réttum?“ svarar maðurinn og er þegar á bak og burt. „Mér hefur nú alltaf fundizt, að rétt-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.