Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Side 11

Fálkinn - 04.10.1961, Side 11
unum hæfði sterkari drykkur,“ skýtur gamall maður inn í. ,,En heimur versn- andi fer, drengir mínir,“ sagði gamli maðurinn um leið og hann greip eina kind og reyndi að koma henni inn í hólfið. Svo var hann horfinn inn í jarmandi hjörðina. ,,Óli, talaðu svolítið við mennina þarna, þetta eru höfðingjar úr Reykja- vík,“ segir Hjalti bóndi á Kiðabergi í Kjós við Óla en Óli vill ekkert við okkur tala, hann þiggur bara í nefið, en er síðan þotinn út í réttina. Hjalti er hingað kominn til þess að sækja eina kind ,sem hann á hér. Hann segir okkur. að þetta sé bara hreppsrétt, en aðalréttin sé Kollafjarðarrétt. í hana sé réttað á morgun. Þeir smali aðeins heimahagana og Bleikdalinn í þessa rétt. Þegar við ætluðum að fara að kveðja Hjalta vindur sér gamall mað- ur að okkur og Hjalti gefur honum í Það er ekki auðhlaupiS að því að smala grýttar fjallshlíðar og skrið- ur, en veður nú samt að gerast. Hér er verið að reka féð saman í f jallshlíð. Ólafur Magnússon (Maggadon) lítur yfir kvika hjörðina ásamt ungri og laglegri stúlku. „Láttu nú blaðamennina hafa vísu, Hjálmar,“ segir Hjalti. En Hjálmar kveðst enga vísu eiga á takteinum nú, en við værum velkomnir í heimsókn til hans einhvern tíma seinna. Hann bæði bara að heilsa fyrrverandi rit- stjóra Fálkans, Skúla Skúlasyni. Þeir væru góðir kunningjar. Svo er Hjálmar farinn af stað. Við kveðjum nú Hjalta og göngum upp með réttinni, á leiðinni sjáum við hrút nokkurn, sem búinn er að missa annað hornið. Við spyrjum mann, er þarna stendur nærri, hvort hann eigi hann, en hann neitar því. Hins vegar kveðst hann vita þess dæmi, að hrútar hefðu krækzt saman á horn- unum og ekki losnað í sundur og ekki getað neina björg sér veitt. en orðið hungurmorða á fjöllum uppi. Maður þessi var að sækja þrjár kindur sem hann átti þarna, en hann sjálfur var sunnan úr Hafnarfirði. Var okkur tjáð, Framh. á bls. 30. nefið. Þetta er Hjálmar á Hofi, góð- glaður og hýr í bragði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.