Fálkinn - 04.10.1961, Page 12
RÆS!!!!
Þetta orð þekkja allir, sem
stunda sjó nú á dögum. Það
lætur misjafnlega í eyrum og
fer það eftir því hver móttak-
andinn er. Viðbrögðin eru
margvísleg, svo og svörin, eða
spurningarnar, sem ræsandinn
fær. Dæmi:
— Hvað er klukkan?
— Hvar erum við?
— Hvernig er veðrið?
— Er rigning?
— Huuuuuuuaaaaaá-m!
— Haltu kjafti — o. s. frv.
Þegar „karlinn“ ræsir okk-
ur í þetta sinn, er klukkan
fimm að morgni, orðið bjart,
sæmilegt veður, engin rigning,
og við erum staddir út af
Portlandi. Komnir úr Eyjum
á 35 tonna bát, sem veltur eins
og tunna í engum sjó, hvað
þá í sjó.
Við geispum, teygjum okk-
ur eins og kojurnar leyfa,
nuddum stírurnar úr augun-
um og fleira. Síðan setjumst
við framan á og smeygjum
okkur í stígvélin. Hver okkar
hefur sitt aukahlutverk um
borð, þar sem við erum aðeins
fimm skipverjar á þessum
bát, á svoddan veiðarfærum,
dragnót.
Mitt aukahlutverk er elda-
mennskan (aldeilis eldraun á
stundum), sem er sennilega
vanþakklátasta aukahlutverk,
sem til er í landinu, að auka-
hlutverkum sumra þingmanna
vorra ekki undanskildum.
Ég girði mig og helli upp á
kaffikönnuna.
Mótoristinn geispar ógur-
lega, klórar sér hér og þar og
fer síðan að róta í brauðbakk-
anum. Stýrimaðurinn hefur
kveikt í pípunni sinni, sem
aldrei trekkir. Hann spýtir
með jöfnu millibili í ruslaföt-
una. Stýrimaðurinn er meist-
ari í spýtingum og hittir allt-
af. Mótoristi nr. 2 sefur enn,
hann sefur venjulega fram að
hífoppi, þá loks kemur hann
á dekk, sprækur og hress. —
Uppáhellingunni er lokið, þeir
fá sér kaffi og brauð, stýri-
maðurinn og mótoristinn. Ég
drekk ekki kaffi til sjós, labba
12
FÁLKINN
upp á dekk og síðan aftur í
og leysi ,,karlinn“ af.
— Stýrðu hérna í suð til
aust, við erum að verða komn.
ir, segir hann og fer fram í.
Við erum hér einir báta í
þþtta sinn, sem betur fer,
„karlinn“ getur ekki verið
innan um aðra báta — af
hverju? — veit ekki, — hlé-
drægni eða eitthvað svoleiðis.
Eftir stutta stund kemur
,,karlinn“ aftur í og tekur
stýrið.
„Djöfull getur strákurinn
sofið,“ segir mótoristinn og
fær sér meira kaffi.
,>Þetta er óreykjandi and-
skoti,“ segir stýrimaðurinn og
slær grúnótóbakið úr pípunni
sinni, þetta er patent-pípa með
skrúfuðum haus og alltaf
stýfluð.
„Þú átt að reykja roley,
maður,“ segi ég, — „það er
langbezta tóbakið."
Ég rétti honum punginn
minn, hann tekur við honum
og fer að troða í stertinn. Síð-
an kveikir hann í roleytóbak-
inu og nú trekkir. Hann tott-
ar með löngum sogum. Reyk-
urinn hverfist ofan í hann og
gýs síðan út um nef og munn.
Þegar stýrimaðurinn tottar,
hverfa varirnar upp í hann.
Það gerir tannleysið. Mótor-
istinn heldur því fram, að
stýrimannsfrúin hafi slegið
tennurnar úr karlinum sínum
með kökukeflinu, en það segir
stýrimaðurinn að sé bölvuð
lýgi bara.
„Ég skal segja ykkur hvern-
ig ég missti tennurnar,“ segir
hann:
„Það var í landlegu á ver-
tíðinni í fyrra, að ég var að
koma af balli í samkomuhús-
inu og var svolítið íðí — hum.“
„Ha-a, það getur ekki ver-
ið,“ skýt ég inn í, (hann er
nefnilega dálítið rakur, stýri-
maðurinn).
„Hol kjeft,“ heldur stýri-
maðurinn áfram, „ég var bara
að koma gangandi í rólegheit-
unum eftir gangstéttinni, þeg-
ar á móti mér koma þrír gæj-
ar. Ég ætla bara að ganga
fram hjá þeim, en nei takk,
þeir gera sér lítið fyrir og loka