Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 14
Að viku liðinni átti Edith Slade að
giftast Cambell lávarði. Svo langt sem
hún mundi aftur í tímann hafði það
jafnan verið heitasta ósk hennar að
giftast manni af aðalsættum. Cambell
lávarður var ekki slíkur maður, að hann
kvæntist henni vegna peninganna.
Hann þurfti ekki á fé að halda til þess
að gera upp höllina sína og gylla að-
alsmerkið eins og sumir. Hann var
nærri því eins ríkur og ungfrúin frá
Ameríku og auk þess einkar hygginn
og greindur maður. Allt virtist fara
fram úr glæstustu vonurn Edithar —•
þangað til Cambell-demantarnir hurfu.
Hún var yfirkomin af harmi. Hún
hafði hlakkað til að bera þessa ættar-
gripi á brúðkaupsdaginn sinn. Þetta
voru dýrgripir, sem allar milljónir
hennar gátu ekki bætt upp
Hún var í hinu versta skapi, þegar
hún ók um garðinn með móður sinni.
Móðir hennar reyndi án árangurs að
hughreysta hana. En henni varð tals-
verður léttir að því að hitta Pryor.
Pryor var að því leyti merkilegur
maður, að hann hafði aldrei beðið
hennar eins og allir hinir. Hún veitti
þessu þegar í stað athygli og í raun-
inni botnaði hún ekkert í því, hvers
vegna hann hafði aldrei farið á fjör-
urnar við hana. Ef hann hefði gert það,
datt henni í hug. En samstundis mundi
hún eftir því, að nú var of seint að
brjóta heilann um, hvað þá hefði gerzt.
Hann samhryggðist henni innilega
vegna gimsteinahvarfsins og þau spjöll-
uðu saman um stund. Þegar þau skildu,
horfði hann lengi á hana og sagði svo
snöggt, eins og hans var vani:
— Þú ert blátt áfram miður þín
vegna demantahvarfsins, Edith. Eins og
þú veizt þá hef ég talsverð kynni af
glæpamannaheiminum Það er aldrei að
vita nema ég gæti komizt að því fyrir
þig, hvað hefur orðið af demöntunum.
Mér hefur alltaf þótt dálítið gaman að
fást við þess konar mál.
Hún hló. Það var eitthvað í fari þessa
rólega og kaldlynda Ameríkumanns,
sem heillaði hana.
Blöðin voru fleytifull af fréttum um
þjófnaðinn. Þetta var mjög dularfullt
mál, en eitt var þó víst: Síðdegis á
laugardaginn höfðu gimsteinarnir ver-
ið látnir í peningaskápinn, en á sunnu-
dagsmorguninn stóð peningaskápurinn
galopinn og demantarnir horfnir.
Þeir voru geymdir í öðrum peninga-
skáp og eigandi hans var frægur gim-
steinasali. Davíð Salomon að nafni.
Salomon hafði góð sambönd. Ella hefði
honum ekki tekizt að ná í Cambell-
demantana. Þeir lentu í eigu hans með
mjög undarlegu móti. Einn af umboðs-
mönnum hans hafði keypt þá af manni
fyrir nálægt tuttugasta hluta þess, sem
þeir kostuðu í raun og veru. Hann seldi
Salomon þá fyrir helmingi hærra verð
en hann hafði keypt þá fyrir. Hvorugur
kom með spurningar viðvíkjandi því,
hverju þessi reyfarakaup sættu. Þeir
þekktu hvor annan . . .
14 FÁLKINN
Salomon sat á skrifstofu sinni á
mánudagsmorguninn og var að blaða í
dagblöðunum. Hann hafði alveg sér-
staklega gaman af að lesa um hinar
ýmsu getgátur blaðanna um hvarf dem-
antanna. Hann var lítill maður og dig-
ur og með fitugljáandi hár og lítil en
skörp augu. Hann var talinn allra
manna slyngastur í því starfi, sem hann
stundaði.
Skrifstofumaður hans kom inn með
nafnspjald. Salomon hrökk við, þegar
hann las það: Garrod fulltrúi, Scot-
land Yard, stóð á spjaldinu.
— Látið hann koma inn, sagði hann
stuttlega.
Salomon stóð upp, þegar gesturinn
gekk inn og tók á móti honum með
fyllstu blíðu og stimamýkt.
— Góðan daginn, sagði fulltrúinn.
Mér þykir leitt að gera yður ómak, en
okkur fannst réttast að vara yður við
í tíma.
— Svo? sagði Salomon undrandi. —
Gerið þér svo vel og fáið yður sæti.
— Þakka yður fyrir, svaraði gestur-
inn. Síðan hélt hann áfram alvarlegur
í bragði: — „Snillingurinn* er kominn
til borgarinnar. Vitið þér, hvað það
táknar?
— Hvort ég veit! Það var hann> sem
stóð fyrir öllum stórþjófnuðunum í
haust Hvers vegna takið þið hann ekki
fastan?
— Það er nú hægara sagt en gert,
herra Salomon. Það er ekki að ástæðu-
lausu að hann er kallaður „Snillingur-
inn“. Hið eina. sem við vitum, er að
hann er byrjaður að stela hér aftur.
Það er afar sennilegt að hann eigi ein-
hvern þátt í Cambell-þjófnaðinum.
— Því gæti ég bezt trúað, sagði Salo-
mon. Allur beigur var nú að mestu
horfinn úr honum. — Má ekki bjóða
yður sígarettu, fulltrúi?
— Takk. Svo að þér skiljið væntan-
lega, að við vildum umfram allt aðvara
gimsteinasalana og biðja þá um að vera
sérstaklega vel á verði Því verður ekki
neitað að það er talsverður uggur í
okkur út af þessum manni.
— Það var mikil hugulsemi af yður
að aðvara mig, sagði Salomon, en pen-
ingaskápurinn er fullkomlega öruggur.
Þessi — hann klappaði peningaskápn-
um, eins og hann væri að gæla við kött
— þessi stenzt öll vélabrögð „Snillings-
ins“. Það er ekki hægt að brjótast inn
í hann nema með dynamíti.
— Leikni og hyggjuvit geta verið
einn gott og dynamít, sagði fulltrúinn.
— Enginn peningaskápur er óhultur
fyrir „Snillingnum". Þá sorglegu
reynslu höfum við fengið fyrir löngu.
Salomon var afar hreykinn af pen-
ingaskáp sínum og það var ekki laust
við að honum sárnaði, að fulltrúi skyldi
draga kosti skápsins í efa.
— Lítið þér á þennan skáp, sagði
hann. Hann er opnaður með bókstafa-
lás, sem ég einn þekki. Eina ráðið til
þess að opna hann án þess að þekkja
Rautt
ðr
yfir
vinstra
am
Salomon stóð upp þegar gestur-
inn gekk m og tók á móti
honum af fyllstu blíðu og stima-
mýkt. Þetta var fulltrói frá
Scotland Yard og það var ekki
laust viö, að Salomon væri órótt
innanbrjósts. En ótti hans
hvarf aö vörmu spori...
Smásaga eftir
Samuel Roberts