Fálkinn - 04.10.1961, Síða 22
„Alveg sjálfsagt. Appelsínusafa.“
Hann gekk til dyra. Frú Gold brosti
framan í eiginmann sinn.
„Þetta var svo yndislegt, Douglas. Ég
vildi að þú hefðir verið með.“
„Það vildi ég líka. Við skulum fara
aftur annað kvöld, er það ekki?“
Þau brostu hvort við öðru.
Valentína Sjantry tók glasið með gin-
inu og fór að sötra það.
„Ó, þetta var gott að fá,“ sagði hún
og varp öndinni.
Douglas Gold tók kápu konu sinnar
og lagði hana á setbekk.
Er hann var á leið til þeirra aftur,
kallaði hann skyndilega:
„Hvað er nú? Er eitthvað að?“
Valentina Sjantry hallaði sér aftur
á bak í stólinn og greip sér til hjartans.
Varir hennar voru bláfölvar.
„Mér finnst — eitthvað svo skrítið
((
Hún saup hveljur og stóð á öndinni.
Nú kom flotaforinginn aftur inn í
stofuna. Hann greikkaði sporið.
„Heyrðu mig, Vala, hvað er að þér?“
„Ég veit það ekki .. . Þessi drykkur
-— það er svo skrítið bragð ..
„Af gininu?“
Sjantry sneri sér við og augu hans
loguðu. Hann þreif í öxlina á Douglas
Gold og æpti:
„Þetta var minn drykkur .. . Gold,
hvern djöfulinn hefur þú látið í hann?“
Gold starði á andlit konunnar í stóln-
um, sem kipptist til af krampateygjum.
Hann var orðinn náfölur.
„Ég — ég — aldrei —.“
Frúin hneig saman í sæti sínu.
„Sækið lækni — fljótt . ..“ hrópaði
Barnes hershöfðingi.
Fimm mínútum síðar var Valentína
Sjantry liðið lík.
6. kafli.
Morguninn eftir fór enginn í bað.
Pamela Lyall greip til Poirots í for-
salnum og dró hann með sér inn í litla
lesstofu. Hún va.r klædd óbrotnum
svörtum kjól og föl í andliti.
„Þetta er hryllilegt!“ mælti hún.
„Hryllilegt! Þetta sagðir þú. Þú sást
það fyrir. Morð!“
Hann hneígði höfuðið alvarlega.
„Ó,“ hrópaði hún og stappaði fæti í
gólfið. „Þú hefðir átt að koma í veg
fyrir það! Einhvern veginn! Það hefði
verið hægt að hindra þetta.“
„Hvernig?“ spurði Herkúles Poirot.
Það kom hik á hana, rétt snöggvast.
,.Gaztu ekki farið til einhvers — til
lögreglunnar —?“
„Og hvað átti ég að segja? Hvað er
hægt að segja — áður en verknaður-
inn er framinn? Að einhver hafi morð í
huga? Ég skal segja þér, einfeldningur
minn, að ef einhver manneskja er á-
kveðin að ráða aðra af dögum —“
„Þú hefðir getað varað hana við lífs-
hættunni,“ greip Pamela fram í.
„Stundum eru aðvaranir gagnslaus-
ar,‘ anzaði Poirot.
Pamela mælti með hægð og þunga:
22 FÁLICINN
Framhaids-
saga eftir
AGATHA
CHRISTIE
SÖGULOK
„Þú hefðir getað varað morðingjann
við — sýnt honum fram á, að þér væri
kunnugt um hvað hann hefði í hyggju
(i
Poirot kinkaði kolli samþykkjandi.
„Já — betri hugmynd það. En jafn-
vei þá veröur að gera sér grem fyrir höf-
uðgalla glæpamannsins.“
„Hver er hann?“
„Sjálfsþóittinn! Illræðismaður trúir
því aldrei, að glæpurinn misheppnist.“
„En slíkt er fjarstæða — helber
heimska," æpti Pamela. „Glæpurinn
var barnaskapur að öllu leyti. Mikil
ósköp. lögreglan sem handtók Douglas
Gold undir eins í gærkvöldi.“
„Já,“ sagði Poirot og bætti við hugs-
andi: „Douglas Gold er óneitanlega ein-
faldur maður.“
„Ótrúlega heimskur. Ég heyri sagt
að þeir hafi fundið afganginn af eitr-
inu — hvað það nú hét —?“
„Viss tegund af strophantin — hjarta-
eitur.“
„Að þeir hafi meir að segja fundið
leifar þess í treyjuvasa hans?“
„Alveg satt.“
„Ótrúlega heimskulegt!“ endurtók
Pamela, „ef til vill hefur hann ætlað að
losa sig við það, en orðið utan við sig
er hann varð þess vísari, að annar hafði
orðið fyrir eitrinu, en áformað hafði
verið. Þvílík áhrif sem þetta gæti haft
á leiksviði. Elskhuginn laumareitri í glas
eiginmannsins, en þegar hann er með
hugann annars staðar, drekkur eiginkon-
an það í staðinn ... Að hugsa sér skelf-
inguna á því augnabliki er Douglas Gold
sneri sér við og sannfærðist um, að hann
hafði myrt konuna sem hann elskaði...“
Það fór hryllingur um hana.
„Þríhyrningurinn þinn. Hin eilífa
þrenning! Hver hefði trúað því, að þetta
myndi enda svona?“
„Ég var hræddur um það,“ tautaði
Poirot.
„Þú varaðir hana við — frú Gold.
Hvers vegna varaðirðu hann ekki við
líka?“
„Þú átt við hvers vegna ég hafi ekki
aðvarað Douglas Gold?“
„Nei, ég á við Sjantry flotaforingja.
Þú hefðir getað sagt honum að hann
væri í hættu. Því í raun réttri var hann
aðalhindrunin, sem átti að ryðja úr
vegi. Ég efast ekki um að Douglas Gold
hefur reitt sig á að geta kúgað konu
sína til að fallast á skilnað þeirra. Hún
er auðmjúk og hógvær konukind og of-
boðslega hrifin af honum. En Sjantry
er sauðþrár mannhundur. Hann var fast-
ákveðinn í að láta ekki Valentínu lausa.
Poirot yppti öxlum.
„Það hefði verið þýðingarlaust fyrir
mig að tala við Sjantry,“ sagði hann.
„Ef til vill,“ anzaði Pamela með hægð.
„Sennilega hefði hann talið sig færan
til að sjá um sig sjálfur, og sagt þér að
fara til fjandans. En þó finnst mér, að
eitthvað hefði verið hægt fyrir einhvern
að gera.“
„Ég var að hugsa um,“ mælti Poirot
með semingi, „að reyna að fá Valentínu
Sjantry til að fara héðan frá eynni. En
hún myndi ekki hafa trúað því sem ég
hefði þá orðið að segja henni. Hún var
allt of einföld kona til þess að geta tekið
þannig á hlutunum. Heimskan varð
henni að baga.“
„Ekki hef ég trú á að það hefði bætt
mikið úr skák, þótt hún hefði farið héð-
an,“ mælti Pamela. Hann hefði einfald-
lega farið með henni.“
„Hann?“
„Douglas Gold.“
„Þú hyggur að Douglas Gold hefði
fylgt henni eftir? Ónei, ungfrú góð, þar
skjátlast þér, þar fer þú algjörlega villt
vegar. Þú ert nefnilega ekki farin að
nálgast sannleikann í málinu. Ef Valen-
tína Sjantry hefði farið héðan, hefði
eiginmaður hennar fylgt henni.“
Pamela skildi hvorki upp né niður.