Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Page 23

Fálkinn - 04.10.1961, Page 23
lega yfir til konu sinnar og hún drakk það.“ „En pakkinn með eitrinu fannst í vasa Douglasar Gold!“ „Hægur vandi að lauma því þangað, meðan við vorum allir að stumra yfir hinni deyjandi konu.“ Það leið drykklöng stund, meðan Pamela sótti í sig veðrið. „En ég skil ekki baun í þessu! Þrí- hyrningurinn — þú sagðir sjálfur .. .“ Herkúles Poirot kinkaði kolli rösk- lega. „Ég sagði að hér væri um þrenningu að ræða, það er satt. En þú, þú gerðir þér ranga hugmynd um hana. Þú lézt blekkjast af snjöllum leikaraskap. Þú hélzt, eins og þér var líka ætlað að halda, að þeir Tony Sjantry og Douglas Gold væru báðir ástfangnir af Valentínu Sjantry. Þú trúðir því, eins og þér var líka ætlað að trúa, að Douglas elskaði Valentínu svo heitt, að þegar eiginmað- ur hennar neitaði að skilja við hana. hefði hann tekið það örþrifaráð, að brugga Sjantry banaráð með sterku eitri. Hörmuleg mistök hefðu síðan vald- ið því, að hin fagra kona hans drakk eitrið í stað flotaforingjans. ,Þetta er hugarburður frá upphafi til enda. Um nokkurt skeið hefur Sjantry haft í huga að ryðja konu sinni úr vegi. Ég sá það þegar frá upphafi að honum dauðleiddist hún. Hann kvæntist henni til fjár. Nú langaði hann til að giftast „Jæja, já eðlilega.“ „Og þá skal ég segja þér, að glæpur- inn hefði einfaldlega verið drýgður ein- hvers staðar á öðrum stað.“ „Ég skil þig ekki.“ „Ég er að segja þér, að sami glæpur- inn hefði verið framinn annars staðar, — sá glæpur að Valentína Sjantry hefði verið myrt af eiginmanni sínum.“ Pamela starði á hann stórum augum. „Ertu að reyna að telja mér trú um, að það hafi verið Sjantry flotaforingi — Antony Sjantry — sem myrti Valen- tínu?“ „Já. Þú sást hann gera það. Douglas Gold færði honum drykkinn. Hann sat með hann andspænis honum. Þegar kon- urnar komu inn, litum við allir fram til dyranna. Hann hafði eitrið tilbúið, hellti því út í ginið, ýtti því hægt og hæversk- annarri konu — og því hafði hann uppi ráðagerðir um að losa sig við Valentínu og komast yfir eignir hennar. Afleiðing þess var þetta morð.“ „Annarri konu?“ „Ójá-já. Marjorí litlu Gold. Það var hin eilífa þrenning, sú rétta. En þú gerðir þér ranga hugmynd um það allt. Hvorugur þessara manna hafði minnsta áhuga fyrir Valentínu Sjantry. Það var hið hóflausa sjálfsálit hennar og frábær sviðsetning frú Gold, sem kom þér til að halda það. Framúrskarandi ýtinn kvenmaður, frú Gold og furðu aðlað- andi á sinn hlédræga hátt, sem siðfág- uð madonna! Svona var frú Adams, sem sýknuð var af því að hafa myrt mann sinn, þótt allir vissu að hún hafði gert það. María Parker gerði út af við frænku sína, unnusta og tvo bræður, áður en hún gerði sig seka um svolitla ógætni og var tekin. Þá var það frú Rowden, hún var nú raunar hengd. Frú Lecray komst undan og nauðulega þó. Þessi kona er af nákvæmlega sömu gerð og þær. Það sá ég undir eins og ég hitti hana. Þvílík manngerð tekur sér ekki nær að fremja glæp, en önd að fara í vatn. Og sannarlega voru þetta líka vel brugguð launráð. Segðu mér annars hvaða sönnun þú hefur nokkru sinni haft fyrir því að Douglas Gold væri ástfanginn af Valentínu Sjantry? Ef þú hugsar þig vel um, muntu kom- ast að raun um, að það var aðeins trún- aður frú Gold og afbrýðissemiköst Sjan- trys flotaforingja, sem komu þér til að hugsa svo. Þarna sérðu! i,.Það er hryllilegt,“ hrópaði Pamela. „Þau eru bæði góðum gáfum gædd,“ hélt Poirot áfram með hlutleysi sér- fræðingsins. „Þau komu sér saman um að „hittast" hér og sviðsetja glæp sinn. Þessi Marjorí Gold er kaldrifjuð norn. Hún tæki það ekki vitund nærri sér, senda eiginmann sinn, þennan vesalings saklausa einfeldning, á höggstokkinn án minnstu iðrunar." „En lögreglan tók hann höndum og fór burt með hann í gærkvöldi," hróp- aði Pamela. „Að vísu,“ svaraði Poirot, „en eftir það stakk ég fáeinum orðum að lögregl- unni. Satt er það, að ég sá ekki Sjantry hella strophantíninu út í glasið. Ég leit til dyranna, eins og aðrir, þegar konurn- ar komu inn. En eftir að mér varð ljóst, að Valentínu hafðiverið gefið eitur,hafði ég ekki augun af manni hennar. Og þar kom, að ég sá hann beinlínis lauma eitur- pakkanum í treyjuvasa Douglasar Gold Það kom hörkusvipur á andlit hans, er hann bætti við: „Ég er sæmilegt vitni. Nafn mitt er víða þekkt. Jafnskjótt sem lögreglan hafði heyrt sögu mína, sáu þeir að hún brá algjörlega óvæntu ljósi yfir þetta mál.“ „Og svo?“ spurði Pamela áköf. „Eh bien, þá datt þeim í hug að leggja fáeinar spurningar fyrir herra Sjantry flotaforingja. Hann reyndi að bæla þetta niður með hótunum, en er litlum gáf- um gæddur, enda lét hann fljótlega undan.“ „Svo Douglas Gold var látinn laus?“ „Já.“ „En — Marjorí Gold?“ Það kom hörkusvipur á Poirot. „Ég aðvaraði hana,“ mælti hann. „Já, ég varaði hana við ... Uppi á Spámannsfjalli . . . Það var eini mögu- leikinn til að koma í veg fyrir glæpinn. Ég sama sem sagði henni að ég hefði hana grunaða. Hún skildi mig. En hún treysti sjálfri sér um of ... Ég ráðlagði henni að hverfa héðan ef henni væri annt um líf sitt. Hún valdi þann kost —að vera kyrr . ..“ jb þýddi. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.