Fálkinn - 04.10.1961, Qupperneq 33
mokar saman peningunum, maðurinn
sá. Enginn veit hver hann er. Ég hef
aldrei séð örið á honum, en mér hefur
verið sagt frá því.
Og Salomon fékk að heyra meira um
demantana.
Morguninn eftir las hann um þá í
blöðunum. Þau voru full af frásögnum
um þá. Demantarnir höfðu verið send-
ir frú Slade daginn fyrir brúðkaupið —
og ekki eitt einasta orð fylgdi sending-
unni. Þetta vakti óhemju athygli og
óteljandi tilgátur komu fram um það,
hvernig í þessu lægi.
Sjálf Edith Slade var meira en lítið
hissa. Þegar hún opnaði böggulinn
ljómuðu augu hennar af undrun. En
hún gat ekki gefið sér langan tíma til
að brjóta heilann um þetta. Hún hafði
nóg með að hugsa um brúðkaupið.
Brúðkaupið fór fram eins og brúð-
kaup yfirleitt. Og nú var Edith að ganga
milli kunningjanna og kveðja, glöð og
hreykin yfir nýja titlinum.
í um það bil mínútu stóð hún á ein-
tali við Pryor, þann eina af vinum
hennar, sem hún hafði aldrei þekkt til
hlítar.
■—- Vertu sæl, Edith, sagði hann. —
Héðan í frá ert þú lafði Cambell fyrir
mínum sjónum.
— Vertu sæll, sagði hún. — En allt
í einu minntist hún síðasta talsins, sem
þau höfðu átt saman.
— Veiztu hver sendi mér demantana
aftur, sagði hún og horfði beint í augun
á honum.
— Já, svaraði hann. Það gerði ég.
Andartak stóðu þau þegjandi og
horfðu hvort á annað.
— Ég sagði þér að ég væri talsvert
kunnugur í glæpamannaheiminum,
Edith. Það er ég líka, það get ég svarið.
Ég er þar heimamaður sjálfur og þess
vegna þorði ég aldrei að nálgast þig . ..
— Vertu sæll, sagði hún. Röddin var
róleg, en henni var þungt fyrir brjósti.
Hún hélt áfram til hinna, en stöðugt
sá hún fallega andlitið á Pryor í huga
sér — litla rauða örið yfir vinstra auga.
Onassís og Ijós-
ntyndarinn
Ljósmyndarar eru oft illa séðir og
óvinsælir í útlandinu. Fyrir skömmu var
Aristoteles Onassis dæmdur í þungar
sektir vegna þess, að hann hafði skipað
bílstjóra sínum að aka á bifreiðar
tveggja ljósmyndara, sem tekið höfðu
einna flettar myndir af honum og Maríu
Callas. Þess má geta, að bifreið Onassis
stórskemmdi bíla ljósmyndaranna.
iVi/i landbúnaðarbíllinn
INTERNAHONAL SCOUT
Á æ 11 u n a rv e r ð : SCOUT húslaus kr. 122,000,—
SCOUT með stálhúsi kr. 131,000,—
„SCOUT“ er bifreiðin, sem allir vilja eiga.
Allar nánari upplýsingar hjá umboði fyrir
INTERNATIONAL SCOUT bif-
reiðar hentar mjög vel íslenzk-
um staðháttum og hefur hlotið
einróma lof og vinsældir i
Bandaríkjunum.
FALKINN
33