Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1961, Side 36

Fálkinn - 04.10.1961, Side 36
LITLA SAGAN Mart W. Sloane lögfræðingur tók þá ákvörðun að hlaupast á brott frá öllu saman, frá lögfræðiskrifstofunni, þar sem hann var grunaður um fjársvik að upphæð hálfa milljón dollara, (Það versta var, að hann hafði ekki hugmynd um í hvað hann hafði eytt þessum peningum), frá einkalífi sínu, nætur- klubbnum, fjárhættuspilunum og stelpu gálunum. Hann strikaði yfir þetta allt saman í einu vetfangi og hljópst á brott. Nú átti hann ekki annað eftir en Cadil- lacinn, sem með ofsahraða færði hann nær og nær landamærum Californiu. Hann hafði ekið allan daginn og var orðinn dauðþreyttur og glorsoltinn, þegar hann stanzaði loks rétt fyrir sunnan Silver Mountains við litla lækj- ar,sprænu. Hann gekk nið'ur að læknum og þvoði kófsveitt andlit sitt. Hvað var þetta? Ilmandi matarlykt kitlaði hann í nas- irnar. Hann gekk á lyktina og stóð andartaki síðar augliti til auglitis við flakkara, sem sat og steikti sér pylsur á litlu báli. Við hlið hans lá brauð og nokkur steikt kalkúnslæri útbreidd á stórum köflóttum klút. — Halló, tautaði Sloane og horfði hungruðum augum á pylsurnar. Flakk- arinn leit upp. — Halló þú, sagði flakkarinn. — Er bannað að kveikja bál hérna? Er þetta þitt land? — Nei, flýtti Sloane sér að segja. Flakkarinn gaf honum vísbendingu um að hann mætti setjast. t— Hér er nóg fyrir tvo, sagði hann og benti á kalkúnlærin og brauðið og pylsurnar. Sloane réðist á pylsurnar eins og gráðugur úlfur. .— Ég öfunda ykkur flakkarana, sagði hann — Hvað það hlýtur að vera dýrð- legt þetta frjálsa líf- Engar áhyggjur fyrir morgundeginum! Ég vildi borga álitlega upphæð fyrir að skipta um hlutverk. 36 falkinn — Er þetta þinn Cadillac sem stendur þarna uppi? spurði flakkarinn og kveik- ti sér í sígarettustubb. Sloane kinkaði kolli. — Þá hefur þú enga ástæðu til að skipta, fyrst þú átt svona fínan Cadillac, hélt flakkarinn áfram dapur í bragði. Sloane hafði fengið hugmynd. Bráð- snjalla hugmynd. Hugmynd, sem gat flutt hann auðveldlega og sársaukalaust yfir landamærin til Californiu, og þegar hann var kominn þangað. mundi hann áreiðanlega geta fengið far til Suður- Ameríku, Ástralíu, Evrópu eða bara eitthvað nógu langt í burtu. Honum var sama hvert. — Öfundar þú mig, spurði hann? — Það skaltu ekki gera. Önnum kafinn lögfræðingur er sannarlega ekki öfunds- verður af hlutskipti sínu. Æinei. Ég hef fengið nóg af dýrindis máltíðum, drykkjuveizlum og öllum þessum fín- heitum. — Er það, sagði flakkarinn og hló við. — Já. svo sannarlega. í áraraðir hef- ur mig dreymt um áhyggjulaust líf, um frjálst líf undir berum himni skaparans. Þá mundi ég kannski losna við maga- sárið mitt og þá myndu taugarnar kannski lagast eitthvað. Eigum við að skipta, félagi? — Líka á Cadillacnum þarna uppi? —- Líka á honum. Ég býð þér nýtt hlutverk í lífinu sem Mart W. Sioane lögfræðingur. Það er fullur kassi af Havanavindlum í framhólfinu á bílnum og sex flöskur af viskíi í skottinu. Og hérna, gjörðu svo vel! Þetta eru vasa- peningar til að byrja með. Gríptu gæs- ina gamli! Flakkarinn var ekki í nokkrum vafa um, að þessi ókunni maður væri með lausa skrúfu, en féllst á þetta engu að síður. Tíu mínútum síðar hafði Sloane farið í larfa flakkarans, hnýtt matar- leifunum saman í köflótta klútinn og bundið hann við endann á priki. Og flakkarinn hljóp að Cadillacbílnum klæddur gráum fötum Sloans, með ökuskírteinið hans og önnur plögg sem sönnuðu hver hann var. Hann setti bíl- inn í gang og brunaði af stað, vesaling- urinn. Sloane við öllum vösum í leit að ein- hverju, sem gæti sýnt honum, hvað hans nýja nafn væri. Gamalt öku- skírteini sem faliið var úr gildi fyrir löngu var hið eina, sem hann fann. En það var líka nóg. Mushy Boone stóð þar skýrum stöfum og myndin líktist flakkaranum, en gat líka með góðu móti verið gömul mynd af Sloan sjálfum. Var nokkuð annað í vösunum, sem hægt var að græða á? Sloane leitaði enn betur og loks fann hann blaðaúrklippu. Hann braut hana sundur og las: ..Hinn alræmdi afbrotamaður, Mushy Boone. sem í kvöld strauk úr fangelsinu í Soud Rock, er enn ófundinn. Hann hafði aðeins afplánað þrjú ár af 40 ára fangelsisdóm. Lögreglan leitar hans nú með blóðhundum á svæðinu sunnan Silver Mountains. . .” Kvenþjóðin Frh. af bls. 24. þvegnir úr sulfoþvottaefnum. Einnig þola þeir alls ekki hin ýmsu hreinsiefni eins og benzín, terpentinu, tetra, steink- olnafta o. s. frv. Öll þessi efni o. fl. leysa upp gúmmíið. ★ Ágætt er að geyma rifinn appelsínu- og sítrónubörk í krukku með svolitlum sykri. Þá er hann við hendina, ef ætl- unin er t. d. að bragðbæta kökudeig. ★ Ef aðeins þarf að nota hálfan lauk er hægt að geyma afganginn, án þess að hann skemmist, á þann hátt að bera smjör á sárið. ★ Hafi skán setzt ofan á málninguna, þá síið hana gegnum ónýtan nylonsokk í aðra dós. ★ Herðatré sem er vafið með rökum klúti, er ágætt að hreinsa miðstöðvar- ofnana með. ★ Það koma oft dökkar rákir í baðkar- ið, ef vatnshaninn er óþéttur. Nást þær oft burt með sítrónu, sem búið er að pressa safann úr, og ræstidufti. ★ Þegar skera á lauk er ágætt að stinga gaffli í hann. Þá helzt hann stöðugur, auk þess festist ekki lauklykt við hend- urnar á manni. Köktvuppskriftir Frh. af bls. 25 III. Appelsínubátar. Sama deigið. Bráðin: 2 dl púðursykur 1—2 msk appelsínusafi Sykraður appelsínubörkur. Deiginu skipt í lítil kökumót. Bakað við 175°. Þegar kökurnar eru kaldar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.