Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 9
manna, en þannig er það. Keðjan, sem
tengir okkur sorginni, er gerð úr mörg-
um hlekkjum. Hvers vegna eyðilagði
faðir minn hamingju móður minnar?
Hvers vegna kaus lýðveldið þennan her-
toga en ekki hinn til að stjórna Padova?
Hvers vegna fótbrotnaði áburðarasninn
okkar, svo að við urðum að vera um
kyrrt, meðan á uppreisninni stóð? Hvers
vegna fældist Celestina við blóðþefinn
og stökk burtu frá mér, svo að við elt-
um hana? Hvers vegna lenti rýtingur-
inn í hjarta móður minnar, en ekki
mínu? Svo margir hlekkir! Og þótt eng-
inn þeirra hefði verið smíðaður, myndu
kringumstæðurnar samt hafa bundið
mig í hlekki, en með annarri keðju“.
,,Það er rétt, að við erum ekki þess
megnuð að breyta sumu af því, sem fyr-
ir okkur kemur í lífinu, en samt sem
áður er margt háð okkar eigin viðhorfi
til þess. Múlrekinn getur hlaðið svo
miklu á skepnur sínar, að þær deyi af
þreytu, en Guð fær börnum sínum ekki
byrðar, sem þau eru ekki nógu sterk til
að bera. Við komum ákvörðunum okkar
í rugling með óþörfum áhyggjum, en
gleymum því, að allir erfiðleikar hafa
verið sendir okkur, vegna þess að þeir
eru þroska okkar nauðsynlegir, og ef
við leitum vel, finnum við ætíð innra
með okkur styrk til að sigrast á þeim“.
„En Petruchio, hamingjusamur elsk-
hugi gengur um fagnandi, og galeiðu-
þrællinn andvarpar við árina — ekki
getur þó viðhorf okkar til lífsins breytt
þeim kringumstæðum, sem við höfum
fæðzt í?“
„Ef þrjú líf rynnu eftir sömu braut-
um, þannig að þrír menn fengju sams
konar höpp og sams konar erfiðleika,
og allir segðu þér ævisögu sína, gætir
þú haldið, að einn þeirra væri hamingju-
samur heimspekingur, annar fífl og
þriðji tvíburabróðir þunglyndisins11.
Við höfðum verið á ferð frá því
snemma um morguninn og lágum nú og
hvíldum okkur í hádegishitanum inni i
litlum skógi uppi á hæð. Áin rann vatns-
lítil eftir kyrrum ökrunum, og Umbriu-
sléttan var svefnþung í sólinni. Meðan
við horfðum á þetta þægilega útsýni,
þaðan sem við sátum í skugganum, sagði
Petruchio: „Þegar tveir menn virða fyr-
ir sér sama landslagið, sjá þeir ekki
sömu hlutina. Hvað myndi ég sjá, ef ég
væri aðalsmaður? Þessi litla hæð þarna
væri tilvalinn staður fyrir sumarhús, og
hlíðunum væri hægt að breyta í garða
á stöllum, sem næðu niður að ánni. Á
árbakkanum myndi ég byggja lystihús
úr marmara, og þar skyldi ávallt vera
skemmtibátur reiðubúinn til notkunar.
Vínekrurnar og blómleg beitarlöndin
væru hluti af landareign minni, og þeg-
ar ég færi á veiðar, myndi ég ríða yfir
þessi engi og sleppa fálkum mínum laus-
um. Nú, væri ég hins vegar listmálari,
þá sæi ég ekkert af þessu, sem ég hef
verið að lýsa. Þá myndu aftur á móti
létt skýin og þessi pílagrímsleið kíprur-
viðanna niður hlíðina í fjarska vekja at-
hygli mína. Ég myndi brjóta heilann
um liti mína og reyna að ákveða með
sjálfum mér, hvort Sienaroði eða dökk-
brúnt blandað fagurrauðu gæti betur
náð rólegri hlýju þaksins á bóndabæn-
um þarna; hvernig ég ætti að endux-
spegla skugga þessa fjarlæga akurs eða
túlka sorg pílviðanna, sem veslast upp
sakir eigin fegurðar eins og hinn ungi
Narcissus. — Carola, hef ég sýnt þér
fram á, að sjónin er komin undir sál-
inni bak við augun.“
„Allir, sem ég hef hitt um ævina,
Petruchio, hafa verið óhamingjusamir,
af því að þeir þráðu eitthvað, sem þeir
gátu ekki fengið. Enginn þeirra bjó yfir
leyndarmáli lífshamingjunnar; enginn
þeirra hafði áunnið sér þessa dularfullu
rósemi þína. Hvernig öðlaðist þú þennan
frið, Petruchio? Ef þú segðir mér það,
gæti ég ef til vill fundið einhverja kyrrð
líka“.
II HLERALAUS GLUGGI
Þetta er það, sem Petruchio sagði mér
um bernsku sína og hvernig hann öðlað-
ist vizku:
„Ég man móður mína glöggt,þó að hún
hafi dáið, þegar ég var lítill drengur.
Jafnvel þegar ég var smábarn, sögðu
augu hennar mér, að ég væri ekki eins
og önnur börn, en þá skildi ég ekki enn,
hvers vegna hún gat ekki unnað mér.
Það var ekki fyrr en löngu seinna, þeg-
ar ég var orðinn eldri og hún var dáin,
að mér varð ljóst, hversu ringluð og reið
hún hlýtur að hafa orðið, þegar ég
fæddist. í byggðarlaginu þar sem hún
átti heima, var því trúað, að vanskapað
barn væri merki um reiði Guðs. Hún og
faðir minn hljóta að hafa grunað hvort
annað um einhverja dulda synd — synd,
sem þau höfðu aldrei hlotið fyrirgefn-
ingu fyrir, vegna þess að þau héldu
henni leyndri fyrir prestinum. Hvert
sinn, sem þeim varð litið á mig, ryfjað-
ist upp fyrir þeim þessi dulda sekt. Eða
skyggndust þau inn í sín eigin hjörtu til
að uppgötva, hvað gæti hafa sent mig
inn í líf þeirra? Gáfu þau hvort öðru
þá ást, sem þau neituðu mér um, eða
var ég frækornið, sem hatur spratt af
milli þeirra?
Frh. á bls. 34.
FÁLKINN 9