Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 34
CAROLA
Frh. af bls. 9.
Ef móðir mín hefði átt fleiri börn,
gæti hún ef til vill hafa fyrirgefið mér
þá hneisu, sem ég hafði bakað þeim.
En ég var einkabarn. Ég heyrði því
hvíslað, að ég væri ekki sonur föður
míns, heldur púka eins, er heimsótt
hefði móður mína í líki eiginmanns
hennar. Sumir sögðu meira að segja, að
ég hefði fæðzt með horn á höfðinu og
undir hárinu væru ör, þar sem móðir
mín hefði brennt þau burt með glóandi
járni.
Ég var vanur að fara einn út í skóg-
inn fyrir utan þorpið, til þess að ég sæi
ekki sjálfan mig endurspeglast í augum
annarra. í einmanaleik mínum lærði ég
að þekkja hjarta mitt. Það sagði mér,
að maðurinn væri einsamall, jafnvel þótt
hann væri alltaf með öðru fólki, og að
hjarta 'hans væri land, sem hann yrði að
ferðast um einn síns liðs; en landamæri
þess lands takmörkuðust eingöngu af
hugsunum hans sjálfs, og þótt hann yfir-
gæfi aldrei húsdyr sínar, gæti hann
samt ferðazt til fjarlægra ríkja.
Mig grunaði, að einhvers staðar að
baki hins sýnilega veruleika byggi lög-
mál: réttlátt, fagurt og óvefengjanlegt:
og það myndi opinbera mér, það sem
ég þráði að vita. Fólkið í þorpinu fór
til kirkju og kraup frammi fyrir kross-
inum til að kyssa fætur hins látna Krists,
og stundum þegar litla kirkjan var tóm,
fór ég þangað til að spyrja lávarð misk-
unnseminnar, 'hvers vegna ég væri öðru-
vísi en allt annað fólk. Það var auðvelt
að trúa því, að Guð hefði skapað allt,
sem fagurt er, en það var örðugt að
skilja, hvers vegna sá hinn sami Guð,
er elskaði styrk fjallanna og lét espitrén
teygja sig mót himni, skyldi fangelsa
sál í líkama eins og mínum. Ég vissi, að
ég hafði sál, því að ég fann hana innra
með mér, ákafa og lifandi. Þegar ég
horfði út um augu mín, eins og horft er
á landslag út um glugga, vissi ég, að
-— Hvað munduð þér taka fyrir að
mála eldhúsið mitt?
34 FÁLKINN
það var ekki dvergurinn, sem sá, held-
ur ép.Ekki Petruchio, heldur hið raun-
verulega ,,ég“, sem komið hafði frá
Guði í fjariægri fortíð og fara myndi
aftur til hans í fjarlægri framtíð.
Svo framarlega sem ég varð ekki á
vegi föður míns, skipti hann sér ekki af
mér og leyfði mér að sofa í hálminum í
fjósinu, og á kvöldin, þegar skepnun-
um var gefið, fékk ég skál með mat. Það
er erfitt fyrir dverg að vinna fyrir sér,
en mér tókst að fá starf við krána, þar
sem ég hreinsaði hesthúsin og leit eftir
múldýrunum. Kráareigandinn sagði, að
þau myndu aldrei fara illa með mig, því
að við værum afkvæmi sama föður, og
ef hann sá eitthvað þeirra sparka í mig,
þegar ég var að kemba því, fór hann að
hlæja og sagði, að nú væru áflog í
vöggustofu Satans.
Þegar ég var þrettán ára, komu nokkr-
ir efnaðir farandleikarar og voru um
nótt í kránni á leið sinni til næstu borg-
ar. Einn þeirra sá mig, þegar ég var
að teyma áburðardýrin út í húsagarð-
inn. Hann hlýtur að hafa spurt krár-
eigandanna, hver ég væri, því að seint
um kvöldið heyrði ég föður minn hrópa
á mig. Ég hélt, að hann ætlaði að fara
að berja mig rétt einu sinni, en hann
sagði mér, að nú hefði hann loks fundið
einhver not fyrir einkason sinn; hann
hafði selt farandleikurunum mig fyrir
tuttugu silfurpeninga. Ég skildi ekki,
hvað þeir kærðu sig um mig, því að
það var ekki fyrr en síðar, að ég komst
að því, að farandleikarar fagna því alltaf
að finna dverg, sem ekki er vanskap-
aður á sál jafnt og líkama, til að þjálfa
hann sem trúð.
Fram að þessu hafði ég gert allt, sem
mér var unnt, til að gleyma því, að
ég væri öðruvísi en annað fólk; ég
reyndi jafnvel að ganga alltaf í forsæl-
unni, svo að skuggi minn þyrfti ekki
að minna mig á sjálfan mig. Nú mátti
ég aldrei gleyma, að ég var dvergur,
því að það var orðin atvinna mín. Ég
varð að ganga í tvílitum klæðum, hálf-
um rauðum og hálfum gulum, og krypp-
an á mér var stækkuð með hrosshári,
svo að hún sýndist enn afkáralegri. Ég
gat ekki lengur falið mig fyrir fólki,
til þess að það gerði ekki gys að mér;
nú varð ég að gera allt, sem í mínu
valdi stóð, til að koma því til að hlæja
— og þangað til ég yrði nógu fyndinn
til að koma því til að hlæja með mér,
yrði ég að láta það hlæja að mér.
Stundum reyndist mér ákaflega örð-
ugt að muna eftir Guði, og ég fór að
draga í efa rödd míns eigin hjarta.
Hvernig átti ég að geta trúað á lávarð
miskunnseminnar, úr því að engir
fylgdu kenningum hans? — Nú á dög-
um eru þeir menn fáir, sem gráta yfir
sorgum annarra en sjálfra sín. Guð er
takmarkalaus samúð; en jafnvel maður,
sem á samúð í brjósti sínu, þarfnast
einskis trúðar til að geta brosað, og
hvers vegna hafði Guð þá gert mið að
trúði? Jafnvel þótt sumt fólk væri mér
gott öðlaðist ég ekki vináttu nokkurs
manns, því að jafnræði verður að vera
með vinum og enginn vill viðurkenna,
að dvergur geti verið jafningi hans.
Ég fór sjaldan til messu, en nú datt
mér í hug, að í skriftaklefanum myndi
presturinn, sem heyrði aðeins rödd mína
án þess að sjá, að líkami minn væri
vanskapaður, tala við mig eins og aðra
menn. Ég fór því til kirkju og vonað-
ist til að fá þar huggun og nýjan styrk.
„Faðir, ég er ekki hingað kominn
til að segja þér frá syndum mínum,
’heldur til að biðja þig að segja mér
frá himneskum kenningum, svo að ég
geti lært að forðast syndina í framtíð-
inni. Ef trú mín á að vera staðföst, verð
ég að vita svör við vissum spurning-
um. Okkur er sagt, að réttvísi Guðs
sé óskeikul, en við vitum, að lög mann-
anna eru spillt og afbökuð, og svo virð-
ist sem lögmál himnanna þræði sömu
braut. Ef sérhver sál er hluti af Guði,
þá hljóta allir menn að fæðast til jafnra
réttinda og ættu að fá jöfn tækifæri
til að þroska guðdómsneistann innra
með sér. Hvers vegna fæðast þá sumir
heilsulausir og aðrir vanskapaðir? Hvers
vengna ganga sumir í loðfeldum á vet-
urna, en aðrir eiga ekki nema tötra
til að hylja með kuldafleiður sín? Og
— það, sem er þó hálfu þýðingarmeira
— hvers vegna er efniviðurinn í hjört-
um manna, hann, sem stjórnar þó gerð-
um þeirra og lífsviðhorfum, svona marg-
breytilegur? Það getur ekki verið, að
hann gangi í erfðir frá foreldrunum,
því að vitrir menn hafa verið feður
harðstjóra og syndarar heilagra dýr-
linga, eins og öllum má vera ljóst.“
Presturinn svaraði mér: „Þú mátt
ekki spyrja um þetta sonur, minn. Það
er Guðs vilji.“
En ég hélt áfram: „Hver er tilgang-
urinn með þessu skuggalífi? Sé Guð
réttlátur, hvar er þá réttlæti hans? Ekki
getur það verið hans vilji, að börn hans
þjáist — eru þá þjáningar okkar sjálf-
skapaðar og gleði okkar eigin umbun?
Er það satt, að maðurinn fæðist aftur
— ekki í himnaríki, heldur hér á jörð?
Voldugt tré sér dagrenninguna verða að
hádegi og dvína síðan aftur til sólar-
lags mörg þúsund sinnum, áður en það
nær fullum þroska, — þörfnumst við
ekki jafnmargra fæðinga og dauðadaga,
þar til við erum hreinsaðir af girndum
holdsins og orðnir máttugir í anda?“
Ég hlustaði, en fékk ekkert svar, og
þegar ég fór út úr skriftaklefanum, sá
ég, að dyr prestsins stóðu opnar. Hann
hafði ekki ‘hlustað á mig til enda. Ég
gekk framhjá honum, þegar ég fór út úr
kirkjunni; ég vissi, að það var sami
presturinn, því að hann signdi sig, þeg-
ar hann kom auga á mig, og hann fitj-
aði upp á langt nefið, eins og hann
fyndi lykt af villutrú.
Um tíma reyndi ég að afneita Guði
og hinum myrka bróður hans, Satan.
Ég sá mannkynið aðeins með augum
þessa heims og var blindur gagnvart
raunveruleik andans. Ég vissi enn, að
Guð hafði skapað jörðina, en ég hélt,