Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 30
Ást og læknisfræði
Frh. af bls. 11
heiði Jónsdóttur, biskupsekkju í Gröf á
Höfðaströnd. Var Ragnheiður ekkja eft-
ir tvo Hólabiskupa þá Gísla Þorláks-
son og Einar Þorsteinsson. Hún bjó á
jörð Hólastóls, sem síðari maður henn-
ar útvegaði henni til lífstíðarábúðar.
Hefur því verið talsverður samgangur
og kunningsskapur milli biskupsseturs-
ins á Hólum og Grafar á Höfðaströnd.
Hlaut því Jón biskupsson að kynnast
Guðrúnu sól meira en margir aðrir ung-
ir piltar í Skagafirði. Enda varð hann
ástfanginn af henni og varð ást hans á
henni til mikilla örlaga í lífi hans.
Mælt er að Jón Steinsson hafi beðið
Guðrúnar sólar. En hann fékk hrygg-
brot hjá henni eins og fleiri ungir menn,
sem fóru til hennar. Áður fyrr var það
mikill heiður fyrir ungar stúlkur, að
þær fengu sem allra flesta biðla, og
gengust margar upp í því að neita
mönnum um giftingu, jafnvel þó þeim
litist mjög vel á manninn. Guðrún sól
fékk orð fyrir að vera stórlynd í þess-
um efnum, enda var það eðlilegt, þar
sem hún bar af öðrum stúlkum. Jón
Steinsson tók hryggbrotið mjög nærri
sér. Eftir að hann hafði fengið neitun
Guðrúnar sólar. fór allmikið að bera á
því að hann leitaði á fund Bakkusar
konungs. Þótti foreldrum hans þetta
leitt. og reyndu brátt að finna einhverja
leið til að bjarga honum og koma á
réttan kjöl. Gripu þau til þess ráðs að
senda Jón til náms til Kaupmanna-
hafnar. Nú var ekki hægt að láta hann
innritast í guðfræði, sakir barneignar-
brotsins. Var hnn því settur til læknis-
fræðináms, enda var hann snemma
hneigður fyrir lækningar. Hann sigldi
sumarið 1714, og hafði meðmæli hinna
beztu manna hér heima, meðal annars
Páls Vídalíns lögmanns í Víðidalstungu.
Hann náði ekki til Kaupmannahafnar
um haustið. heldur aðeins til Noregs. í
þennan mund var ófriður á Norðurlönd-
um milli Dana og Svía og því ekki
greitt um siglingar. Næsta haust innrit-
aðist Jón Bergmann í Kaupmannahafn-
arháskóla í læknisfræði.
4.
Jóni Bergmann gekk læknisfræði-
námið vel og vann sér mikið álit sem
hæfileikamaður í fræðigreininni og
þótti aíburða náms- og gáfumaður Árni
Magnússon prófessor telur hann annan
af þrem mestu gáfumönnum, sem hann
þekkti. En brátt kom, að Jón fór að slá
slöku við námið og fór að stunda
drykkjuskap og nætursvall. Varð óregla
hans íljótt svo mikil, að hann hætti al-
gjörlega að stunda nám sitt. Hann eyddi
öllu, sem hann hafði handbært og dugði
ekki til, því að hann safnaði skuldum
stórlega, þvf honum gekk auðveldlega
að slá lán, þar sem hann var sonur
Hólabiskups. Er mælt að Jón Bergmann
hafi skuldað 1600 ríkisdali í Kaup
mannahöfn, þegar hann hætti námi.
Var það mikil upphæð á þess tíma
mælikvarða.
Sagnir herma, að Jón Bergmann hafi
unnið sér mikið álit ytra sem mikilhæf-
ur kuniiáttumaður í læknisfræði. Til
er ein saga frá veru hans í Höfn, sem
sannar þetta, þó að hún beri að nokkru
svip þjóðsögunnar.
Prófessorinn sem kenndi Jóni Berg-
mann læknisfræði var Georg Fredrik
Franck de Franckenau þýzkur að ætt
og afar vel menntaður í fræðigrein sinni
og naut mikils álits. Hann stundaði jafn-
framt háskólakennslunni lækningar og
rak lækningastofu. Vorið sem Jón Berg-
mann fór heim til íslands, varð honum
eitt sinn reikað fram hjá lækningastofu
prófessorsins. Varð honum litið inn um
gluggann á stofunni og sá. hvar pró-
fessorinn var að reyna að tæla orm með
hunangi upp í munninn á magaveikri
stúlku, sem lá þar á borði. í þá daga var
það trú manna að ormar yllu magaveiki,
og var því reynt með ýmsum ráðum að
ná ormunum úr maga þess veika.
Franckenau gekk illa að tæla orminn,
því í hvert skipti , sem hann kom upp
í kverkarnar á stúlkunni, og læknirinn
snerti haus hans, hrökk hann undan og
ofan í magann aftur. Gekk svo um hríð.
Jón horfði á þetta og leizt ekki á blik-
una. Hann stóðst ekki mátið, því hann
vissi ráð við þessu, og kallaði til kenn-
ara síns: ,,Gör Tangen Varm, Herre.”
Ljós stóð á borðinu hjá prófessornum,
og fór hann að ráði Jóns, og vermdi
töngina við það. Tókst honum þegar að
því búnu að ná orminum. Sumir bæta
því við söguna, að prófessorinn hafi að
verkinu loknu, gripið korða og hlaupið
út og ætlað að reka Jón í gegn með hon-
um af því að hann hafi óttast, að hann
mundi verða sér ofjarl og verða frægari,
ef hann ílendist í Höfn.
Þar kom, að Jón varð algjörlega leið-
ur á svalli og gleðskap Kaupmanna-
hafnar. Vorið 1718 tók hann sér far
heim til íslands. Þegar hann náði höfn,
gerði hann þegar boð heim til Hóla, að
hann yrði sóttur. Var Þorgeir föður-
bróðir hans sendur eftir honum. Er
hann í heimildum talinn afbragðs lækn-
ir og eru til sagnir af lækningum hans.
Er einnig mælt, að Jón Bergmann hafi
numið nokkuð af föðurbróður sínum
í lækningum, áður en hann sigldi.
Þeir frændur hafa ábyggilega á leið-
inni rætt margt um lækningar og hefur
Jón sagt honum ýmsa undarlega hluti
í þeim efnum, sem hann sá og reyndi
ytra. Þeir áðu skammt frá Kolbeins-
dalsá þar sem síðan heitir Flekku-
hvammur. Þar kom Jón auga á tvær
kindur, aðra hvíta en hina svarta. Voru
þær á beit í svonefndum Ásatungum.
Þeir handsömuðu kindurnar og bundu
sauðbandi. Vildi Jón nú sýna frænda
sínum kunnáttu sína. Tók hann fram
verkfæri sín og tók annan bóginn af
báðum kindunum. Því næst saumaði
hann svarta bóginn á hvítu kindina og
tókst það ágætlega. En á meðan hann
var að því varð hvíti bógurinn svo líf-
lítill, að hann treysti sér ekki til að
græða hann við svörtu kindina og varð
að slátra henni. Að svo búnu fór Þor-
geir heim til Hóla með farangur Jóns,
en Jón varð eftir hjá kindinni í þrjá
sólarhringa, enþá var hún orðin svo
heilbrigð, að óhætt var að láta hana
eftirlitslausa. Um þennan atburð orti
Sigurður sýslumaður Pétursson vísu,
sem alkunn er:
Steins var kundar kúnst ótrauð,
og kraftaverk við íta,
bóginn hann af svörtum sauð
setti á þann hvíta.
Þegar Jón kom heim til Hóla hefur
honum eflaust verið fagnað af foreldr-
um, systkinum og frændum. En hugur
hans þráði mest að finna stúlkuna fríðu
og stórlyndu, sem áður hafði hrygg-
30 FALKINN