Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI ,,Það var einhver, sem stakk mig,“ hrópaði Panda. A þeim stað, sem Panda hafði setið, gaus upp vatns- súla. „Hvað heldurðu, að þetta sé?“ spurði Panda. „Kannski sverðfiskur?“ Ekki er það sverðfiskur,“ svar- aði landkönnuðurinn þurrlega. „Ég held, að það sé alls ekki fiskur. Það er líklega skutull. Sennilega er Aloysius frændi valdur að þessu. Hann er alltaf að gera mér lítið leitt. Skiptu þér ekki af þessu. Sittu bara rólegur, meðan ég geri við gatið.“ ,,Ég þori ekki að setjast," svaraði Panda. „Hann getur gert þetta aftur.“ En landkönnuðurinn svaraði ekki. Hann setti bót á gatið. Þegar landkönnuðurinn ætlaði að fara að segja, að hann væri búinn að gera við gatið, kom skutulsodd- urinn aftur upp í gegn um botn bátsins. ,,Aftur“, hróp- aði Panda. ,,Ég skal gera við það líka“, svaraði félagi hans rólega. En áður en hann hafði tekið íram bæt- urnar, stakkst oddurinn aftur og aftur i botninn. „Þeg- iðu,“ sagði landkönnuðurmn, þegar Panda fór að hrópa af hræðslu. „Taktu heldur litlu dósina þarna og farðu að ausa, meðan ég geri við götin.“ Þeir unnu rösklega um stund. Panda jós, en landkönnuðurinn gerði við götin og Aloysius frændi hélt áfram að stinga göt með sínum oddhvassa skutli. En skutullinn hans Aloysiusar var ekki eins hvass og hann hafði vonað. Þegar hann gat ekki lengur gert göt með honum, fleygði hann honum en tók upp skæri. En Panda og landkönnuðurinn litu hvor á annan sigri hrósandi. „Hann er heldur leiðinlegur, þessi frændi minn,“ sagði landkönnuðurinn. „En svo virðist sem við höfum sigrað hann í þetta skipti.“ „Ó nei,“ kail- aði Panda, þegar hann sá skærishnífana stingast upp í botninn og klippa burtu heila ræmu. „Sjáðu,“ hróp- aði hann. En þessi viðvörun kom of seint. Skærin höfðu þegar klippt stóran bút í kringum fætur landkannað- arins. Og hinn frægi landkönnuður sökk niður í salt- an sjóinn og gusurnar gengu yfir Panda . . . 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.