Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.02.1962, Blaðsíða 12
GAMANSAGA EFTIR HELMUT HARUN Kolimbusar 12 FALKINN FAÐIR minn var skynsamur maður, en hann liefði aldrei átt að byrja á hænsnarækt. I fyrstu gerði hún engum mein. Hann keypti tíu eindagsgamla kjúk- linga og allir voru mjög ánægðir. Pabbi var líka í sjöunda himni, en kátína hans var af öðrum toga spunn- in: Honum var gleði að annast um kjúklingana. En pabbi var nákvæm- ur maður og annaðist kjúklingana af vísindalegri umbyggjusemi. Hann las kynstrin öll af tímaritum um alifugla- rækt og enginn leyfði sér að trufla bann i þeim lestri. Stundum þaut liann þungbúinn á svip út í garð, kom síðan aftur með einn kjúklinginn i bendinni og kall- aði á alla fjölskylduna. Kjúklingarnir höfðu þá einmitt fengið einhverja sérstaka veiki, sem pabbi bafði ný- lega lesið um i einhverju timaritinu. I livert skipti, sem kjúklingana greip einbver veiki, var pabbi alveg örugg- ur á, hvaða sjúkdóm um væri að ræða, og byrjaði strax með bjálp allra í fjölskyldunni að meðliöndla kjúldinginn á vísindalegan liátt. Á fáeinum vikum liafði bann kom- ið sér upp stórum meðalaskáp, full- um af meðulum af öllum tegundum. Mamma kvartaði og kveinaði vegna peningana, sem í þetta færu og sagði, að menn befðu ræktað liænsi fyrir þúsundum ára án þess að kosta svona mikið til þeirra og með þessu hátta- lagi mundi eitt egg kosta mark í búð. Við krakkarnir vorum öll á bandi pabba. Marnrna tók þetta allt of bók- staflega. En þegar pabbi hætti að koma lieim með sælgæti handa okk- ur, en kom bara með meðul fyrir liænsnin, fór okkur að þykja þetta beldur hvimleitt. En þegar hann byrjaði að skola kjúklingana upp úr sama fatinu og við sóttum vatnið í, flúðum við á náð- ir mömmu. Þetta vor var loftið dálitið lævi blandið. Það var sannarlega krafta- verk, að af hinum tíu kjúklingum lifðu átta af veikindin. Aðeins tveir dóu. Ég ætla ekki að lýsa þeirri sorg, sem ríkti á heimilinu, þegar þeir dóu. Ég beld, að ekki bafi ríkt eins mik- il sorg í nokkru liúsi eins og okkar. Loksins kom að þeim dögum og vikum, sem mátti sjá, bve margir lianar væru í þessum stóra bænsna- skara. Fyrst var pabbi alveg örugg- ur um, að enginn bani væri í hópn- um, ekki einn einasti. Einni viku síð- ar varð bann þó að játa, að ef til vill væru þeir tveir. Við krakkarnir komum loks nokk- urs konar veðmáli í kring. En pabbi vildi alls ekki beyra neitt veðmál nefnt. Það væri ójafn leikur að leik- menn veðjuðu við sérfræðinginn. Þetta var sama dag og hann tók eftir, að þrír hanar voru meðal þessara átta kjúklinga. En þegar í ljós kom, að hanarnir voru í rauninni fimm, kannaðist bann við mistök sín og sagði að banarnir væru að gala um veðmálið. Þetta olli honum samt eng- um vonbrigðum. Hinir tveir kjúk- lingarnir, sem dóu, befðu áreiðanlega verið bænur. Það væri alveg eðlilegt, að af tiu kjúklingum væru fimm han- ar og fimm hænur. Er pabba var loks kunnugt um tölu hænanna, fór hann'að telja tímann, jiangað til þær færu að verpa. Eftir sjöunda mánuðinn hlutu hinar góðu bænur að fara að verpa. Um það bafði liann lesið. Og þar sem liann gerði ráð fyrir að bænur sínar væru þær beztu, reiknaði bann nákvæm- lega þann dag út, sem varp þeirra álti að hefjast. Það var binn sautj- ándi október. Og liann krossaði með rauðri lcrít yfir þann dag á alman- akinu. Og hænsin görguðu inn i girðing- unni, átu og voru feit og pattaralcg. Pabbi gætti þess vandlega, að þau lentu ekki á steikarpönnu mömmu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.